Aukinn áhugi á sjálfboðastörfum 5. júlí 2004 00:01 Frá áramótum hafa hundrað og tuttugu nýir sjálfboðaliðar bæst í hóp tæplega ellefu hundruð manns sem sinna reglubundnu sjálfboðastarfi fyrir Rauða kross Íslands. Á árinu 2003 fjölgaði sjálfboðaliðum um tuttugu og átta prósent og hlutfall sjálfboðaliða 35 ára og yngri hefur aukist verulega síðustu ár og er nú um fjörutíu prósent. Aukinn sveigjanleiki og áhersla á fræðslu fyrir sjálfboðaliða og kynningar á verkefnum og hugsjónum Rauða krossins meðal almennings og í skólum hefur mælst vel fyrir því ungt fólk er í auknum mæli að koma inn í félagið. "Þau störf sem um ræðir eru að heimsækja sjúka, einmana og fanga; störf í sölubúðum og bókasafnsþjónusta á spítölum, starf með geðfötluðum, félagsstarf með ungu fólki og að vinna að neyðarvörnum. Stærstu hópar sjálfboðaliðanna eru fólk 66 ára og eldri og fólk yngra en 25 ára. Mikil fjölbreytni í verkefnum deilda félagsins skilar sér greinilega í meiri áhuga almennings á að gefa nokkrar stundir í mánuði í þágu þeirra sem á þurfa að halda. Að hluta til held ég að ástæðan geti einnig legið í betri og markvissari skráningu sem hefur verið endurbætt hjá hreyfingunni til muna," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum. Sem dæmi um nýtt verkefni má nefna starf með ungum innflytjendum á vegum Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands. Verkefnið felur í sér að nemendur móttökudeilda nýbúa í Hjallaskóla koma einu sinni í viku eftir skóla í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem þeir geta meðal annars fengið aðstoð við heimanámið, málörvun og fræðslu um félagsstarf í Kópavogi í gegnum kynningarstarf og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því. Verkefnið er hugsað sem eins konar samfélagsfræðsla sem börnin og sjálfboðaliðar geti haft gagn og gaman af. Martin Ho er 19 ára og kemur frá Filippseyjum. Hann hefur búið á Íslandi í 10 ár og hefur starfað á vegum ungmennahreyfingar Rauða krossins síðan í nóvember í Rauða kross fatabúðinni á Laugaveginum. "Ég var atvinnulaus og langaði að prófa að vinna við þetta og sótti því um. Ég vinn að jafnaði tvisvar í mánuði og hef kynnst fullt af fólki í kringum þetta og líkar starfið vel," segir hann. Martin er að leita sér að launaðri vinnu en þrátt fyrir að hann fái hana ætlar hann engu að síður að halda sjálfboðastarfi sínu áfram fyrir Rauða krossinn. "Ég vil vinna þarna til að hjálpa fólki og láta gott af mér leiða," segir hann. Álfrún Edda Ágústsdóttir vinnur sem sjálfboðaliði í heimsóknarþjónustu Rauða krossins og hefur gert síðan 1978. "Mér líkar starfið afar vel sem er bæði gefandi og þakklátt. Á miðvikudögum frá 15 til 17 sit ég við símann og tek við beiðnum frá fólki um heimsóknir. Á þessum tíma getur fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í sjálfboðavinnunni einnig hringt og skráð sig hjá okkur og núna yfir sumartímann er vöntun á sjálfboðaliðum hjá okkur því að það eru margir í sumarfríi. Geta þeir sem hafa áhuga hringt til okkar á miðvikudögum á milli 15 til 19 í síma 551 8800. Auk þess sem ég sinni þessu fylgi ég öllum nýjum sjálfboðaliðum í fyrstu heimsókn og leiðbeini þeim og kynni sjúkravininn og sjálfboðaliðann," segir Álfrún Edda. Atvinna Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frá áramótum hafa hundrað og tuttugu nýir sjálfboðaliðar bæst í hóp tæplega ellefu hundruð manns sem sinna reglubundnu sjálfboðastarfi fyrir Rauða kross Íslands. Á árinu 2003 fjölgaði sjálfboðaliðum um tuttugu og átta prósent og hlutfall sjálfboðaliða 35 ára og yngri hefur aukist verulega síðustu ár og er nú um fjörutíu prósent. Aukinn sveigjanleiki og áhersla á fræðslu fyrir sjálfboðaliða og kynningar á verkefnum og hugsjónum Rauða krossins meðal almennings og í skólum hefur mælst vel fyrir því ungt fólk er í auknum mæli að koma inn í félagið. "Þau störf sem um ræðir eru að heimsækja sjúka, einmana og fanga; störf í sölubúðum og bókasafnsþjónusta á spítölum, starf með geðfötluðum, félagsstarf með ungu fólki og að vinna að neyðarvörnum. Stærstu hópar sjálfboðaliðanna eru fólk 66 ára og eldri og fólk yngra en 25 ára. Mikil fjölbreytni í verkefnum deilda félagsins skilar sér greinilega í meiri áhuga almennings á að gefa nokkrar stundir í mánuði í þágu þeirra sem á þurfa að halda. Að hluta til held ég að ástæðan geti einnig legið í betri og markvissari skráningu sem hefur verið endurbætt hjá hreyfingunni til muna," segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum. Sem dæmi um nýtt verkefni má nefna starf með ungum innflytjendum á vegum Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands. Verkefnið felur í sér að nemendur móttökudeilda nýbúa í Hjallaskóla koma einu sinni í viku eftir skóla í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem þeir geta meðal annars fengið aðstoð við heimanámið, málörvun og fræðslu um félagsstarf í Kópavogi í gegnum kynningarstarf og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því. Verkefnið er hugsað sem eins konar samfélagsfræðsla sem börnin og sjálfboðaliðar geti haft gagn og gaman af. Martin Ho er 19 ára og kemur frá Filippseyjum. Hann hefur búið á Íslandi í 10 ár og hefur starfað á vegum ungmennahreyfingar Rauða krossins síðan í nóvember í Rauða kross fatabúðinni á Laugaveginum. "Ég var atvinnulaus og langaði að prófa að vinna við þetta og sótti því um. Ég vinn að jafnaði tvisvar í mánuði og hef kynnst fullt af fólki í kringum þetta og líkar starfið vel," segir hann. Martin er að leita sér að launaðri vinnu en þrátt fyrir að hann fái hana ætlar hann engu að síður að halda sjálfboðastarfi sínu áfram fyrir Rauða krossinn. "Ég vil vinna þarna til að hjálpa fólki og láta gott af mér leiða," segir hann. Álfrún Edda Ágústsdóttir vinnur sem sjálfboðaliði í heimsóknarþjónustu Rauða krossins og hefur gert síðan 1978. "Mér líkar starfið afar vel sem er bæði gefandi og þakklátt. Á miðvikudögum frá 15 til 17 sit ég við símann og tek við beiðnum frá fólki um heimsóknir. Á þessum tíma getur fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í sjálfboðavinnunni einnig hringt og skráð sig hjá okkur og núna yfir sumartímann er vöntun á sjálfboðaliðum hjá okkur því að það eru margir í sumarfríi. Geta þeir sem hafa áhuga hringt til okkar á miðvikudögum á milli 15 til 19 í síma 551 8800. Auk þess sem ég sinni þessu fylgi ég öllum nýjum sjálfboðaliðum í fyrstu heimsókn og leiðbeini þeim og kynni sjúkravininn og sjálfboðaliðann," segir Álfrún Edda.
Atvinna Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira