Svefnherbergið í eldhúsið 19. júlí 2004 00:01 "Þessa dagana hugsa ég bara um að skipuleggja eldhúsið mitt, lítið annað þar sem ég er að skipta á því og svefnherberginu mínu," segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem stendur í miðjum framkvæmdum og hefur snúið heimili sínu á hvolf í kjölfarið. "Svefnherbergið var í stofunni en við erum með tvær stofur og við sváfum í annarri þeirra. Reyndar er þetta stærsta og bjartasta herbergið í íbúðinni og þess vegna vildum við frekar nýta það undir eldhús. Við erum mjög mikið í eldhúsinu og höfum gaman af því að elda og bjóða fólki í mat," segir Vigdís Hrefna sem telur eldhúsið vera einn helsta íverustað fjölskyldunnar og því mikilvægt að það nýtist á marga vegu. "Mér finnst að eldhúsið eigi að vera afslappað og mér finnst gaman að hafa hluti sem eru ekki oft í eldhúsinu, eins og píanóið mitt og bækur," segir Vigdís Hrefna. Helstu hugmyndir sínar segist hún sækja í bók Terence Conran um eldhús sem hún fékk lánaða á Borgarbókasafninu og dönsk hönnunarblöð eins og Bo bedre og Bolig liv. "Danski stílinn höfðar til mín vegna þess að hann er bjartur og afslappaður og Danir eru svo klárir að blanda saman gömlu og meira módern húsgögnum. Sjálf bý ég í gömlu timburhúsi og aðaltogstreitan þessa dagana er hvort við eigum að halda í gömlu eldhúsinnréttinguna sem er upprunaleg eða smíða nýja," segir Vigdís Hrefna en hún tekur það fram að hún er ekki sérstaklega hrifin af heilum innréttingum en frekar hrifin af því að blanda saman hinu og þessu. "Við keyptum okkur hansahillur á nytjamarkaðinum á góðu verði en mig langar til að fá mér gamlan skáp í framtíðinni, en þær eru fín lausn eins og er. Þegar maður er með svona opnar hillur kallar það á vandað val og gott skipulag á því sem þar er að finna svo þetta virki ekki draslaralegt," segir Vigdís Hrefna sem telur sig ekkert sérstaklega mikla skipulagsfrík en leggur frekar áherslu á að hafa hlutina snyrtilega. Fyrir utan að skipuleggja eldhúsið hefur Vigdís Hrefna nóg fyrir stafni. Hún er í sumarfríi frá leikhúsinu en í haust heldur hún áfram að leika í Piaf í Þjóðleikhúsinu og fer að æfa írskt verk í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman sem verður frumsýnt eftir áramótin. "Margt skemmtilegt er að gerast í leikhúsinu og ég hef verið heppin með verkefni en akkúrat þessa stundina sinni ég aðeins eldhúsinu mínu," segir Vigdís hlæjandi. Hús og heimili Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
"Þessa dagana hugsa ég bara um að skipuleggja eldhúsið mitt, lítið annað þar sem ég er að skipta á því og svefnherberginu mínu," segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona sem stendur í miðjum framkvæmdum og hefur snúið heimili sínu á hvolf í kjölfarið. "Svefnherbergið var í stofunni en við erum með tvær stofur og við sváfum í annarri þeirra. Reyndar er þetta stærsta og bjartasta herbergið í íbúðinni og þess vegna vildum við frekar nýta það undir eldhús. Við erum mjög mikið í eldhúsinu og höfum gaman af því að elda og bjóða fólki í mat," segir Vigdís Hrefna sem telur eldhúsið vera einn helsta íverustað fjölskyldunnar og því mikilvægt að það nýtist á marga vegu. "Mér finnst að eldhúsið eigi að vera afslappað og mér finnst gaman að hafa hluti sem eru ekki oft í eldhúsinu, eins og píanóið mitt og bækur," segir Vigdís Hrefna. Helstu hugmyndir sínar segist hún sækja í bók Terence Conran um eldhús sem hún fékk lánaða á Borgarbókasafninu og dönsk hönnunarblöð eins og Bo bedre og Bolig liv. "Danski stílinn höfðar til mín vegna þess að hann er bjartur og afslappaður og Danir eru svo klárir að blanda saman gömlu og meira módern húsgögnum. Sjálf bý ég í gömlu timburhúsi og aðaltogstreitan þessa dagana er hvort við eigum að halda í gömlu eldhúsinnréttinguna sem er upprunaleg eða smíða nýja," segir Vigdís Hrefna en hún tekur það fram að hún er ekki sérstaklega hrifin af heilum innréttingum en frekar hrifin af því að blanda saman hinu og þessu. "Við keyptum okkur hansahillur á nytjamarkaðinum á góðu verði en mig langar til að fá mér gamlan skáp í framtíðinni, en þær eru fín lausn eins og er. Þegar maður er með svona opnar hillur kallar það á vandað val og gott skipulag á því sem þar er að finna svo þetta virki ekki draslaralegt," segir Vigdís Hrefna sem telur sig ekkert sérstaklega mikla skipulagsfrík en leggur frekar áherslu á að hafa hlutina snyrtilega. Fyrir utan að skipuleggja eldhúsið hefur Vigdís Hrefna nóg fyrir stafni. Hún er í sumarfríi frá leikhúsinu en í haust heldur hún áfram að leika í Piaf í Þjóðleikhúsinu og fer að æfa írskt verk í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman sem verður frumsýnt eftir áramótin. "Margt skemmtilegt er að gerast í leikhúsinu og ég hef verið heppin með verkefni en akkúrat þessa stundina sinni ég aðeins eldhúsinu mínu," segir Vigdís hlæjandi.
Hús og heimili Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning