Það er dónaskapur að tala í bíó! 22. júní 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson reyndi að kenna bíógestum mannasiði. Ég fór að sjá nýju Harry Potter-myndina um daginn. Þetta hefði orðið alveg dásamleg upplifun ef fyrir aftan mig hefði ekki setið par sem lét eins og það væri inni í stofu heima hjá sér. Talaði sín á milli um hversu ólík myndin væri bókinni, látlaust, eins og það væri á málþingi í Gerðubergi. Fyrst reyndi ég kurteisu leiðina. Horfði vingjarnlega til baka, og brosti til þeirra. Það gekk ekki. Þegar parið var svo byrjað að benda á tjaldið um leið og það sá eitthvað undravert prófaði ég að líta reiðilega um öxl til þeirra. Það gekk ekki. Í hléinu íhugaði ég hvort ég ætti ekki bara að nefna það við þau að það væri gríðarlegur dónaskapur að tala á meðan á sýningu stendur. Ákvað svo bara að vera bjartsýnn og treysta því að ég hefði komið skilaboðunum áleiðis. Ég hafði rangt fyrir mér. Eftir hlé versnaði ástandið. Á meðan Harry Potter barðist við varúlfa og reyndi hvað hann gat að forðast fangann frá Azkaban hélt parið rökræðum sínum áfram og var greinilega orðið heitt í hamsi. Nú sneri ég mér almennilega við, setti upp augnaráð sem hefði fengið Snape til að titra, setti vísifingur upp að vörum mínum og sussaði hátt. Þau þóttust ekki taka eftir mér, en ég sá bros renna á varir þeirra. Í heila viku hafa þau legið kefluð í dýflissunni heima hjá mér. Þar kom ég fyrir öflugu hátalarakerfi, þar sem ég spila allar útvarpsstöðvarnar í einu á hæsta styrk, stanslaust. Hefndin er sæt. Muna þetta næst. Takk fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun
Birgir Örn Steinarsson reyndi að kenna bíógestum mannasiði. Ég fór að sjá nýju Harry Potter-myndina um daginn. Þetta hefði orðið alveg dásamleg upplifun ef fyrir aftan mig hefði ekki setið par sem lét eins og það væri inni í stofu heima hjá sér. Talaði sín á milli um hversu ólík myndin væri bókinni, látlaust, eins og það væri á málþingi í Gerðubergi. Fyrst reyndi ég kurteisu leiðina. Horfði vingjarnlega til baka, og brosti til þeirra. Það gekk ekki. Þegar parið var svo byrjað að benda á tjaldið um leið og það sá eitthvað undravert prófaði ég að líta reiðilega um öxl til þeirra. Það gekk ekki. Í hléinu íhugaði ég hvort ég ætti ekki bara að nefna það við þau að það væri gríðarlegur dónaskapur að tala á meðan á sýningu stendur. Ákvað svo bara að vera bjartsýnn og treysta því að ég hefði komið skilaboðunum áleiðis. Ég hafði rangt fyrir mér. Eftir hlé versnaði ástandið. Á meðan Harry Potter barðist við varúlfa og reyndi hvað hann gat að forðast fangann frá Azkaban hélt parið rökræðum sínum áfram og var greinilega orðið heitt í hamsi. Nú sneri ég mér almennilega við, setti upp augnaráð sem hefði fengið Snape til að titra, setti vísifingur upp að vörum mínum og sussaði hátt. Þau þóttust ekki taka eftir mér, en ég sá bros renna á varir þeirra. Í heila viku hafa þau legið kefluð í dýflissunni heima hjá mér. Þar kom ég fyrir öflugu hátalarakerfi, þar sem ég spila allar útvarpsstöðvarnar í einu á hæsta styrk, stanslaust. Hefndin er sæt. Muna þetta næst. Takk fyrir.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun