Litli bróðir hitar upp 12. júlí 2004 00:01 Eftir að hafa lagt alla áherslu á stærri og dýrari bíla um langt skeið hefur BMW hafið sókn inn á stærsta bílasölumarkaðinn, smábílamarkaðinn, með nýju týpunni sinni BMW 1. Bíllinn er hannaður frá grunni til að vera leiðtoginn á markaðnum og markmiðið sett á að selja 100.000 bíla áður en ár er liðið frá því fyrsti bíllinn rennur af framleiðslulínunni. Ásinn er litli bróðirinn í BMW fjölskyldunni og markhópurinn sagður þeir sem vilja eignast BMW en hafa kannski ekki alveg efni á því, einkum og sér í lagi ungt og efnað fólk sem er ekki alveg á því að leggja út fyrir stærri bílunum. Helsti keppinauturinn í sínum stærðarflokki hér á landi verður Volkswagen Golf, með sína áralöngu hefð hér, og fróðlegt að sjá hvernig sú keppni fer. Stjórnendur BMW á heimsvísu eru nokkuð bjartsýnir og telja ásinn til þess fallinn að tryggja áframhaldandi hagnaðaraukningu fyrirtækisins sem hefur gengið mjög vel síðustu mánuði. Bensínbíllinn í september Fyrstu eintökin af ásnum verða afhent eigendum í Evrópu 18. september og kemur bíllinn hingað um svipað leyti. Fyrst um sinn verður aðeins boðið upp á bílinn með bensínvél en búast má við dísilnum á næsta ári, sem nokkurs konar annarri bylgju ássins um það leyti sem breytingarnar á eldsneytissköttum ganga í garð. Dísilútgáfa ássins hefur fengið mikið lof erlendra bílablaðamanna en það á eftir að koma í ljós hvort hann verði fyrsti smábíllinn hérlendis til að seljast með dísilvél. Verðið á ásnum hefur ekki verið ákveðið en mun líklega byrja í kringum 2,5 milljónir króna og hækka eftir því sem menn velja meiri búnað og stærri vél. Miðað við að stjórnendur BMW segja hverfandi líkur á því að tveir alveg eins bílar renni af framleiðslulínunum sama árið fara væntanlega afar fáir bílanna á grunnverðinu. Það sem skaparar nýja bílsins virðast hvað stoltastir af, í það minnsta vörðu þeir drjúgum tíma í að kynna það, er lyklakerfið. Nú geta allt að fjórir einstaklingar fengið lykil að bílnum sem þarf aldrei að taka upp. Þegar viðkomandi nálgast bílinn fer hann úr lás og það sem meira er, bíllinn stillir útvarp, sæti, spegla og hitastig til samræmis við það sem var síðast þegar viðkomandi sat í bílnum. Eina sem bílstjórinn þarf að gera er að ýta á start takkann. Áður en fólk fer að hugsa sér gott til glóðarinnar er rétt að minna á að þetta er ein af ótal aukagræjum sem viðskiptavinir geta valið um, og greitt aukalega fyrir. Svínliggur Blaðamaður reynslukeyrði 120i útgáfu bílsins, öflugri bensínbílinn, á hraðbrautum og sveitavegum Þýskalands sem og í borgarumferð. Alls staðar reyndist hann vel. Hann svínliggur í beygjum þó hraðinn sé drjúgur og það var aldrei annað að finna en að ökumaður hefði alltaf góða stjórn á bílnum. Þó er rétt að taka fram að ekið var við kjöraðstæður og því fékk blaðamaður enga reynslu af að keyra honum í bleytu. Fyrstu viðbrigðin við að keyra bílinn voru að starta honum. Í stað lykils stingur ökumaður kubbi í samband og ýtir á takka sem sér um að ræsa bílinn eins og best verður á kosið. Eina sem ökumaðurinn þarf að sjá um er fótavinnan, að stíga á réttu fótstigin. Ásinn er afar rúmgóður, hátt til lofts, mikið pláss fyrir fæturna og almennt þægilegt að sitja í honum, hvort sem er í bílstjóra- eða farþegasæti. Markið við hönnun ássins hefur verið sett hátt og ekki annað að sjá en að það virðist ætla að ganga vel eftir. Mikið er lagt upp úr öryggismálum. Bíllinn er hlaðinn líknarbelgjum, hvort tveggja fyrir framsætin og meðfram hliðum hans. Spólvörn bílsins vinnur með bílstjóranum, dreifir álagi og ákveður inngjöfina. Hjólbarðarnir eru valdir með það fyrir augum að þeir hvellspringi ekki og að bílstjórinn haldi stjórn á bílnum þrátt fyrir að dekk springi á miklum hraða. Fyrir utan það að hægt er að keyra 150 kílómetra á sprungnum hjólbarða. Kynning á bílnum og reynsluakstur fóru fram í Munchen í Þýskalandi. Ferðir blaðamanns þangað voru í boði B&L, umboðsaðila BMW á Íslandi. Gisting og uppihald í Munchen var í boði BMW. Bílar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Eftir að hafa lagt alla áherslu á stærri og dýrari bíla um langt skeið hefur BMW hafið sókn inn á stærsta bílasölumarkaðinn, smábílamarkaðinn, með nýju týpunni sinni BMW 1. Bíllinn er hannaður frá grunni til að vera leiðtoginn á markaðnum og markmiðið sett á að selja 100.000 bíla áður en ár er liðið frá því fyrsti bíllinn rennur af framleiðslulínunni. Ásinn er litli bróðirinn í BMW fjölskyldunni og markhópurinn sagður þeir sem vilja eignast BMW en hafa kannski ekki alveg efni á því, einkum og sér í lagi ungt og efnað fólk sem er ekki alveg á því að leggja út fyrir stærri bílunum. Helsti keppinauturinn í sínum stærðarflokki hér á landi verður Volkswagen Golf, með sína áralöngu hefð hér, og fróðlegt að sjá hvernig sú keppni fer. Stjórnendur BMW á heimsvísu eru nokkuð bjartsýnir og telja ásinn til þess fallinn að tryggja áframhaldandi hagnaðaraukningu fyrirtækisins sem hefur gengið mjög vel síðustu mánuði. Bensínbíllinn í september Fyrstu eintökin af ásnum verða afhent eigendum í Evrópu 18. september og kemur bíllinn hingað um svipað leyti. Fyrst um sinn verður aðeins boðið upp á bílinn með bensínvél en búast má við dísilnum á næsta ári, sem nokkurs konar annarri bylgju ássins um það leyti sem breytingarnar á eldsneytissköttum ganga í garð. Dísilútgáfa ássins hefur fengið mikið lof erlendra bílablaðamanna en það á eftir að koma í ljós hvort hann verði fyrsti smábíllinn hérlendis til að seljast með dísilvél. Verðið á ásnum hefur ekki verið ákveðið en mun líklega byrja í kringum 2,5 milljónir króna og hækka eftir því sem menn velja meiri búnað og stærri vél. Miðað við að stjórnendur BMW segja hverfandi líkur á því að tveir alveg eins bílar renni af framleiðslulínunum sama árið fara væntanlega afar fáir bílanna á grunnverðinu. Það sem skaparar nýja bílsins virðast hvað stoltastir af, í það minnsta vörðu þeir drjúgum tíma í að kynna það, er lyklakerfið. Nú geta allt að fjórir einstaklingar fengið lykil að bílnum sem þarf aldrei að taka upp. Þegar viðkomandi nálgast bílinn fer hann úr lás og það sem meira er, bíllinn stillir útvarp, sæti, spegla og hitastig til samræmis við það sem var síðast þegar viðkomandi sat í bílnum. Eina sem bílstjórinn þarf að gera er að ýta á start takkann. Áður en fólk fer að hugsa sér gott til glóðarinnar er rétt að minna á að þetta er ein af ótal aukagræjum sem viðskiptavinir geta valið um, og greitt aukalega fyrir. Svínliggur Blaðamaður reynslukeyrði 120i útgáfu bílsins, öflugri bensínbílinn, á hraðbrautum og sveitavegum Þýskalands sem og í borgarumferð. Alls staðar reyndist hann vel. Hann svínliggur í beygjum þó hraðinn sé drjúgur og það var aldrei annað að finna en að ökumaður hefði alltaf góða stjórn á bílnum. Þó er rétt að taka fram að ekið var við kjöraðstæður og því fékk blaðamaður enga reynslu af að keyra honum í bleytu. Fyrstu viðbrigðin við að keyra bílinn voru að starta honum. Í stað lykils stingur ökumaður kubbi í samband og ýtir á takka sem sér um að ræsa bílinn eins og best verður á kosið. Eina sem ökumaðurinn þarf að sjá um er fótavinnan, að stíga á réttu fótstigin. Ásinn er afar rúmgóður, hátt til lofts, mikið pláss fyrir fæturna og almennt þægilegt að sitja í honum, hvort sem er í bílstjóra- eða farþegasæti. Markið við hönnun ássins hefur verið sett hátt og ekki annað að sjá en að það virðist ætla að ganga vel eftir. Mikið er lagt upp úr öryggismálum. Bíllinn er hlaðinn líknarbelgjum, hvort tveggja fyrir framsætin og meðfram hliðum hans. Spólvörn bílsins vinnur með bílstjóranum, dreifir álagi og ákveður inngjöfina. Hjólbarðarnir eru valdir með það fyrir augum að þeir hvellspringi ekki og að bílstjórinn haldi stjórn á bílnum þrátt fyrir að dekk springi á miklum hraða. Fyrir utan það að hægt er að keyra 150 kílómetra á sprungnum hjólbarða. Kynning á bílnum og reynsluakstur fóru fram í Munchen í Þýskalandi. Ferðir blaðamanns þangað voru í boði B&L, umboðsaðila BMW á Íslandi. Gisting og uppihald í Munchen var í boði BMW.
Bílar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira