Staflinn á náttborðinu 22. júní 2004 00:01 Freyr Bjarnason á erfitt með að lesa skáldsögurAlltaf lendi ég í sömu vandræðum þegar kemur að því að lesa skáldsögu fyrir svefninn. Annaðhvort get ég ekki byrjað á bókinni, les bara fyrstu línurnar, eða þá að ég les fyrstu 50 blaðsíðurnar, nokkur kvöld í röð, og gefst síðan upp. Fyrir vikið er bókastaflinn við náttborðið mitt orðinn himinhár og mun bráðum snerta loftið með þessu áframhaldi. Hvað er til ráða? Málið er að þegar ég tek mér bókina í hönd er ég mjög bjartsýnn og hef fulla trú á að ég muni eiga ánægjulegan lestur fyrir höndum. Kannski hef ég heyrt að bókin sé skemmtileg og tel mér því trú um að sniðugt væri að lesa hana. Fyrir utan það er auðvitað svo þroskandi að lesa góða bók. Ekkert af þessu dugar hins vegar til og sama hvað ég reyni að sannfæra sjálfan mig fer allt á sama veg. Hugurinn fer að reika, ég missi einbeitinguna og fer að lesa sömu setninguna aftur og aftur. Og enn ein bókin bætist í staflann. Kannski hef ég bara ekki gaman af skáldsögum. Ég veit að ég á auðveldara með að lesa ævisögur með raunverulegum persónum sem ég get tengt sjálfan mig við. Kannski þjáist ég líka af athyglisbresti eftir allt sjónvarpsglápið í gegnum árin. Vil bara láta mata mig í tvo tíma í stað þessa að svitna í marga mánuði yfir feitum doðranti. Eina lausnin sem ég sé er þessi: framvegis ætla ég bara að lesa skáldsögur með innan við 100 blaðsíður þar sem langt er á milli lína og kaflarnir eru margir en stuttir. Það er langþægilegast. Og ekki væri verra ef myndir fylgdu með. Allt annað er tímasóun. Svo hef ég bara ekki lengur pláss á náttborðinu. Stutt og hnitmiðað er málið, annars er ég farinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun
Freyr Bjarnason á erfitt með að lesa skáldsögurAlltaf lendi ég í sömu vandræðum þegar kemur að því að lesa skáldsögu fyrir svefninn. Annaðhvort get ég ekki byrjað á bókinni, les bara fyrstu línurnar, eða þá að ég les fyrstu 50 blaðsíðurnar, nokkur kvöld í röð, og gefst síðan upp. Fyrir vikið er bókastaflinn við náttborðið mitt orðinn himinhár og mun bráðum snerta loftið með þessu áframhaldi. Hvað er til ráða? Málið er að þegar ég tek mér bókina í hönd er ég mjög bjartsýnn og hef fulla trú á að ég muni eiga ánægjulegan lestur fyrir höndum. Kannski hef ég heyrt að bókin sé skemmtileg og tel mér því trú um að sniðugt væri að lesa hana. Fyrir utan það er auðvitað svo þroskandi að lesa góða bók. Ekkert af þessu dugar hins vegar til og sama hvað ég reyni að sannfæra sjálfan mig fer allt á sama veg. Hugurinn fer að reika, ég missi einbeitinguna og fer að lesa sömu setninguna aftur og aftur. Og enn ein bókin bætist í staflann. Kannski hef ég bara ekki gaman af skáldsögum. Ég veit að ég á auðveldara með að lesa ævisögur með raunverulegum persónum sem ég get tengt sjálfan mig við. Kannski þjáist ég líka af athyglisbresti eftir allt sjónvarpsglápið í gegnum árin. Vil bara láta mata mig í tvo tíma í stað þessa að svitna í marga mánuði yfir feitum doðranti. Eina lausnin sem ég sé er þessi: framvegis ætla ég bara að lesa skáldsögur með innan við 100 blaðsíður þar sem langt er á milli lína og kaflarnir eru margir en stuttir. Það er langþægilegast. Og ekki væri verra ef myndir fylgdu með. Allt annað er tímasóun. Svo hef ég bara ekki lengur pláss á náttborðinu. Stutt og hnitmiðað er málið, annars er ég farinn.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun