Eldmóðurinn er mikill 20. júlí 2004 00:01 Hvammstangi verður iðandi af lífi næstu daga. Við erum nú í óðaönn á ruslahaugunum að safna saman drasli til að kveikja í enda eldurinn einkenni hátíðarinnar," segir Kjartan Óli Ólafsson, einn af skipuleggjendum unglistarhátíðarinnar Eldur í Húnaþingi. "Þetta verður alveg geggjað, mikið af eldi enda ætlum við bæði að kveikja í höfninni og Borgarvirki." En bálkestir og brunar verða ekki aðeins í boði í Húnaþingi vestra því Kjartan segir ótal myndlistar- og ljósmyndasýningar verði í boði, útvarpsstöð starfrækt, tónleikar á hverju kvöldi, brekkusöngur og ljóðalestur. "Stefnan er að hafa hátíðina árlega og koma staðnum á kortið. Þetta er alveg frábær helgi þrátt fyrir að þetta sé ekki verslunarmannahelgin og lítið mál fyrir fólk að tjalda á svæðinu." Hugmyndin að hátíðinni kviknaði fyrir tveimur árum á fundi sem haldinn var um ungt fólk og atvinnu. "Einum hópnum datt þetta í hug til að sameina unga fólkið í bænum og vekja athygli á svæðinu. Við erum sjö manna hópur sem höldum utan um þetta núna en annars má segja að allt unga fólkið í Húnaþingi vestra standi fyrir þessu. Samheldnin hjá okkur er svo mikið að það nægir að hópa í liðið og þá er allt komið af stað," segir Kjartan og bætir því við að nafnið, "Eldur í Húnaþingi", vísi til eldmóðs unga fólksins á Hvammstanga. Lífið Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hvammstangi verður iðandi af lífi næstu daga. Við erum nú í óðaönn á ruslahaugunum að safna saman drasli til að kveikja í enda eldurinn einkenni hátíðarinnar," segir Kjartan Óli Ólafsson, einn af skipuleggjendum unglistarhátíðarinnar Eldur í Húnaþingi. "Þetta verður alveg geggjað, mikið af eldi enda ætlum við bæði að kveikja í höfninni og Borgarvirki." En bálkestir og brunar verða ekki aðeins í boði í Húnaþingi vestra því Kjartan segir ótal myndlistar- og ljósmyndasýningar verði í boði, útvarpsstöð starfrækt, tónleikar á hverju kvöldi, brekkusöngur og ljóðalestur. "Stefnan er að hafa hátíðina árlega og koma staðnum á kortið. Þetta er alveg frábær helgi þrátt fyrir að þetta sé ekki verslunarmannahelgin og lítið mál fyrir fólk að tjalda á svæðinu." Hugmyndin að hátíðinni kviknaði fyrir tveimur árum á fundi sem haldinn var um ungt fólk og atvinnu. "Einum hópnum datt þetta í hug til að sameina unga fólkið í bænum og vekja athygli á svæðinu. Við erum sjö manna hópur sem höldum utan um þetta núna en annars má segja að allt unga fólkið í Húnaþingi vestra standi fyrir þessu. Samheldnin hjá okkur er svo mikið að það nægir að hópa í liðið og þá er allt komið af stað," segir Kjartan og bætir því við að nafnið, "Eldur í Húnaþingi", vísi til eldmóðs unga fólksins á Hvammstanga.
Lífið Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira