Allt er vænt sem vel er grænt 15. júlí 2004 00:01 Þótt nýjabrumið sé vissulega farið af Shrek og félögum er ekki annað hægt en að skemmta sér konunglega á þessum öðrum kapítula þökk sé drepfyndnu handriti og glænýjum persónum. Nú er komið að því að Shrek þarf að hitta tengdaforeldrana í fyrsta sinn. Lífsreynsla sem allir í heiminum, raunverulegum sem ímynduðum, eru nett óttaslegnir við. Ekki bætir úr skák að tengdaforeldrar Shrek eru konungbornir og hafa ekki hugmynd um að tengdasonurinn er stórt, illa lyktandi, grænt tröll. Shrek og frú ferðast til lands sem kallast "Lang-langt í fjarska" og minnir óneitanlega á Hollywood. Fjórfætta aðstoðardýr Shreks, Asni, er með í för og býður upp á endalaust grín. Svo virðist sem Eddie Murphy sé loks að fá langþráð "come back" og hlýtur að teljast nokkuð íronískt að það sé í þessu formi. Annar senuþjófur er Stígvélaði kötturinn sem er, í fyrsta lagi, ótrúlega vel hannaður (þrívíddarlega séð) og í öðru lagi frábærlega talsettur af spænska sjarmatröllinu Antonio Banderas. Eini dragbítur myndarinnar er Disney-legur boðskapurinn, illa falinn og nett móðgandi. Hvernig væri að treysta áhorfendum einu sinni til að lesa á milli línanna og draga sínar eigin ályktanir? Hápunktarnir, og þeir eru margir, hefja myndina samt upp og þegar leikar standa hæst og grínið er í algleymingi er hrein unun að sökkva sér inn í þennan litríka og stórskrýtna heim. Shrek 2 Leikstjórn: Andrew Adamson, Kelly Asbury Aðalhlutverk: Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz Kristófer Dignus Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Þótt nýjabrumið sé vissulega farið af Shrek og félögum er ekki annað hægt en að skemmta sér konunglega á þessum öðrum kapítula þökk sé drepfyndnu handriti og glænýjum persónum. Nú er komið að því að Shrek þarf að hitta tengdaforeldrana í fyrsta sinn. Lífsreynsla sem allir í heiminum, raunverulegum sem ímynduðum, eru nett óttaslegnir við. Ekki bætir úr skák að tengdaforeldrar Shrek eru konungbornir og hafa ekki hugmynd um að tengdasonurinn er stórt, illa lyktandi, grænt tröll. Shrek og frú ferðast til lands sem kallast "Lang-langt í fjarska" og minnir óneitanlega á Hollywood. Fjórfætta aðstoðardýr Shreks, Asni, er með í för og býður upp á endalaust grín. Svo virðist sem Eddie Murphy sé loks að fá langþráð "come back" og hlýtur að teljast nokkuð íronískt að það sé í þessu formi. Annar senuþjófur er Stígvélaði kötturinn sem er, í fyrsta lagi, ótrúlega vel hannaður (þrívíddarlega séð) og í öðru lagi frábærlega talsettur af spænska sjarmatröllinu Antonio Banderas. Eini dragbítur myndarinnar er Disney-legur boðskapurinn, illa falinn og nett móðgandi. Hvernig væri að treysta áhorfendum einu sinni til að lesa á milli línanna og draga sínar eigin ályktanir? Hápunktarnir, og þeir eru margir, hefja myndina samt upp og þegar leikar standa hæst og grínið er í algleymingi er hrein unun að sökkva sér inn í þennan litríka og stórskrýtna heim. Shrek 2 Leikstjórn: Andrew Adamson, Kelly Asbury Aðalhlutverk: Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz Kristófer Dignus
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira