Hátíðir helgarinnar 23. júní 2004 00:01 Færeyskir dagar verða haldnir í Ólafsvík um helgina. Allir ættu að finna eitthvað til skemmtunar við sitt hæfi því margt er í boði. Örvar Kristjánsson spilar á harmonikku og fer með gamanmál, magadansmærin Helga Braga sýnir magadans, Maggi mjói úr Latabæ kíkir í heimsókn og Árni Johnsen flytur sín allra vinsælustu lög. Á markaði sem verður opinn í húsnæði Húsgeyms á Norðurtanga verða um fjörutíu aðilar með margs konar vörur á boðstólum. Sjá nánar á snb.is Djasshátíð verður haldin á Egilsstöðum í sautjánda skipti. Meðal þeirra sem fram koma þar eru djasssöngkonan Ragnheiður Gröndal ásamt hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar gítarleikara, Blues & Brass sem er átta manna blúsband og Havana-band Tómasar R. Einarssonar. Hátíð sem enginn má missa af. Jónsmessuhátíð verður haldin á Hofsósi um helgina þar sem margt verður til skemmtunar. Í Vesturfarasetrinu verður handverkssýning Fléttunnar, farið verður í kvennareið að hætti Svaða kvenna, í Höfðaborg verður grillveisla, útimarkaður og fleira þar sem mun ríkja sannkölluð útihátíðarstemning. Hátíðinni lýkur síðan með stórdansleik í Höfðaborg þar sem hljómsveitin Upplyfting mun spila. Hvalahátíð verður haldin á Húsavík um helgina þar sem hvalurinn verður í sviðsljósinu. Fyrirlestrar verða haldnir um hvali, hvalaskurð og hvalarannsóknir og flaggskip Greenpeace kemur í heimsókn. Á laugardeginum verður fyrirlestur og myndband um líf Keikós, sandkastalakeppni og síðast en ekki síst býðst fólki að fara í Grímseyjarferð með Norðursiglingu. Þetta og margt fleira á hvalahátíð á Húsavík. Ferðalög Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Færeyskir dagar verða haldnir í Ólafsvík um helgina. Allir ættu að finna eitthvað til skemmtunar við sitt hæfi því margt er í boði. Örvar Kristjánsson spilar á harmonikku og fer með gamanmál, magadansmærin Helga Braga sýnir magadans, Maggi mjói úr Latabæ kíkir í heimsókn og Árni Johnsen flytur sín allra vinsælustu lög. Á markaði sem verður opinn í húsnæði Húsgeyms á Norðurtanga verða um fjörutíu aðilar með margs konar vörur á boðstólum. Sjá nánar á snb.is Djasshátíð verður haldin á Egilsstöðum í sautjánda skipti. Meðal þeirra sem fram koma þar eru djasssöngkonan Ragnheiður Gröndal ásamt hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar gítarleikara, Blues & Brass sem er átta manna blúsband og Havana-band Tómasar R. Einarssonar. Hátíð sem enginn má missa af. Jónsmessuhátíð verður haldin á Hofsósi um helgina þar sem margt verður til skemmtunar. Í Vesturfarasetrinu verður handverkssýning Fléttunnar, farið verður í kvennareið að hætti Svaða kvenna, í Höfðaborg verður grillveisla, útimarkaður og fleira þar sem mun ríkja sannkölluð útihátíðarstemning. Hátíðinni lýkur síðan með stórdansleik í Höfðaborg þar sem hljómsveitin Upplyfting mun spila. Hvalahátíð verður haldin á Húsavík um helgina þar sem hvalurinn verður í sviðsljósinu. Fyrirlestrar verða haldnir um hvali, hvalaskurð og hvalarannsóknir og flaggskip Greenpeace kemur í heimsókn. Á laugardeginum verður fyrirlestur og myndband um líf Keikós, sandkastalakeppni og síðast en ekki síst býðst fólki að fara í Grímseyjarferð með Norðursiglingu. Þetta og margt fleira á hvalahátíð á Húsavík.
Ferðalög Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira