Lífið

Fiskar í tjörn

Kannski hafa veðurfarsbreytingar undanfarins áratugar stígið okkur Íslendingum til höfuðs. Að minnsta kosti hafa þær fyllt okkur von og metnaði þegar lýtur að garðhirðu og aukið uppátækjasemi til muna. Nú eru lækir, gosbrunnar og tjarnir sífellt meira áberandi og nýjasta tískufyrirbærið er fiskeldi sem er skemmtilega bjartsýn tilbreyting frá grasfleti og fánastöng. Dýrabúðin Fiskó í Hlíðarsmára selur svokallaða koi-fiska sem eru innfluttir frá Tékklandi, þeim svipar til gullfiska og geta orðið allt að 50-60 sm á lengd. Lífsskilyrði þeirra eru að búa í tjörn með vatnsdælu sem kemur hreyfingu á vatnið og að fá hæfilega mikið af réttu fóðri. Á Íslandi kjósa fiskarnir að búa inni á veturna eða í tjörn sem er að minnsta kosti metri á dýpt svo þeir frjósi ekki í hel. Í Fiskó er fjölbreytt úrval af koi-fiskum í ýmsum litarafbrigðum og er verðið á bilinu 1.250 - 12.900 krónur. Fóður fyrir 8-10 meðalstóra fiska í rúman mánuð kostar 1.920 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×