Líflegar bóndarósir 25. júní 2004 00:01 Þær eru blómlegar bóndarósirnar í garðinum hans Kristjáns Vídalín Jónssonar, skrúðgarðyrkjumeistara þar sem þær standa útsprungnar í góðu skjóli sunnan við hús hans í Barmahlíðinni. Liturinn djúpur og hreinn, hvort sem um er að ræða bleikar, rauðar eða dökkrauðar. Kristján á mörg afbrigði því alls lumar hann á 26 bóndarósum en þær eru mislangt á veg komnar í blómguninni. "Ég ætlaði bara að eiga þrjú stykki, rauða, bleika og hvíta en fékk aldrei þá hvítu því þær reyndust alltaf rauðar eða bleikar þegar þær sprungu út. Eina fékk ég í vor sem ég taldi vera hvíta en hún hefur misfarist í kuldanum í maí," segir Kristján. Hann segir rósirnar stundum hafa verið stærri en nú og sýnir eina sem hann kallar Cinesis sem nú er með tvo smáa knúbba en bar 25 blóm í fyrra. En hver er hans aðferð við ræktunina? "Hún er sú að á þurrum degi á vorin, meðan laukar rósarinnar eru enn í dvala niðri í moldinni, tek ég skrælnuðu laufin af henni frá fyrra ári og myl þau niður yfir beðið. Það er góður áburður. Geri svo um fimm sentimetra djúpa rás kringum hverja rós og helli þörungamjöli í hana því það er næringaráburður en ekki köfnunarefni. Þetta tel ég vera lykilinn að þessum tæra lit blómanna," svarar Kristján. Hann kveðst hafa svipaðan hátt á við aðra hluta garðsins. Þar hefur ekki komið korn af tilbúnum áburði í tíu ár heldur einungis fölnuðu laufin sem mulin eru niður þannig að úr verður stöðug hringrás. Grasbalann slær hann að minnsta kosti á fimm daga fresti og lætur afraksturinn ganga ofan í svörðinn. Þannig elur hann ánamaðkana sem aftur launa fyrir sig með mosalausri grasrót. "Maðkarnir eru mínir vinnukallar, þeir hleypa súrefninu inn í moldina," segir meistarinn að lokum. gun@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Þær eru blómlegar bóndarósirnar í garðinum hans Kristjáns Vídalín Jónssonar, skrúðgarðyrkjumeistara þar sem þær standa útsprungnar í góðu skjóli sunnan við hús hans í Barmahlíðinni. Liturinn djúpur og hreinn, hvort sem um er að ræða bleikar, rauðar eða dökkrauðar. Kristján á mörg afbrigði því alls lumar hann á 26 bóndarósum en þær eru mislangt á veg komnar í blómguninni. "Ég ætlaði bara að eiga þrjú stykki, rauða, bleika og hvíta en fékk aldrei þá hvítu því þær reyndust alltaf rauðar eða bleikar þegar þær sprungu út. Eina fékk ég í vor sem ég taldi vera hvíta en hún hefur misfarist í kuldanum í maí," segir Kristján. Hann segir rósirnar stundum hafa verið stærri en nú og sýnir eina sem hann kallar Cinesis sem nú er með tvo smáa knúbba en bar 25 blóm í fyrra. En hver er hans aðferð við ræktunina? "Hún er sú að á þurrum degi á vorin, meðan laukar rósarinnar eru enn í dvala niðri í moldinni, tek ég skrælnuðu laufin af henni frá fyrra ári og myl þau niður yfir beðið. Það er góður áburður. Geri svo um fimm sentimetra djúpa rás kringum hverja rós og helli þörungamjöli í hana því það er næringaráburður en ekki köfnunarefni. Þetta tel ég vera lykilinn að þessum tæra lit blómanna," svarar Kristján. Hann kveðst hafa svipaðan hátt á við aðra hluta garðsins. Þar hefur ekki komið korn af tilbúnum áburði í tíu ár heldur einungis fölnuðu laufin sem mulin eru niður þannig að úr verður stöðug hringrás. Grasbalann slær hann að minnsta kosti á fimm daga fresti og lætur afraksturinn ganga ofan í svörðinn. Þannig elur hann ánamaðkana sem aftur launa fyrir sig með mosalausri grasrót. "Maðkarnir eru mínir vinnukallar, þeir hleypa súrefninu inn í moldina," segir meistarinn að lokum. gun@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið