Lífið

Frekari uppbygging miðbæjarins

Hafnar eru viðræður við sérfræðing á sviði bæjarkjarnauppbyggingar til þess að vinna að tillögum um frekari uppbyggingu í miðbæ Garðabæjar. Tillagan var lögð fram af Laufeyju Jóhannesdóttur, bæjarfulltrúa og formanns skipulagsnefndar, en í henni segir að meðal annars skuli unnið á grundvelli hugmynda sem fram komu í hugmyndasamkeppni um miðbæinn árið 2002 og þeirra hugmynda sem fram hafa komið í vinnu við endurskoðun aðalskipulags bæjarins."Það þarf að skoða hvað þarf að lagfæra í miðbæ Garðabæjar og hvort það séu einhver atriði sem þarf að taka sérstaklega tillit til þegar miðbæjarkjarni eins og þessi er unninn. Verslun og þjónusta á erfitt uppdráttar þarna og því mjög mikilvægt að unnið sé með þeim hagsmunaðilum sem þar eru að því hvernig hægt sé að skoða enduruppbyggingu á svæðinu. Til þess höfum við fengið sérfræðing sem á að skoða það hvort eitthvað sérstakt þurfi að leggja meiri áherslu á hvað þetta varðar. Það er nú þegar búið að halda fund á vegum skipulagsnefndar þar sem farið var yfir málið sem vonandi skýrist enn frekar á haustmánuðum," segir Laufey Jóhannesdóttir. Auk þess sem haft verður samráð við hagsmunaaðila á svæðinu er gert ráð fyrir að bæjarstjóri taki þátt í viðræðunum auk nefndarmanna í skipulagsnefnd og atvinnuþróunarnefnd Garðabæjar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×