Gúllíver á tónleikum 23. júlí 2004 00:01 Stuð milli stríða Kristján Hjálmarsson sá stelpubandið Nylon á sviði Ég hef ekki verið duglegur við að fara á tónleika í sumar. Í raun bara séð tvenna. Þeir fyrri voru síðari tónleikar ofurrokksveitarinnar Korn í Laugardalshöll. Þeir ollu mér vonbrigðum. Húsið hálf tómt, undarleg upphitunarsveit og svo klukkutíma bið eftir aðalnúmerinu. Þegar tónleikarnir loks hófust var ég orðinn þreyttur á að standa upp við sviðið og fylgjast með misgáfulegum strákum slást svo ég ákvað að fara heim áður en tónleikunum lauk. Félagar mínir sem urðu eftir lofuðu hins vegar Korn og hafa strítt mér á því síðan að ég sé að verða gamall partýspillir. Seinni tónleikarnir sem ég fór á voru á Hörðuvöllum í Hafnarfirði. Þar var uppskeruhátíð leikjanámskeiða sem dóttir mín hefur verið á. Boðið var upp á ýmis leiktæki en aðalspennan var í kringum stelpubandið Nylon. Spennan var í raun svo mikil að dóttir mín eyddi drjúgum hluta af tímanum í að skima eftir stelpubandinu. Sjálfur hafði ég miklar efasemdir um það. Var meira að segja búinn að útskýra það fyrir dóttur minni. Fannst tilbúnar sveitir ekki góðar. Dóttur minni var alveg sama. Hún vildi sjá Nylon. Stóra stundin rann svo upp og Nylon steig á svið. Gamli partýspillirinn var staðráðinn í að eyðileggja ekki daginn fyrir dóttur sinni og stóð því sem fastast framarlega fyrir miðju sviði. Reyndi jafnvel að dilla sér í takt við tónlistina. Allt í kringum okkur voru foreldrar með börn sín sem virtust ætla að gera slíkt hið sama. Nylon spilaði nokkur lög -- eitt nýtt en önnur gömul. Þegar síðustu tónarnir hættu að óma snéri ég mér við í leit að dóttur minni og mér brá. Foreldrarnir sem áður höfðu staðið þétt upp við sviðið höfðu fundið sér annað að gera en skilið afkvæmin eftir. Allt í kringum mig - hvert sem litið var - stóðu sjö til níu ára gömul börn sem rétt náðu mér upp að mitti og klöppuðu fyrir stelpubandinu. Þetta var undarleg stund. Mér leið eins og Gúlliver í Putalandi á tónleikum með Nylon. Stuð milli stríða Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Stuð milli stríða Kristján Hjálmarsson sá stelpubandið Nylon á sviði Ég hef ekki verið duglegur við að fara á tónleika í sumar. Í raun bara séð tvenna. Þeir fyrri voru síðari tónleikar ofurrokksveitarinnar Korn í Laugardalshöll. Þeir ollu mér vonbrigðum. Húsið hálf tómt, undarleg upphitunarsveit og svo klukkutíma bið eftir aðalnúmerinu. Þegar tónleikarnir loks hófust var ég orðinn þreyttur á að standa upp við sviðið og fylgjast með misgáfulegum strákum slást svo ég ákvað að fara heim áður en tónleikunum lauk. Félagar mínir sem urðu eftir lofuðu hins vegar Korn og hafa strítt mér á því síðan að ég sé að verða gamall partýspillir. Seinni tónleikarnir sem ég fór á voru á Hörðuvöllum í Hafnarfirði. Þar var uppskeruhátíð leikjanámskeiða sem dóttir mín hefur verið á. Boðið var upp á ýmis leiktæki en aðalspennan var í kringum stelpubandið Nylon. Spennan var í raun svo mikil að dóttir mín eyddi drjúgum hluta af tímanum í að skima eftir stelpubandinu. Sjálfur hafði ég miklar efasemdir um það. Var meira að segja búinn að útskýra það fyrir dóttur minni. Fannst tilbúnar sveitir ekki góðar. Dóttur minni var alveg sama. Hún vildi sjá Nylon. Stóra stundin rann svo upp og Nylon steig á svið. Gamli partýspillirinn var staðráðinn í að eyðileggja ekki daginn fyrir dóttur sinni og stóð því sem fastast framarlega fyrir miðju sviði. Reyndi jafnvel að dilla sér í takt við tónlistina. Allt í kringum okkur voru foreldrar með börn sín sem virtust ætla að gera slíkt hið sama. Nylon spilaði nokkur lög -- eitt nýtt en önnur gömul. Þegar síðustu tónarnir hættu að óma snéri ég mér við í leit að dóttur minni og mér brá. Foreldrarnir sem áður höfðu staðið þétt upp við sviðið höfðu fundið sér annað að gera en skilið afkvæmin eftir. Allt í kringum mig - hvert sem litið var - stóðu sjö til níu ára gömul börn sem rétt náðu mér upp að mitti og klöppuðu fyrir stelpubandinu. Þetta var undarleg stund. Mér leið eins og Gúlliver í Putalandi á tónleikum með Nylon.
Stuð milli stríða Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira