Í kvenmannsjakka með sítt hár 1. júlí 2004 00:01 "Fyrir svona um það bil þrem til fjórum árum lenti ég í illa í artíhippatímabili," segir Ágúst Bent, útvarpsmaður á Rás 2 og tónlistarmaður. "Þetta er eina tímabilið á ævi minni sem ég hef nennt að kaupa mér föt. Ég kaupi mér aldrei föt en á þessum tímabili hálffyllti ég fataskápinn af bleikum skyrtum og útvíðum buxum," segir Bent og bætir við að hann eigi örugglega tíu bleikar skyrtur, ef ekki fleiri. "Ég á rosalega lítið af fötum því ég nenni aldrei að kaupa mér þau og því tekur þessi hryllingur yfir hálfan fataskápinn." Aðspurður um hvort hann hafi gengið alla leið og smellt á sig skuplu, hálsklútum og glingri til að reyna að vera alvöruhippi þá segist Bent ekki hafa dottið svo djúpt í sukkið. "Ég lét nægja að ganga í bleiku skyrtunum og útvíðu buxunum, í kvenmannsjakka með sítt hár," segir Bent."Kærastan mín reyndi nú einu sinni að fara með þennan fatnað í Kolaportið en það gekk ekkert. Það seldist ekki neitt," segir Bent, sem örvæntir þó ekki. "Ég las nú einhvers staðar að bleikur væri litur metrosexual-karlmanna í sumar og því er aldrei að vita hvort það seljist ekki betur í Kolaportinu núna."Bent er nú á fullu í dagskrágerð á Rás 2 og er einnig að gera sitthvað í tónlistinni. Hann hefur verið að rappa með rapparanum 7Berg og stefna þeir félagar að plötuútgáfu á næstunni. Einnig er hefur Bent verið í hljómsveitinni Rottweiler um nokkurt skeið og eru þeir að vinna bæði lag og myndband sem aðdáendur hljómsveitarinnar bíða eflaust spenntir eftir. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Fyrir svona um það bil þrem til fjórum árum lenti ég í illa í artíhippatímabili," segir Ágúst Bent, útvarpsmaður á Rás 2 og tónlistarmaður. "Þetta er eina tímabilið á ævi minni sem ég hef nennt að kaupa mér föt. Ég kaupi mér aldrei föt en á þessum tímabili hálffyllti ég fataskápinn af bleikum skyrtum og útvíðum buxum," segir Bent og bætir við að hann eigi örugglega tíu bleikar skyrtur, ef ekki fleiri. "Ég á rosalega lítið af fötum því ég nenni aldrei að kaupa mér þau og því tekur þessi hryllingur yfir hálfan fataskápinn." Aðspurður um hvort hann hafi gengið alla leið og smellt á sig skuplu, hálsklútum og glingri til að reyna að vera alvöruhippi þá segist Bent ekki hafa dottið svo djúpt í sukkið. "Ég lét nægja að ganga í bleiku skyrtunum og útvíðu buxunum, í kvenmannsjakka með sítt hár," segir Bent."Kærastan mín reyndi nú einu sinni að fara með þennan fatnað í Kolaportið en það gekk ekkert. Það seldist ekki neitt," segir Bent, sem örvæntir þó ekki. "Ég las nú einhvers staðar að bleikur væri litur metrosexual-karlmanna í sumar og því er aldrei að vita hvort það seljist ekki betur í Kolaportinu núna."Bent er nú á fullu í dagskrágerð á Rás 2 og er einnig að gera sitthvað í tónlistinni. Hann hefur verið að rappa með rapparanum 7Berg og stefna þeir félagar að plötuútgáfu á næstunni. Einnig er hefur Bent verið í hljómsveitinni Rottweiler um nokkurt skeið og eru þeir að vinna bæði lag og myndband sem aðdáendur hljómsveitarinnar bíða eflaust spenntir eftir.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög