Dansar við Ómar Ragnars 12. júlí 2004 00:01 Ás er vernduð vinnustofa Styrktarfélags vangefinna þar sem hátt í fimmtíu starfsmenn og verkefnisstjórar vinna. Kristrún Guðmundsdóttir hefur starfað á Ási undanfarin átta ár og segist hlakka til að koma í vinnuna á hverjum degi. "Andinn á vinnustaðnum er bara mjög góður og allir þekkjast vel," segir Kristrún sem sinnir fjölbreyttum störfum s.s. pökkun á blöðum og jólakúlum, flokkun, merkingar á umslögum og fleiru. "Við erum bara að pakka fyrir fólk úti í bæ og svo límum við merkimiða á blöðin og svona. Svo er saumastofa hérna á neðri hæðinni þar sem eru saumaðir gólfklútar, viskustykki, bleyjur og ýmislegt." Vinnustofan á stóran viðskiptahóp en Kristrún er aðallega í pökkun. "Ég hef líka verið að sinna þvottum og hjálpa til í eldhúsinu." Þegar Fréttablaðið heimsótti Kristrúnu var líf og fjör á starfsmönnum stofunnar. "Við erum að dansa. Það er alltaf leikfimi hjá okkur en stundum dönsum við líka. Ég hef lært línudans í Sóltúni og finnst skemmtilegast að dansa við Ómar Ragnarsson," segir hún og hlær. Áður en Kristrún kom á vinnustofunna í Brautarholti starfaði hún á Bjarkarási. "Ég var bæði á vinnustofunni þar og dagheimilinu. Ég held að mér finnist dagheimilið skemmtilegast." Hún segist hafa náð vel til krakkanna en saknar þeirra ekkert sérstaklega eftir að hún byrjaði á Ási. Hún er alin upp í Hlíðunum en í dag býr hún í Breiðholti. "Það er ekkert langt, ég fer í vinnuna með Ferðaþjónustunni á hverjum degi." En þó að Kristrúnu þyki gaman í vinnunni hlakkar hún mikið til að fara í sumarfrí. "Ég fer í sumardvöl í Hrísey á hverju ári og ein vinkona mín kemur með mér núna. Eftir það fer ég ein að heimsækja frænku mína á Dalvík. Hún býður mér í mat og er mjög almennileg." Atvinna Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ás er vernduð vinnustofa Styrktarfélags vangefinna þar sem hátt í fimmtíu starfsmenn og verkefnisstjórar vinna. Kristrún Guðmundsdóttir hefur starfað á Ási undanfarin átta ár og segist hlakka til að koma í vinnuna á hverjum degi. "Andinn á vinnustaðnum er bara mjög góður og allir þekkjast vel," segir Kristrún sem sinnir fjölbreyttum störfum s.s. pökkun á blöðum og jólakúlum, flokkun, merkingar á umslögum og fleiru. "Við erum bara að pakka fyrir fólk úti í bæ og svo límum við merkimiða á blöðin og svona. Svo er saumastofa hérna á neðri hæðinni þar sem eru saumaðir gólfklútar, viskustykki, bleyjur og ýmislegt." Vinnustofan á stóran viðskiptahóp en Kristrún er aðallega í pökkun. "Ég hef líka verið að sinna þvottum og hjálpa til í eldhúsinu." Þegar Fréttablaðið heimsótti Kristrúnu var líf og fjör á starfsmönnum stofunnar. "Við erum að dansa. Það er alltaf leikfimi hjá okkur en stundum dönsum við líka. Ég hef lært línudans í Sóltúni og finnst skemmtilegast að dansa við Ómar Ragnarsson," segir hún og hlær. Áður en Kristrún kom á vinnustofunna í Brautarholti starfaði hún á Bjarkarási. "Ég var bæði á vinnustofunni þar og dagheimilinu. Ég held að mér finnist dagheimilið skemmtilegast." Hún segist hafa náð vel til krakkanna en saknar þeirra ekkert sérstaklega eftir að hún byrjaði á Ási. Hún er alin upp í Hlíðunum en í dag býr hún í Breiðholti. "Það er ekkert langt, ég fer í vinnuna með Ferðaþjónustunni á hverjum degi." En þó að Kristrúnu þyki gaman í vinnunni hlakkar hún mikið til að fara í sumarfrí. "Ég fer í sumardvöl í Hrísey á hverju ári og ein vinkona mín kemur með mér núna. Eftir það fer ég ein að heimsækja frænku mína á Dalvík. Hún býður mér í mat og er mjög almennileg."
Atvinna Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira