Lífið

Hönnun tileinkuð matargerð

Ítalía er af mörgum talin tróna á toppnum á svið hönnunar og matargerðar. Fratelli Guzzini stofnaði fyrirtæki sitt árið 1913, hönnunarfyrirtæki tileinkað matargerðarlistinni. Hann fór ótroðnar slóðir í efnisnotkun við hönnun sína, plastefni var honum hugleikið frá fyrstu tíð og hann var með þeim fyrstu að framleiða eldhúsáhöld úr plexigleri, en það efni hafði ekki sést áður í hönnun nema í heriðnaði. Þarna opnaðist ný gátt sem enn er í þróun í dag. Áherslan í hönnun Guzzini er í meginatriðum á eldhúsið, mat og matreiðslu. Fjöldinn allur af hönnuðum starfar nú undir merki Guzzini og vöruúrvalið er fjölbreytt. Ending og notagildi eru einkunnarorð fyrirtækisins, gæðastaðallinn er hár og verðið sanngjarnt. Guzzini-vörurnar eru fáanlegar í versluninni Art-Form á Skólavörðustígnum. fratelliguzzini.com





Fleiri fréttir

Sjá meira


×