Lífið

Skipuleggðu garðinn í tölvunni

Ef þú vilt reyna að rækta grænu fingurna í hjarta þínu en þorir ekki alveg að hoppa út í djúpu laugina þá er um að gera að kíkja á vefinn bbc.co.uk. Þar er hægt að niðurhlaða forriti þar sem þú getur skipulagt garðinn þinn í tölvunni heima í stofu. Þar getur þú gert tilraunir með mismunandi plöntur, stíl liti og fylgihluti. Garðinn hannar þú allan í þrívídd og býður forritið uppá leiðsögn og uppástungur í ferlinu. Hver veit nema þú gætir kynnst einhverju nýju og forritið gæti blásið þér hugrekki í brjóst með ferskum og framandi hugmyndum. Öll slóðin á niðurhalningu forritsins er bbc.co.uk/gardening/design/virtualgarden_index.shtml.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×