Af auðmýkt og endurnýjun lífdaga 26. júní 2004 00:01 Æviráðning opinberra embættismanna var afnumin fyrir nokkrum árum. Það var skynsamleg ákvörðun. Ekki er hollt, hvorki fyrir viðkomandi embættismann né þjóðfélagið, að sami maður ríki yfir stofnun um langt árabil. Völd og áhrif til langs tíma sljóvga jafnan - og spilla jafnvel - sama hve grandvarir menn eru og gætnir í upphafi. Auðvitað eru frá þessu margar undantekningar en á þeim er ekki rétt að byggja regluna. Hæstaréttardómarar eru sér á báti. Ekki hefur verið rætt um að afnema æviráðningu þeirra í embætti. Þeir geta þó farið nokkrum árum fyrr en aðrir embættismenn á full eftirlaun. En ekki mun neitt dæmi þess að hæstaréttardómari hafi horfið úr embætti án þess að hafa annað hvort verið búinn að tryggja sér full eftirlaun eða annað sambærilegt starf. Kemur svo sem engum á óvart. Ætli við hugsum ekki flest þannig sjálf? Í ljósi þessa vekur tilkynning Péturs Kr. Hafstein í síðustu viku meiri athygli en ella. Hann er aðeins 55 ára gamall en ákveður nú að biðjast lausnar frá embætti hæstaréttardómara til að geta sinnt hugðarefnum sínum, hestamennsku og háskólanámi í sagnfræði. Væntanlega er traustur efnahagur forsenda fyrir ákvörðun að þessu tagi, því ekki fær dómarinn nema brot af þeim launum sem hann fengi ef hann hætti við vanaleg aldursmörk. En efnahagur manna er ekki aðalatriðið þegar svona ákvarðanir eru teknar. Margir vel stæðir menn kjósa að halda í opinber embætti sín von úr viti, ekki launanna vegna heldur vegna valda og áhrifa, virðingar og samfélagsstöðu.Í því ljósi er ákvörðun Péturs Kr. Hafstein svo lofsferð að manni kemur ekki í hug nema eitt orð, nútímalegt eins og ákvörðunin, flott. Ekki minnkar álitið á dómaranum við þær fréttir að hann, langskólagenginn og lærður lögspekingur, hafi ákveðið að setjast á skólabekk með ungu fólki, sem er að byrja háskólanám, til að nema sögu. Pétur hefði hæglega getað haslað sér völl í sagnfræði án þess að leggja stund á greinina í háskólanum, eins og mörg fordæmi eru fyrir. Leiðin sem hann valdi er til marks um óvanalegt lítillæti. Um leið og hún stækkar hann - og það gerir hún sannarlega - eflir hún álit háskóladeildarinnar, ekki síst í augum þess unga fólks sem þar er að hefja nám. Í hugann kemur indverskt spakmæli sem segir: "Aldinviðir hneigja sig niður þegar þeir bera gnótt ávaxta, ský fara því lægra sem þau eru vatnsríkari, og öðlingar þjóðar eru því lítillátari sem þeir eru fleiri mannkostum búnir". Manni verður af þessu tilefni ósjálfrátt hugsað til annarra manna sem standa á vegamótum. Alþingismenn og ráðherrar eru ekki æviráðnir (- til allrar hamingju!). Fæstir geta ráðið því algjörlega einir hve lengi þeir eru á vettvangi. Stunda taka kjósendur af þeim ráðin - og skeyta þá engu um hve lengi þeir hafa verið völd og stundum ekki heldur hvort þeir hafa staðið sig vel eða illa. Höfundur þessarar greinar fæddist sama árið og Gylfi Þ. Gíslason varð menntamálaráðherra vinstri stjórnarinnar fyrstu 1956 og var í gagnfræðaskóla þegar hann missti embættið í kjölfar kosningaósigurs viðreisnarstjórnarinnar árið 1971. Í augum unglings í Reykjavík var Gylfi jafn ómissandi partur af tilverunni og Esjan. Mér hefur alltaf þótt það Gylfa til mikils álitsauka hvernig hann haslaði sér völl að nýju sem háskólaprófessor, fræðimaður og rithöfundur eftir meira en tuttugu ára stjórnmálavastur. "Kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki", segja kaldlyndir menn. Og víst er að engir menn - segjum þó fáir í varðúðarskyni - eru alveg ómissandi. Sumir skila að vísu meira og betra dagsverki en aðrir eins og gengur. En þeirra tími kemur líka. Gamlir vinir og baráttufélagar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra hafa um skeið verið hugsi yfir þeim tímamótum sem framundan eru í haust eftir feril sem óhætt mun að segja að sé, að minnsta kosti á köflum, ótrúlega glæsilegur. Sumir geta ekki sætt sig við tilhugsunina um landsstjórnina án hans í forsæti. Þeir róa að því öllum árum að hann finni leið til að halda áfram stjórnmálaþátttöku og helst forystu líka. Við höfum mörg tilhneigingu til þess að hafa samúð með þessu viðhorfi, þótt ósammála séum ýmsu sem forsætisráðherra hefur aðhafst að undanförnu; treystum því einhvern veginn ekki almennilega að festan og stöðugleikinn, sem hann hefur staðið fyrir, haldi áfram. En tímans rás stöðvar enginn. Hollt er sálinni að bægja hugsunum af þessu tagi frá sér. Þeir sem studdu Davíð Oddsson til valda og áhrifa á níunda og tíunda áratugnum gerðu það ekki í greiðaskyni við persónuna heldur vegna þeirra hugmynda sem Davíð vildi berjast fyrir og vegna þess að hann var álitinn hæfastur manna til að bera þær fram til sigurs. Sem og gerðist smám saman á tíunda áratugnum. Menn eru stöðugt með vangaveltur um það hvort Davíð Oddsson verði nú dómsmálaráðherra í haust eða láti skipa sig seðlabankastjóra, sendiherra eða í einhverja aðra háa stöðu. Ég held að ekkert af þessu gerist. Ég held að forsætisráðherra, sem þjóðinni er farið að þykja drambsamasti maður landsins, muni sýna á sér öndverðu hliðina þegar stundin loks rennur upp. Ég er ekki að spá því að hann setjist á skólabekk með Pétri Kr. Hafstein - þótt það væri óneitanlega skemmtilegt. Aftur á móti treysti ég því að hin sterka söguvitund og söguskynjun, sem alla tíð hefur verið ríkur þáttur í fari forsætisráðherra, leiði til þess að hann yfirgefi völlinn hvorki sneypulega né með brauki og bramli, enda væri hvort tveggja ósæmandi, heldur á sinn sérstaka hátt og gangi síðan í endurnýjun lífdaganna. Með óvanalegt atgervi í veganesti er aldrei að vita nema seinni hlutinn geti jafnvel tekið hinum fyrri fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Æviráðning opinberra embættismanna var afnumin fyrir nokkrum árum. Það var skynsamleg ákvörðun. Ekki er hollt, hvorki fyrir viðkomandi embættismann né þjóðfélagið, að sami maður ríki yfir stofnun um langt árabil. Völd og áhrif til langs tíma sljóvga jafnan - og spilla jafnvel - sama hve grandvarir menn eru og gætnir í upphafi. Auðvitað eru frá þessu margar undantekningar en á þeim er ekki rétt að byggja regluna. Hæstaréttardómarar eru sér á báti. Ekki hefur verið rætt um að afnema æviráðningu þeirra í embætti. Þeir geta þó farið nokkrum árum fyrr en aðrir embættismenn á full eftirlaun. En ekki mun neitt dæmi þess að hæstaréttardómari hafi horfið úr embætti án þess að hafa annað hvort verið búinn að tryggja sér full eftirlaun eða annað sambærilegt starf. Kemur svo sem engum á óvart. Ætli við hugsum ekki flest þannig sjálf? Í ljósi þessa vekur tilkynning Péturs Kr. Hafstein í síðustu viku meiri athygli en ella. Hann er aðeins 55 ára gamall en ákveður nú að biðjast lausnar frá embætti hæstaréttardómara til að geta sinnt hugðarefnum sínum, hestamennsku og háskólanámi í sagnfræði. Væntanlega er traustur efnahagur forsenda fyrir ákvörðun að þessu tagi, því ekki fær dómarinn nema brot af þeim launum sem hann fengi ef hann hætti við vanaleg aldursmörk. En efnahagur manna er ekki aðalatriðið þegar svona ákvarðanir eru teknar. Margir vel stæðir menn kjósa að halda í opinber embætti sín von úr viti, ekki launanna vegna heldur vegna valda og áhrifa, virðingar og samfélagsstöðu.Í því ljósi er ákvörðun Péturs Kr. Hafstein svo lofsferð að manni kemur ekki í hug nema eitt orð, nútímalegt eins og ákvörðunin, flott. Ekki minnkar álitið á dómaranum við þær fréttir að hann, langskólagenginn og lærður lögspekingur, hafi ákveðið að setjast á skólabekk með ungu fólki, sem er að byrja háskólanám, til að nema sögu. Pétur hefði hæglega getað haslað sér völl í sagnfræði án þess að leggja stund á greinina í háskólanum, eins og mörg fordæmi eru fyrir. Leiðin sem hann valdi er til marks um óvanalegt lítillæti. Um leið og hún stækkar hann - og það gerir hún sannarlega - eflir hún álit háskóladeildarinnar, ekki síst í augum þess unga fólks sem þar er að hefja nám. Í hugann kemur indverskt spakmæli sem segir: "Aldinviðir hneigja sig niður þegar þeir bera gnótt ávaxta, ský fara því lægra sem þau eru vatnsríkari, og öðlingar þjóðar eru því lítillátari sem þeir eru fleiri mannkostum búnir". Manni verður af þessu tilefni ósjálfrátt hugsað til annarra manna sem standa á vegamótum. Alþingismenn og ráðherrar eru ekki æviráðnir (- til allrar hamingju!). Fæstir geta ráðið því algjörlega einir hve lengi þeir eru á vettvangi. Stunda taka kjósendur af þeim ráðin - og skeyta þá engu um hve lengi þeir hafa verið völd og stundum ekki heldur hvort þeir hafa staðið sig vel eða illa. Höfundur þessarar greinar fæddist sama árið og Gylfi Þ. Gíslason varð menntamálaráðherra vinstri stjórnarinnar fyrstu 1956 og var í gagnfræðaskóla þegar hann missti embættið í kjölfar kosningaósigurs viðreisnarstjórnarinnar árið 1971. Í augum unglings í Reykjavík var Gylfi jafn ómissandi partur af tilverunni og Esjan. Mér hefur alltaf þótt það Gylfa til mikils álitsauka hvernig hann haslaði sér völl að nýju sem háskólaprófessor, fræðimaður og rithöfundur eftir meira en tuttugu ára stjórnmálavastur. "Kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki", segja kaldlyndir menn. Og víst er að engir menn - segjum þó fáir í varðúðarskyni - eru alveg ómissandi. Sumir skila að vísu meira og betra dagsverki en aðrir eins og gengur. En þeirra tími kemur líka. Gamlir vinir og baráttufélagar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra hafa um skeið verið hugsi yfir þeim tímamótum sem framundan eru í haust eftir feril sem óhætt mun að segja að sé, að minnsta kosti á köflum, ótrúlega glæsilegur. Sumir geta ekki sætt sig við tilhugsunina um landsstjórnina án hans í forsæti. Þeir róa að því öllum árum að hann finni leið til að halda áfram stjórnmálaþátttöku og helst forystu líka. Við höfum mörg tilhneigingu til þess að hafa samúð með þessu viðhorfi, þótt ósammála séum ýmsu sem forsætisráðherra hefur aðhafst að undanförnu; treystum því einhvern veginn ekki almennilega að festan og stöðugleikinn, sem hann hefur staðið fyrir, haldi áfram. En tímans rás stöðvar enginn. Hollt er sálinni að bægja hugsunum af þessu tagi frá sér. Þeir sem studdu Davíð Oddsson til valda og áhrifa á níunda og tíunda áratugnum gerðu það ekki í greiðaskyni við persónuna heldur vegna þeirra hugmynda sem Davíð vildi berjast fyrir og vegna þess að hann var álitinn hæfastur manna til að bera þær fram til sigurs. Sem og gerðist smám saman á tíunda áratugnum. Menn eru stöðugt með vangaveltur um það hvort Davíð Oddsson verði nú dómsmálaráðherra í haust eða láti skipa sig seðlabankastjóra, sendiherra eða í einhverja aðra háa stöðu. Ég held að ekkert af þessu gerist. Ég held að forsætisráðherra, sem þjóðinni er farið að þykja drambsamasti maður landsins, muni sýna á sér öndverðu hliðina þegar stundin loks rennur upp. Ég er ekki að spá því að hann setjist á skólabekk með Pétri Kr. Hafstein - þótt það væri óneitanlega skemmtilegt. Aftur á móti treysti ég því að hin sterka söguvitund og söguskynjun, sem alla tíð hefur verið ríkur þáttur í fari forsætisráðherra, leiði til þess að hann yfirgefi völlinn hvorki sneypulega né með brauki og bramli, enda væri hvort tveggja ósæmandi, heldur á sinn sérstaka hátt og gangi síðan í endurnýjun lífdaganna. Með óvanalegt atgervi í veganesti er aldrei að vita nema seinni hlutinn geti jafnvel tekið hinum fyrri fram.