Skallinn sem hvarf 22. júní 2004 00:01 Kristján Hjálmarsson upplifði erfiða tíma þegar hárið fór að þynnast Ég er og hef lengi verið með há kollvik. Þau plaga mig ekki. En það gerði skallinn sem ég fékk einu sinni. Ég veit ekki hvað kom fyrir. Einn daginn var ég bara kominn með myndarlegt tungl á hnakkann og hárlausa rönd aftan við vinstra eyra. Ég vissi ekki af þessu hárleysi mínu fyrr en besti vinur minn benti mér á það. Í kjölfarið fylgdu andvökunætur og ég fann hvernig kvenhylli minni hrakaði dag frá degi. Þá voru góð ráð dýr. Tunglið stækkaði og stækkaði. Áðurnefndur vinur minn sýndi mér mikinn skilning og einstakan stuðning. Bjó til súlurit sem sýndi hlutfall hárs og skalla og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggur fyrr en skallasúlan væri orðinn stærri en hin. Hárgreiðslumaðurinn sem ég fer yfirleitt til sýndi mér einnig mikinn stuðning -- klippti mig þannig að ég gat greitt yfir tunglið. Ég taldi sjálfum mér trú um að skallinn væri vel falinn. Svo reyndist hins vegar ekki vera. Þannig gekk lífið fyrir sig í nokkra mánuði og tunglið stækkaði og stækkaði. Í annað eða þriðja sinn sem ég fór til hárgreiðslumannsins sagði hann mér að það væri ekkert að hársverðinum. Ráðlagði mér því að leita til læknis sem ég og gerði. Læknirinn sýndi mér einnig mikinn stuðning. Skoðaði skallann og hló. Sagði að ég þyrfti sterakrem sem átti að bera á blettinn -- eins og að sá fræjum. Ég fór að ráðum læknisins og títtnefndur vinur minn líka. Hann vildi einnig fá að taka þátt í að græða landið. Og viti menn, að nokkrum vikum liðnum hvarf skallinn. Sjaldan eða aldrei hefur mér verið eins létt, og hárið vex sem aldrei fyrr að kollvikunum undanskildum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Kristján Hjálmarsson upplifði erfiða tíma þegar hárið fór að þynnast Ég er og hef lengi verið með há kollvik. Þau plaga mig ekki. En það gerði skallinn sem ég fékk einu sinni. Ég veit ekki hvað kom fyrir. Einn daginn var ég bara kominn með myndarlegt tungl á hnakkann og hárlausa rönd aftan við vinstra eyra. Ég vissi ekki af þessu hárleysi mínu fyrr en besti vinur minn benti mér á það. Í kjölfarið fylgdu andvökunætur og ég fann hvernig kvenhylli minni hrakaði dag frá degi. Þá voru góð ráð dýr. Tunglið stækkaði og stækkaði. Áðurnefndur vinur minn sýndi mér mikinn skilning og einstakan stuðning. Bjó til súlurit sem sýndi hlutfall hárs og skalla og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggur fyrr en skallasúlan væri orðinn stærri en hin. Hárgreiðslumaðurinn sem ég fer yfirleitt til sýndi mér einnig mikinn stuðning -- klippti mig þannig að ég gat greitt yfir tunglið. Ég taldi sjálfum mér trú um að skallinn væri vel falinn. Svo reyndist hins vegar ekki vera. Þannig gekk lífið fyrir sig í nokkra mánuði og tunglið stækkaði og stækkaði. Í annað eða þriðja sinn sem ég fór til hárgreiðslumannsins sagði hann mér að það væri ekkert að hársverðinum. Ráðlagði mér því að leita til læknis sem ég og gerði. Læknirinn sýndi mér einnig mikinn stuðning. Skoðaði skallann og hló. Sagði að ég þyrfti sterakrem sem átti að bera á blettinn -- eins og að sá fræjum. Ég fór að ráðum læknisins og títtnefndur vinur minn líka. Hann vildi einnig fá að taka þátt í að græða landið. Og viti menn, að nokkrum vikum liðnum hvarf skallinn. Sjaldan eða aldrei hefur mér verið eins létt, og hárið vex sem aldrei fyrr að kollvikunum undanskildum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun