Morrissey og rassaskoran ógurlega 4. júlí 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu. Skíturinn er kominn svo langt undir neglurnar að ég held að ég þurfi að láta hann vaxa úr. Gönguskórnir mínir eru orðnir svo þungir af leðjunni að ég veit ekki lengur hvort þeir eru að leiða mig áfram, eða ég þá. Geng samt endalaust á milli tónleikatjalda og gleymi mér í því sem er á sviðinu. Er nánast búinn að standa uppréttur í þrjá daga, stanslaust. Vinur minn hringdi á laugardagskvöldið, stuttu eftir að ég sá Morrissey, og þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki átt almennilegt samtal við neinn í rúman sólarhring. Hafði ekki notað röddina nema rétt til þess að heilsa kunningjum, eða panta mat. Lítill bjór í gær. Einn ráfandi um í maurahrúgunni, með mitt hlutverk, sem ég sinni þegjandi. Laugardagurinn var einn besti tónleikadagurinn. Byrjaði daginn á Desert Blues frá Malí. Það var ótrúlega seiðandi og gefandi. Gott að fanga galdurinn svona snemma dags. Sá Matthew Herbert Big Band, frábær hugmynd. Teknóbolti með risadjassband. Fólk spilaði á blöðrur og Herbert var með frábært vídeósjó við. Þetta var víst fyrsta giggið þeirra en þau eiga greinilega eftir að slípa nokkra enda. Sá Lali Puna, þau voru æðisleg. Rölti yfir á Iggy Pop. Maðurinn er ótrúlegur. Enn ber að ofan, á sjötugsaldri. Með gallabuxurnar hangandi á sér, í engum nærbuxum. Rassaskoran í aðalhlutverki. Hann hafði makað á sig svo miklu brúnkukremi að hann leit út eins og leðju útötuð standpína. Svona verður Krummi í Mínus líklegast eftir 50 ár. Fór út af Kings og Leon eftir fjögur lög. Tók áhættu og fór á danska rokkskvísu sem heitir Kira and the Kindred Spirits. Henni var lýst sem danskri blöndu af PJ Harvey og Janis Joplin. Hljómaði áhugavert, en svo þegar ég kom á staðinn áttaði ég mig á því að þetta er ekki lýsing á góðum hlut. Helvíti slæmt. The Shins björguðu svo stemningunni eftir það. Frábær tónleikasveit. Sá næst Morrissey. Hann var alveg stórkostlegur. Tók þrjú Smiths lög, tvö eldri sólólög og svo bara lög af þessari frábæru nýju plötu hans. Hann spurði; "Are you bored to death?" og hópurinn svaraði "NO!" Þá sagði hann; "You will be!" Reyndi að komast í stemningu yfir Baba Zula og Ty á eftir, en Morrissey var bara of mikil upplifun til þess að fara ekki í háttinn. Í dag er planið að sjá Zero 7, Dizzee Rascal, The Von Bondies, Santana, Franz Ferdinand, Wu-Tang Clan, Muse og Scissor Sisters. Það stefnir í blautan dag. Þegar þið lesið þetta verður maurahrúgan sundruð og ég á leiðinni heim. Engar áhyggjur, á næsta ári verður stofnað hér nýtt maurabú. Það verður kannski ekki það sama, en þó alltaf svipað. Þetta er Biggi maur að stimpla sig út af Hróarskelduhátíðinni. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelduhátíðin, sunnudagur 4. júlí. Lífið Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu. Skíturinn er kominn svo langt undir neglurnar að ég held að ég þurfi að láta hann vaxa úr. Gönguskórnir mínir eru orðnir svo þungir af leðjunni að ég veit ekki lengur hvort þeir eru að leiða mig áfram, eða ég þá. Geng samt endalaust á milli tónleikatjalda og gleymi mér í því sem er á sviðinu. Er nánast búinn að standa uppréttur í þrjá daga, stanslaust. Vinur minn hringdi á laugardagskvöldið, stuttu eftir að ég sá Morrissey, og þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki átt almennilegt samtal við neinn í rúman sólarhring. Hafði ekki notað röddina nema rétt til þess að heilsa kunningjum, eða panta mat. Lítill bjór í gær. Einn ráfandi um í maurahrúgunni, með mitt hlutverk, sem ég sinni þegjandi. Laugardagurinn var einn besti tónleikadagurinn. Byrjaði daginn á Desert Blues frá Malí. Það var ótrúlega seiðandi og gefandi. Gott að fanga galdurinn svona snemma dags. Sá Matthew Herbert Big Band, frábær hugmynd. Teknóbolti með risadjassband. Fólk spilaði á blöðrur og Herbert var með frábært vídeósjó við. Þetta var víst fyrsta giggið þeirra en þau eiga greinilega eftir að slípa nokkra enda. Sá Lali Puna, þau voru æðisleg. Rölti yfir á Iggy Pop. Maðurinn er ótrúlegur. Enn ber að ofan, á sjötugsaldri. Með gallabuxurnar hangandi á sér, í engum nærbuxum. Rassaskoran í aðalhlutverki. Hann hafði makað á sig svo miklu brúnkukremi að hann leit út eins og leðju útötuð standpína. Svona verður Krummi í Mínus líklegast eftir 50 ár. Fór út af Kings og Leon eftir fjögur lög. Tók áhættu og fór á danska rokkskvísu sem heitir Kira and the Kindred Spirits. Henni var lýst sem danskri blöndu af PJ Harvey og Janis Joplin. Hljómaði áhugavert, en svo þegar ég kom á staðinn áttaði ég mig á því að þetta er ekki lýsing á góðum hlut. Helvíti slæmt. The Shins björguðu svo stemningunni eftir það. Frábær tónleikasveit. Sá næst Morrissey. Hann var alveg stórkostlegur. Tók þrjú Smiths lög, tvö eldri sólólög og svo bara lög af þessari frábæru nýju plötu hans. Hann spurði; "Are you bored to death?" og hópurinn svaraði "NO!" Þá sagði hann; "You will be!" Reyndi að komast í stemningu yfir Baba Zula og Ty á eftir, en Morrissey var bara of mikil upplifun til þess að fara ekki í háttinn. Í dag er planið að sjá Zero 7, Dizzee Rascal, The Von Bondies, Santana, Franz Ferdinand, Wu-Tang Clan, Muse og Scissor Sisters. Það stefnir í blautan dag. Þegar þið lesið þetta verður maurahrúgan sundruð og ég á leiðinni heim. Engar áhyggjur, á næsta ári verður stofnað hér nýtt maurabú. Það verður kannski ekki það sama, en þó alltaf svipað. Þetta er Biggi maur að stimpla sig út af Hróarskelduhátíðinni. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelduhátíðin, sunnudagur 4. júlí.
Lífið Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira