Heilgrillun á lambi 18. júní 2004 00:01 "Ég hafði aldrei gert þetta áður, en mig hafði langað til þess lengi," segir Gunnar Þórólfsson húsasmiður, sem tók sig til og heilgrillaði lamb á dögunum. Tilefnið var útskriftarveisla Helgu Thorberg, eiganda Blómálfsins í Vesturgötu 4 í Reykjavík. Helga var að útskrifast sem garðyrkjufræðingur eftir tveggja ára fjarnám og tók hún því bílastæðið á leigu og hélt veglega veislu þann 29. maí síðastliðinn. Þar kom saman fjöldi fólks og tvær hljómsveitir og þurfti að sérsmíða grillið til að heilgrilla lambið. Það gerði járnsmiðurinn Sigurður Breiðfjörð Jónsson í samráði við Gunnar. Gunnar er mikill grilláhugamaður og hafði viðað að sér miklum upplýsingum áður en hann fór út í heilgrillunina. "Ég vinn með Ítölum og þeir eru vanir því að heilgrilla svín þannig að þeir gátu gefið mér upplýsingar. Síðan vafraði ég um á netinu og þar var sýnt mjög vel hvernig á að heilgrilla hvað sem er," segir Gunnar, en hann notaði ekki mikið til eldamennskunnar. "Ég blandaði kryddlög úr lauk, salti og fersku kryddi eins og lárviðarlaufum, rósmarín, timjan og miklu af svörtum pipar. Síðan var ég með tvo lítra af kjötsoði og þessu tvennu úðaði ég yfir lambið jafnt og þétt," segir Gunnar og bætir við að mikilvægt sé að snúa kjötinu jafnt. Best er að hafa kveikt í tveim eldum á sitthvorum enda svo miðhluti kjötsins brenni ekki. "Það tekur um fjóra tíma að grillast og þá er bara skorið af því en eldurinn látinn loga á meðan," segir Gunnar, en svona lamb ætti að duga fyrir um 25-30 manns. Gunnar notaði síðan kartöflusalat með kjötinu og að sögn Helgu sló þetta rækilega í gegn. Lambið var víst af frægu kyni úr Litla-Dal í Eyjafirði og smakkaðist mjög vel. "Kjötið má ekki vera feitt, það er ekki nógu gott. Þá lekur fitan niður í eldinn og kviknar í henni," segir Gunnar og bætir við að ekki sé hægt að grilla svona stórt stykki einn. "Það má aldrei fara frá lambinu og verður að snúa því jafnt og þétt svo það brenni ekki. Ég var með aðstoðarmann, Samson B. Harðarson landslagsarkitekt. Svo var konan hans líka með að skera kjötið þannig að það var mjög passlegur fjöldi." Nánari upplýsingar um heilgrillun á lambakjöti er að finna á lambakjot.is Matur Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
"Ég hafði aldrei gert þetta áður, en mig hafði langað til þess lengi," segir Gunnar Þórólfsson húsasmiður, sem tók sig til og heilgrillaði lamb á dögunum. Tilefnið var útskriftarveisla Helgu Thorberg, eiganda Blómálfsins í Vesturgötu 4 í Reykjavík. Helga var að útskrifast sem garðyrkjufræðingur eftir tveggja ára fjarnám og tók hún því bílastæðið á leigu og hélt veglega veislu þann 29. maí síðastliðinn. Þar kom saman fjöldi fólks og tvær hljómsveitir og þurfti að sérsmíða grillið til að heilgrilla lambið. Það gerði járnsmiðurinn Sigurður Breiðfjörð Jónsson í samráði við Gunnar. Gunnar er mikill grilláhugamaður og hafði viðað að sér miklum upplýsingum áður en hann fór út í heilgrillunina. "Ég vinn með Ítölum og þeir eru vanir því að heilgrilla svín þannig að þeir gátu gefið mér upplýsingar. Síðan vafraði ég um á netinu og þar var sýnt mjög vel hvernig á að heilgrilla hvað sem er," segir Gunnar, en hann notaði ekki mikið til eldamennskunnar. "Ég blandaði kryddlög úr lauk, salti og fersku kryddi eins og lárviðarlaufum, rósmarín, timjan og miklu af svörtum pipar. Síðan var ég með tvo lítra af kjötsoði og þessu tvennu úðaði ég yfir lambið jafnt og þétt," segir Gunnar og bætir við að mikilvægt sé að snúa kjötinu jafnt. Best er að hafa kveikt í tveim eldum á sitthvorum enda svo miðhluti kjötsins brenni ekki. "Það tekur um fjóra tíma að grillast og þá er bara skorið af því en eldurinn látinn loga á meðan," segir Gunnar, en svona lamb ætti að duga fyrir um 25-30 manns. Gunnar notaði síðan kartöflusalat með kjötinu og að sögn Helgu sló þetta rækilega í gegn. Lambið var víst af frægu kyni úr Litla-Dal í Eyjafirði og smakkaðist mjög vel. "Kjötið má ekki vera feitt, það er ekki nógu gott. Þá lekur fitan niður í eldinn og kviknar í henni," segir Gunnar og bætir við að ekki sé hægt að grilla svona stórt stykki einn. "Það má aldrei fara frá lambinu og verður að snúa því jafnt og þétt svo það brenni ekki. Ég var með aðstoðarmann, Samson B. Harðarson landslagsarkitekt. Svo var konan hans líka með að skera kjötið þannig að það var mjög passlegur fjöldi." Nánari upplýsingar um heilgrillun á lambakjöti er að finna á lambakjot.is
Matur Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira