Æ fleiri fá sér tjörn í garðinn 18. júní 2004 00:01 Samkvæmt starfsfólki Garðheima fer þeim stöðugt fjölgandi sem lífga upp á garðana sína með tjörnum, fossum og lækjum. Til þess þarf aðeins hugmyndaflug, útsjónarsemi og garð. Fyrsta skrefið er að ákveða hvar tjörnin á að vera og hversu stór. Hægt er að gera tjörn á tvennan hátt, annars vegar eru fáanlegar tilbúnar tjarnir og hinsvegar er hægt að ráða lögun tjarnarinnar sinnar sjálfur með því að móta hana með þartilgerðum dúk. Tilbúnu tjarnirnar eru úr plasti og fáanlegar frá 130 lítrum upp í 530 lítra. Dúkurinn er seldur í metravís. Svo er að grafa holu í garðinn þar sem tjörnin á að vera. Það er mikilvægt að ganga vel frá undirlaginu svo líkur á frostlyftingu séu hverfandi. Tilvalið er að nýta uppgröftinn til að móta landslag fyrir læk eða foss. Dælur í tjarnir fást í mismunandi gerðum. Í minni tjarnir eru notaðar einfaldari dælur til fá hreyfingu á vatnið eða að halda stöðugu rennsli í gosbrunn. Í tjörnum með gróðri eða fiskum er dæla nauðsyn til að auka súrefnisflæði í vatninu, sía það og hreinsa. Ef nota á dæluna til að lyfta vatninu upp í læk eða foss þarf kraftmikla dælu. Látið tjörnina standa fulla af vatni í allavega viku til þess að jarðvegurinn nái að þjappast nægilega áður en lokafrágangur fer fram. Ýmsir möguleikar eru á að skreyta tjörnina sína. Hægt er að hafa í henni syllur og stalla og hafa þar skrautsteina og blóm. Svo er hægt að hafa styttu í miðjunni og jafnvel gosbrunn. Einnig er hægt að leiða vatn með slöngu upp á lóðina og búa til læk sem rennur í tjörnina og í hann er hægt að setja flúðir og fossa. Tjörnina má líka skreyta með skemmtilegum aukahlutum úr plasti svo sem öndum, vatnaliljum og froskum. Tjarnir þurfa ekki að vera dýrar og falleg tjörn með gosbrunni gæti kostað innan við 20.000 krónur. Möguleikarnir eru óteljandi og ekki eftir neinu að bíða að láta drauminn um tjörnina rætast. Hús og heimili Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Samkvæmt starfsfólki Garðheima fer þeim stöðugt fjölgandi sem lífga upp á garðana sína með tjörnum, fossum og lækjum. Til þess þarf aðeins hugmyndaflug, útsjónarsemi og garð. Fyrsta skrefið er að ákveða hvar tjörnin á að vera og hversu stór. Hægt er að gera tjörn á tvennan hátt, annars vegar eru fáanlegar tilbúnar tjarnir og hinsvegar er hægt að ráða lögun tjarnarinnar sinnar sjálfur með því að móta hana með þartilgerðum dúk. Tilbúnu tjarnirnar eru úr plasti og fáanlegar frá 130 lítrum upp í 530 lítra. Dúkurinn er seldur í metravís. Svo er að grafa holu í garðinn þar sem tjörnin á að vera. Það er mikilvægt að ganga vel frá undirlaginu svo líkur á frostlyftingu séu hverfandi. Tilvalið er að nýta uppgröftinn til að móta landslag fyrir læk eða foss. Dælur í tjarnir fást í mismunandi gerðum. Í minni tjarnir eru notaðar einfaldari dælur til fá hreyfingu á vatnið eða að halda stöðugu rennsli í gosbrunn. Í tjörnum með gróðri eða fiskum er dæla nauðsyn til að auka súrefnisflæði í vatninu, sía það og hreinsa. Ef nota á dæluna til að lyfta vatninu upp í læk eða foss þarf kraftmikla dælu. Látið tjörnina standa fulla af vatni í allavega viku til þess að jarðvegurinn nái að þjappast nægilega áður en lokafrágangur fer fram. Ýmsir möguleikar eru á að skreyta tjörnina sína. Hægt er að hafa í henni syllur og stalla og hafa þar skrautsteina og blóm. Svo er hægt að hafa styttu í miðjunni og jafnvel gosbrunn. Einnig er hægt að leiða vatn með slöngu upp á lóðina og búa til læk sem rennur í tjörnina og í hann er hægt að setja flúðir og fossa. Tjörnina má líka skreyta með skemmtilegum aukahlutum úr plasti svo sem öndum, vatnaliljum og froskum. Tjarnir þurfa ekki að vera dýrar og falleg tjörn með gosbrunni gæti kostað innan við 20.000 krónur. Möguleikarnir eru óteljandi og ekki eftir neinu að bíða að láta drauminn um tjörnina rætast.
Hús og heimili Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira