Aukinn áhugi á sjálfboðastörfum 5. júlí 2004 00:01 Frá áramótum hafa hundrað og tuttugu nýir sjálfboðaliðar bæst í hóp tæplega ellefu hundruð manns sem sinna reglubundnu sjálfboðastarfi fyrir Rauða kross Íslands. Á árinu 2003 fjölgaði sjálfboðaliðum um tuttugu og átta prósent og hlutfall sjálfboðaliða 35 ára og yngri hefur aukist verulega síðustu ár og er nú um fjörutíu prósent. Aukinn sveigjanleiki og áhersla á fræðslu fyrir sjálfboðaliða og kynningar á verkefnum og hugsjónum Rauða krossins meðal almennings og í skólum hefur mælst vel fyrir því ungt fólk er í auknum mæli að koma inn í félagið. "Þau störf sem um ræðir eru að heimsækja sjúka, einmana og fanga; störf í sölubúðum og bókasafnsþjónusta á spítölum, starf með geðfötluðum, félagsstarf með ungu fólki og að vinna að neyðarvörnum. Stærstu hópar sjálfboðaliðanna eru fólk 66 ára og eldri og fólk yngra en 25 ára. Mikil fjölbreytni í verkefnum deilda félagsins skilar sér greinilega í meiri áhuga almennings á að gefa nokkrar stundir í mánuði í þágu þeirra sem á þurfa að halda. Að hluta til held ég að ástæðan geti einnig legið í betri og markvissari skráningu sem hefur verið endurbætt hjá hreyfingunni til muna," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum. Sem dæmi um nýtt verkefni má nefna starf með ungum innflytjendum á vegum Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands. Verkefnið felur í sér að nemendur móttökudeilda nýbúa í Hjallaskóla koma einu sinni í viku eftir skóla í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem þeir geta meðal annars fengið aðstoð við heimanámið, málörvun og fræðslu um félagsstarf í Kópavogi í gegnum kynningarstarf og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því. Verkefnið er hugsað sem eins konar samfélagsfræðsla sem börnin og sjálfboðaliðar geti haft gagn og gaman af. Martin Ho er 19 ára og kemur frá Filippseyjum. Hann hefur búið á Íslandi í 10 ár og hefur starfað á vegum ungmennahreyfingar Rauða krossins síðan í nóvember í Rauða kross fatabúðinni á Laugaveginum. "Ég var atvinnulaus og langaði að prófa að vinna við þetta og sótti því um. Ég vinn að jafnaði tvisvar í mánuði og hef kynnst fullt af fólki í kringum þetta og líkar starfið vel," segir hann. Martin er að leita sér að launaðri vinnu en þrátt fyrir að hann fái hana ætlar hann engu að síður að halda sjálfboðastarfi sínu áfram fyrir Rauða krossinn. "Ég vil vinna þarna til að hjálpa fólki og láta gott af mér leiða," segir hann. Álfrún Edda Ágústsdóttir vinnur sem sjálfboðaliði í heimsóknarþjónustu Rauða krossins og hefur gert síðan 1978. "Mér líkar starfið afar vel sem er bæði gefandi og þakklátt. Á miðvikudögum frá 15 til 17 sit ég við símann og tek við beiðnum frá fólki um heimsóknir. Á þessum tíma getur fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í sjálfboðavinnunni einnig hringt og skráð sig hjá okkur og núna yfir sumartímann er vöntun á sjálfboðaliðum hjá okkur því að það eru margir í sumarfríi. Geta þeir sem hafa áhuga hringt til okkar á miðvikudögum á milli 15 til 19 í síma 551 8800. Auk þess sem ég sinni þessu fylgi ég öllum nýjum sjálfboðaliðum í fyrstu heimsókn og leiðbeini þeim og kynni sjúkravininn og sjálfboðaliðann," segir Álfrún Edda. Atvinna Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Vegabréfinu hent í ruslið og sonurinn varð eftir í London Ferðalög Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
Frá áramótum hafa hundrað og tuttugu nýir sjálfboðaliðar bæst í hóp tæplega ellefu hundruð manns sem sinna reglubundnu sjálfboðastarfi fyrir Rauða kross Íslands. Á árinu 2003 fjölgaði sjálfboðaliðum um tuttugu og átta prósent og hlutfall sjálfboðaliða 35 ára og yngri hefur aukist verulega síðustu ár og er nú um fjörutíu prósent. Aukinn sveigjanleiki og áhersla á fræðslu fyrir sjálfboðaliða og kynningar á verkefnum og hugsjónum Rauða krossins meðal almennings og í skólum hefur mælst vel fyrir því ungt fólk er í auknum mæli að koma inn í félagið. "Þau störf sem um ræðir eru að heimsækja sjúka, einmana og fanga; störf í sölubúðum og bókasafnsþjónusta á spítölum, starf með geðfötluðum, félagsstarf með ungu fólki og að vinna að neyðarvörnum. Stærstu hópar sjálfboðaliðanna eru fólk 66 ára og eldri og fólk yngra en 25 ára. Mikil fjölbreytni í verkefnum deilda félagsins skilar sér greinilega í meiri áhuga almennings á að gefa nokkrar stundir í mánuði í þágu þeirra sem á þurfa að halda. Að hluta til held ég að ástæðan geti einnig legið í betri og markvissari skráningu sem hefur verið endurbætt hjá hreyfingunni til muna," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum. Sem dæmi um nýtt verkefni má nefna starf með ungum innflytjendum á vegum Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands. Verkefnið felur í sér að nemendur móttökudeilda nýbúa í Hjallaskóla koma einu sinni í viku eftir skóla í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem þeir geta meðal annars fengið aðstoð við heimanámið, málörvun og fræðslu um félagsstarf í Kópavogi í gegnum kynningarstarf og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því. Verkefnið er hugsað sem eins konar samfélagsfræðsla sem börnin og sjálfboðaliðar geti haft gagn og gaman af. Martin Ho er 19 ára og kemur frá Filippseyjum. Hann hefur búið á Íslandi í 10 ár og hefur starfað á vegum ungmennahreyfingar Rauða krossins síðan í nóvember í Rauða kross fatabúðinni á Laugaveginum. "Ég var atvinnulaus og langaði að prófa að vinna við þetta og sótti því um. Ég vinn að jafnaði tvisvar í mánuði og hef kynnst fullt af fólki í kringum þetta og líkar starfið vel," segir hann. Martin er að leita sér að launaðri vinnu en þrátt fyrir að hann fái hana ætlar hann engu að síður að halda sjálfboðastarfi sínu áfram fyrir Rauða krossinn. "Ég vil vinna þarna til að hjálpa fólki og láta gott af mér leiða," segir hann. Álfrún Edda Ágústsdóttir vinnur sem sjálfboðaliði í heimsóknarþjónustu Rauða krossins og hefur gert síðan 1978. "Mér líkar starfið afar vel sem er bæði gefandi og þakklátt. Á miðvikudögum frá 15 til 17 sit ég við símann og tek við beiðnum frá fólki um heimsóknir. Á þessum tíma getur fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í sjálfboðavinnunni einnig hringt og skráð sig hjá okkur og núna yfir sumartímann er vöntun á sjálfboðaliðum hjá okkur því að það eru margir í sumarfríi. Geta þeir sem hafa áhuga hringt til okkar á miðvikudögum á milli 15 til 19 í síma 551 8800. Auk þess sem ég sinni þessu fylgi ég öllum nýjum sjálfboðaliðum í fyrstu heimsókn og leiðbeini þeim og kynni sjúkravininn og sjálfboðaliðann," segir Álfrún Edda.
Atvinna Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Vegabréfinu hent í ruslið og sonurinn varð eftir í London Ferðalög Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira