Afskorin blóm setja svip 24. júní 2004 00:01 Þegar sumarið er loksins komið og sólin trónir hátt á lofti þá er um að gera að finna hvað sem er til að lífga upp á vistarverur okkar ef ekki er hægt að sleppa sér út í sólskinið. Afskorin blóm eru bæði falleg og gefa góðan ilm sem fyllir herbergið. Á þessum tíma er hægt að fá alls konar falleg blóm og í næstum því hvaða lit sem er. Rannsóknir hafa líka sannað að ef þú ert í vondu skapi eða hefur átt erfiðan dag þá gerir sá einfaldi hlutur að kaupa blóm gæfumuninn og getur komið næstum því öllum í gott skap. Og hver vill ekki vera í góðu skapi á sumrin í góða veðrinu? Að sögn Ómars Ellertssonar, yfirmanns blómadeildar í Blómavali, er allt í gangi um þessar mundir. "Fólk er tilbúið til að kaupa afbrigðileg blóm og leika sér meira með uppstillingar og blómvendi," segir Ómar. "Gerberur sem líta svolítið út eins og sólblóm lífga upp á herbergi og gladíólur eru löng og flott blóm sem sóma sér vel á góðum stað. Síðan er það krusi sem stendur lengst af öllum blómum. Krusi er líka fínn yfir sumartímann þar sem mjög heitt er inn í herbergjum og þolir hann það vel," segir Ómar en bætir við að rósirnar séu samt alltaf langvinsælastar. "Fólki finnst mjög gaman að brjóta upp uppstillingar og það er vinsælt núna og fallegt að hafa eitt og eitt blóm í vasa og hafa kannski tvo eða fleiri vasa hlið við hlið. Það gefur skemmtilegan svip á herbergið," segir Ómar en bæði dökkbleikt og bleikt er mjög vinsælt núna. Ómar notar líka ávexti í blómvendi og finnst gaman að nota til dæmis sítrónur og epli. "Fólk getur líka keypt ódýrt gler hér hjá okkur og sett bæði ávexti og blóm á það fyrir veislur og aðra viðburði sem er mjög skemmtilegt." Ómar er samt aldeilis ekki einn um að skreyta og setja saman fína blómvendi og fær hann dygga aðstoð frá samstarfskonu sinni, Díönu Allansdóttur. Svo er líka alltaf svolítið sætt að einfalt gefa sér tíu mínútur úti á næsta grasblett og tína í fallegan vönd til dæmis úr sóleyjum og fíflum. Það er bæði heimilislegt og fallegt og svo er um að gera að nota ímyndunaraflið til að nota þessi venjulegu blóm úr náttúrunni til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. lilja@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Þegar sumarið er loksins komið og sólin trónir hátt á lofti þá er um að gera að finna hvað sem er til að lífga upp á vistarverur okkar ef ekki er hægt að sleppa sér út í sólskinið. Afskorin blóm eru bæði falleg og gefa góðan ilm sem fyllir herbergið. Á þessum tíma er hægt að fá alls konar falleg blóm og í næstum því hvaða lit sem er. Rannsóknir hafa líka sannað að ef þú ert í vondu skapi eða hefur átt erfiðan dag þá gerir sá einfaldi hlutur að kaupa blóm gæfumuninn og getur komið næstum því öllum í gott skap. Og hver vill ekki vera í góðu skapi á sumrin í góða veðrinu? Að sögn Ómars Ellertssonar, yfirmanns blómadeildar í Blómavali, er allt í gangi um þessar mundir. "Fólk er tilbúið til að kaupa afbrigðileg blóm og leika sér meira með uppstillingar og blómvendi," segir Ómar. "Gerberur sem líta svolítið út eins og sólblóm lífga upp á herbergi og gladíólur eru löng og flott blóm sem sóma sér vel á góðum stað. Síðan er það krusi sem stendur lengst af öllum blómum. Krusi er líka fínn yfir sumartímann þar sem mjög heitt er inn í herbergjum og þolir hann það vel," segir Ómar en bætir við að rósirnar séu samt alltaf langvinsælastar. "Fólki finnst mjög gaman að brjóta upp uppstillingar og það er vinsælt núna og fallegt að hafa eitt og eitt blóm í vasa og hafa kannski tvo eða fleiri vasa hlið við hlið. Það gefur skemmtilegan svip á herbergið," segir Ómar en bæði dökkbleikt og bleikt er mjög vinsælt núna. Ómar notar líka ávexti í blómvendi og finnst gaman að nota til dæmis sítrónur og epli. "Fólk getur líka keypt ódýrt gler hér hjá okkur og sett bæði ávexti og blóm á það fyrir veislur og aðra viðburði sem er mjög skemmtilegt." Ómar er samt aldeilis ekki einn um að skreyta og setja saman fína blómvendi og fær hann dygga aðstoð frá samstarfskonu sinni, Díönu Allansdóttur. Svo er líka alltaf svolítið sætt að einfalt gefa sér tíu mínútur úti á næsta grasblett og tína í fallegan vönd til dæmis úr sóleyjum og fíflum. Það er bæði heimilislegt og fallegt og svo er um að gera að nota ímyndunaraflið til að nota þessi venjulegu blóm úr náttúrunni til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. lilja@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira