Skór dauðans og antík Adidas-peysa 24. júní 2004 00:01 "Uppáhaldsflíkin mín er Adidas-hettupeysa sem ég keypti þegar ég var unglingur," segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins. "Ég nota þessa peysu ennþá og má segja að hún sé hálfgerð antík," segir Katrín en peysan er fallega blá með hvítum borða yfir sig þvera þar sem stendur Adidas bláum stöfum. "Hún er bara alveg ógeðslega flott. Ég nota hana mikið svona hversdagslega heima fyrir því hún er svo þægileg," segir Katrín um peysuna, sem virkilega hefur staðist tímans tönn. "Síðan man ég greinilega eftir verstu kaupum sem ég hef gert," segir Katrín en það voru rándýrir svartir háhælaðir spariskór sem hún keypti fyrir 2-3 árum. "Ég get hreinlega ekki gengið á þeim og verð að nota þá eingöngu í veislum sem hægt er að sitja í. Ég nota þá því mjög sjaldan," segir Katrín og hlær. "Ég komst að því að þetta væru skór dauðans þegar ég fór á árshátíð og gat eiginlega ekkert dansað. Ég harkaði það nú af mér og reyndi að gera sem best úr þessu," segir Katrín en hún endaði einmitt á því að ganga heim til sín eftir dansleikinn. "Þetta var nú ekki nema fimm mínútna gangur en ég var alveg helaum í nokkra daga á eftir. Maður leggur ýmislegt á sig," segir Katrín að lokum. lilja@frettabladid.is Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
"Uppáhaldsflíkin mín er Adidas-hettupeysa sem ég keypti þegar ég var unglingur," segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins. "Ég nota þessa peysu ennþá og má segja að hún sé hálfgerð antík," segir Katrín en peysan er fallega blá með hvítum borða yfir sig þvera þar sem stendur Adidas bláum stöfum. "Hún er bara alveg ógeðslega flott. Ég nota hana mikið svona hversdagslega heima fyrir því hún er svo þægileg," segir Katrín um peysuna, sem virkilega hefur staðist tímans tönn. "Síðan man ég greinilega eftir verstu kaupum sem ég hef gert," segir Katrín en það voru rándýrir svartir háhælaðir spariskór sem hún keypti fyrir 2-3 árum. "Ég get hreinlega ekki gengið á þeim og verð að nota þá eingöngu í veislum sem hægt er að sitja í. Ég nota þá því mjög sjaldan," segir Katrín og hlær. "Ég komst að því að þetta væru skór dauðans þegar ég fór á árshátíð og gat eiginlega ekkert dansað. Ég harkaði það nú af mér og reyndi að gera sem best úr þessu," segir Katrín en hún endaði einmitt á því að ganga heim til sín eftir dansleikinn. "Þetta var nú ekki nema fimm mínútna gangur en ég var alveg helaum í nokkra daga á eftir. Maður leggur ýmislegt á sig," segir Katrín að lokum. lilja@frettabladid.is
Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Robyn í hönnun Sólar Hansdóttur Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira