Gaman á Kentucky Fried 12. júlí 2004 00:01 Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir er vaktstjóri hjá Kentucky Fried í Mosfellsbæ og unir hag sínum vel í starfinu. "Ég byrjaði hjá fyrirtækinu fyrir sjö árum, en hef nú verið vaktstjóri í Mosfellsbæ frá því við opnuðum árið 2001. Fram að því var ég í afgreiðslunni," segir Guðbjörg. Sem vaktstjóri ber hún alla ábyrgð á vaktinni og stjórnar starfsfólkinu, en það er misjafnt hversu margir vinna undir stjórn Guðbjargar. Það fer eftir vöktunum. "Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt starf. Það er ofboðslega gaman að vinna með krökkunum, þau eru upp til hópa frábært starfsfólk og andinn er jákvæður og góður." Það kemur til kasta Guðbjargar ef kúnninn kvartar yfir einhverju, sem hlýtur að vera óskemmtilegt. "Já, en ef það eru okkar mistök reynum við að græja það í einum hvelli og koma til móts við fólk. Það gerist sem betur fer sjaldan, það eru miklu fleiri sem eru ánægðir og láta það í ljósi. Það er alveg ómetanlegt að fá hrós frá viðskiptavinunum og ég reyni líka að hrósa mínu fólki fyrir það sem vel er gert, það hvetur fólk til frekari dáða." Guðbjörg er á tólf tíma vöktum en hún segist ekkert þreytast þó vaktin sé löng. "Þetta kemst fljótt upp í vana og tíminn líður ótrúlega hratt. Það er auðvitað af því að vinnan er skemmtileg." "Mér hefur líkað vel hérna þessi sjö ár og er ekkert að hugsa mér til hreyfings," segir Guðbjörg og sver og sárt við leggur að þrátt fyrir sjö ár hjá fyrirtækinu kunni hún ekki uppskriftina að hinum frægu Kentucky-kjúklingum. "Hún er algjört leyndarmál," segir Guðbjörg og hlær. Atvinna Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir er vaktstjóri hjá Kentucky Fried í Mosfellsbæ og unir hag sínum vel í starfinu. "Ég byrjaði hjá fyrirtækinu fyrir sjö árum, en hef nú verið vaktstjóri í Mosfellsbæ frá því við opnuðum árið 2001. Fram að því var ég í afgreiðslunni," segir Guðbjörg. Sem vaktstjóri ber hún alla ábyrgð á vaktinni og stjórnar starfsfólkinu, en það er misjafnt hversu margir vinna undir stjórn Guðbjargar. Það fer eftir vöktunum. "Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt starf. Það er ofboðslega gaman að vinna með krökkunum, þau eru upp til hópa frábært starfsfólk og andinn er jákvæður og góður." Það kemur til kasta Guðbjargar ef kúnninn kvartar yfir einhverju, sem hlýtur að vera óskemmtilegt. "Já, en ef það eru okkar mistök reynum við að græja það í einum hvelli og koma til móts við fólk. Það gerist sem betur fer sjaldan, það eru miklu fleiri sem eru ánægðir og láta það í ljósi. Það er alveg ómetanlegt að fá hrós frá viðskiptavinunum og ég reyni líka að hrósa mínu fólki fyrir það sem vel er gert, það hvetur fólk til frekari dáða." Guðbjörg er á tólf tíma vöktum en hún segist ekkert þreytast þó vaktin sé löng. "Þetta kemst fljótt upp í vana og tíminn líður ótrúlega hratt. Það er auðvitað af því að vinnan er skemmtileg." "Mér hefur líkað vel hérna þessi sjö ár og er ekkert að hugsa mér til hreyfings," segir Guðbjörg og sver og sárt við leggur að þrátt fyrir sjö ár hjá fyrirtækinu kunni hún ekki uppskriftina að hinum frægu Kentucky-kjúklingum. "Hún er algjört leyndarmál," segir Guðbjörg og hlær.
Atvinna Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira