Afskorin blóm setja svip 24. júní 2004 00:01 Þegar sumarið er loksins komið og sólin trónir hátt á lofti þá er um að gera að finna hvað sem er til að lífga upp á vistarverur okkar ef ekki er hægt að sleppa sér út í sólskinið. Afskorin blóm eru bæði falleg og gefa góðan ilm sem fyllir herbergið. Á þessum tíma er hægt að fá alls konar falleg blóm og í næstum því hvaða lit sem er. Rannsóknir hafa líka sannað að ef þú ert í vondu skapi eða hefur átt erfiðan dag þá gerir sá einfaldi hlutur að kaupa blóm gæfumuninn og getur komið næstum því öllum í gott skap. Og hver vill ekki vera í góðu skapi á sumrin í góða veðrinu? Að sögn Ómars Ellertssonar, yfirmanns blómadeildar í Blómavali, er allt í gangi um þessar mundir. "Fólk er tilbúið til að kaupa afbrigðileg blóm og leika sér meira með uppstillingar og blómvendi," segir Ómar. "Gerberur sem líta svolítið út eins og sólblóm lífga upp á herbergi og gladíólur eru löng og flott blóm sem sóma sér vel á góðum stað. Síðan er það krusi sem stendur lengst af öllum blómum. Krusi er líka fínn yfir sumartímann þar sem mjög heitt er inn í herbergjum og þolir hann það vel," segir Ómar en bætir við að rósirnar séu samt alltaf langvinsælastar. "Fólki finnst mjög gaman að brjóta upp uppstillingar og það er vinsælt núna og fallegt að hafa eitt og eitt blóm í vasa og hafa kannski tvo eða fleiri vasa hlið við hlið. Það gefur skemmtilegan svip á herbergið," segir Ómar en bæði dökkbleikt og bleikt er mjög vinsælt núna. Ómar notar líka ávexti í blómvendi og finnst gaman að nota til dæmis sítrónur og epli. "Fólk getur líka keypt ódýrt gler hér hjá okkur og sett bæði ávexti og blóm á það fyrir veislur og aðra viðburði sem er mjög skemmtilegt." Ómar er samt aldeilis ekki einn um að skreyta og setja saman fína blómvendi og fær hann dygga aðstoð frá samstarfskonu sinni, Díönu Allansdóttur. Svo er líka alltaf svolítið sætt að einfalt gefa sér tíu mínútur úti á næsta grasblett og tína í fallegan vönd til dæmis úr sóleyjum og fíflum. Það er bæði heimilislegt og fallegt og svo er um að gera að nota ímyndunaraflið til að nota þessi venjulegu blóm úr náttúrunni til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. lilja@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira
Þegar sumarið er loksins komið og sólin trónir hátt á lofti þá er um að gera að finna hvað sem er til að lífga upp á vistarverur okkar ef ekki er hægt að sleppa sér út í sólskinið. Afskorin blóm eru bæði falleg og gefa góðan ilm sem fyllir herbergið. Á þessum tíma er hægt að fá alls konar falleg blóm og í næstum því hvaða lit sem er. Rannsóknir hafa líka sannað að ef þú ert í vondu skapi eða hefur átt erfiðan dag þá gerir sá einfaldi hlutur að kaupa blóm gæfumuninn og getur komið næstum því öllum í gott skap. Og hver vill ekki vera í góðu skapi á sumrin í góða veðrinu? Að sögn Ómars Ellertssonar, yfirmanns blómadeildar í Blómavali, er allt í gangi um þessar mundir. "Fólk er tilbúið til að kaupa afbrigðileg blóm og leika sér meira með uppstillingar og blómvendi," segir Ómar. "Gerberur sem líta svolítið út eins og sólblóm lífga upp á herbergi og gladíólur eru löng og flott blóm sem sóma sér vel á góðum stað. Síðan er það krusi sem stendur lengst af öllum blómum. Krusi er líka fínn yfir sumartímann þar sem mjög heitt er inn í herbergjum og þolir hann það vel," segir Ómar en bætir við að rósirnar séu samt alltaf langvinsælastar. "Fólki finnst mjög gaman að brjóta upp uppstillingar og það er vinsælt núna og fallegt að hafa eitt og eitt blóm í vasa og hafa kannski tvo eða fleiri vasa hlið við hlið. Það gefur skemmtilegan svip á herbergið," segir Ómar en bæði dökkbleikt og bleikt er mjög vinsælt núna. Ómar notar líka ávexti í blómvendi og finnst gaman að nota til dæmis sítrónur og epli. "Fólk getur líka keypt ódýrt gler hér hjá okkur og sett bæði ávexti og blóm á það fyrir veislur og aðra viðburði sem er mjög skemmtilegt." Ómar er samt aldeilis ekki einn um að skreyta og setja saman fína blómvendi og fær hann dygga aðstoð frá samstarfskonu sinni, Díönu Allansdóttur. Svo er líka alltaf svolítið sætt að einfalt gefa sér tíu mínútur úti á næsta grasblett og tína í fallegan vönd til dæmis úr sóleyjum og fíflum. Það er bæði heimilislegt og fallegt og svo er um að gera að nota ímyndunaraflið til að nota þessi venjulegu blóm úr náttúrunni til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. lilja@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira