Silkiblóm taka klakann með trompi 28. júlí 2004 00:01 Silkiblóm og silkitré er eitthvað sem getur sannarlega lífgað uppá heimili og gert það fallegt í leiðinni. Verslunin Soldis við Laugaveg 63 hefur nú boðið upp á silkiblóm og silkitré í hæsta gæðaflokki í tæplega sex ár. Að sögn annars eiganda Soldis, Bryndísar Tómasdóttur, hefur sala á silkiblómum aukist gríðarlega undanfarin ár. Það má ef til vill rekja til þess að gæði hafa aukist og eru silkiblóm nú orðin mun raunverulegri en þau voru hér áður fyrr. Nú er varla hægt að greina á milli alvörublóma og silkiblóma nema með snertingu. Hópurinn sem hefur dálæti á silkiblómum hefur aukist jafnt og þétt með betri blómum og fjölbreytnin er gífurleg í þessum iðnaði. "Fólk er bæði með silkiblóm inni og úti. Margir hafa silkiblóm útí garði og hafa jafnvel blómstrandi blóm með," segir Bryndís. Nú þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vökva og engin hætta er á að blómin deyi. "Trén sem við bjóðum uppá eru með náttúrulegan stofn og úr þurrkuðum, náttúrulegum við sem gerir allt yfirbragð miklu náttúrulegra. Ekki þarf þó að vökva tréð og stofninn helst óbreyttur," segir Bryndís. Margar konur vilja eiga brúðarvendi sína nú til dags og því gera þau hjá Soldis mikið af fallegum brúðarvöndum auk annarra fallegra vanda. Afskorin silkiblóm hafa verið að sækja í sig veðrið uppá síðkastið og margir velja þau í fallegar skreytingar. Soldis fylgist vel með stefnum og straumum í silkiblómabransanum og er alltaf með það nýjasta á boðstólnum. "Vinsælt er meðal unga fólksins nú til dags að hafa minimalískar og einfaldar skreytingar á borðum. Strá eða fallegar greinar er mikið notað og allt sem ólíkt er blómum," segir Bryndís en þær hjá Soldis geta glaðar frætt áhugasama um hvað sé í tísku hverju sinni. Vinsælust eru þó trén af öllum stærðum og gerðum; Fíkustré, Drekatré, Bonzai tré, Aloe Vera tré og hinir klassísku pálmar. Einnig eru fallegar rósir alltaf í tísku sem og burknar og hengiplöntur. Orkídeur virðast vera að færa sig upp á skaftið enda henta þær öllum. Þar gætir austurlenskra áhrifa og einfaldleika og margir velja sætan orkídeuvönd inná baðherbergið. Í mörgum fyrirtækjum eru nær eingöngu silkiblóm. Nú þarf enginn að hugsa um að vökva blómin og njóta þau sín vel í hvaða rými sem er. Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér silkiblómaþjónustu Soldis og má þar nefna Smáralind, Kringluna og Toyota-umboðið. Minnsta málið er að panta hjá Soldis en verslunin býður uppá mjög alhliða þjónustu. "Við mætum á staðinn og skoðum aðstæður. Síðan setjum við fram tillögu að skreytingu og göngum frá öllu saman ef viðskiptavini líkar við skreytinguna, sem oftast er raunin," segir Bryndís en Soldis býður jafnvel uppá ker og potta og því þarf viðskiptavinurinn ekki að leita neitt annað. Soldis er alltaf með sömu gerðir og liti af kerum og pottum ár eftir ár og því er alltaf hægt að bæta við pottasafnið. Silkiblóm eru alls ekki dýr í rekstri og þarf lítið sem ekkert að hugsa um þau. Þegar þau eru farin að rykfalla er hægt að taka upp rykkústinn eða einfaldlega setja þau út í rigninguna og leyfa henni að sjá um þrifnaðinn. Flóknara er það ekki og lítið gjald að greiða fyrir fallega og líflega uppsetningu allt árið um kring. lilja@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Silkiblóm og silkitré er eitthvað sem getur sannarlega lífgað uppá heimili og gert það fallegt í leiðinni. Verslunin Soldis við Laugaveg 63 hefur nú boðið upp á silkiblóm og silkitré í hæsta gæðaflokki í tæplega sex ár. Að sögn annars eiganda Soldis, Bryndísar Tómasdóttur, hefur sala á silkiblómum aukist gríðarlega undanfarin ár. Það má ef til vill rekja til þess að gæði hafa aukist og eru silkiblóm nú orðin mun raunverulegri en þau voru hér áður fyrr. Nú er varla hægt að greina á milli alvörublóma og silkiblóma nema með snertingu. Hópurinn sem hefur dálæti á silkiblómum hefur aukist jafnt og þétt með betri blómum og fjölbreytnin er gífurleg í þessum iðnaði. "Fólk er bæði með silkiblóm inni og úti. Margir hafa silkiblóm útí garði og hafa jafnvel blómstrandi blóm með," segir Bryndís. Nú þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vökva og engin hætta er á að blómin deyi. "Trén sem við bjóðum uppá eru með náttúrulegan stofn og úr þurrkuðum, náttúrulegum við sem gerir allt yfirbragð miklu náttúrulegra. Ekki þarf þó að vökva tréð og stofninn helst óbreyttur," segir Bryndís. Margar konur vilja eiga brúðarvendi sína nú til dags og því gera þau hjá Soldis mikið af fallegum brúðarvöndum auk annarra fallegra vanda. Afskorin silkiblóm hafa verið að sækja í sig veðrið uppá síðkastið og margir velja þau í fallegar skreytingar. Soldis fylgist vel með stefnum og straumum í silkiblómabransanum og er alltaf með það nýjasta á boðstólnum. "Vinsælt er meðal unga fólksins nú til dags að hafa minimalískar og einfaldar skreytingar á borðum. Strá eða fallegar greinar er mikið notað og allt sem ólíkt er blómum," segir Bryndís en þær hjá Soldis geta glaðar frætt áhugasama um hvað sé í tísku hverju sinni. Vinsælust eru þó trén af öllum stærðum og gerðum; Fíkustré, Drekatré, Bonzai tré, Aloe Vera tré og hinir klassísku pálmar. Einnig eru fallegar rósir alltaf í tísku sem og burknar og hengiplöntur. Orkídeur virðast vera að færa sig upp á skaftið enda henta þær öllum. Þar gætir austurlenskra áhrifa og einfaldleika og margir velja sætan orkídeuvönd inná baðherbergið. Í mörgum fyrirtækjum eru nær eingöngu silkiblóm. Nú þarf enginn að hugsa um að vökva blómin og njóta þau sín vel í hvaða rými sem er. Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér silkiblómaþjónustu Soldis og má þar nefna Smáralind, Kringluna og Toyota-umboðið. Minnsta málið er að panta hjá Soldis en verslunin býður uppá mjög alhliða þjónustu. "Við mætum á staðinn og skoðum aðstæður. Síðan setjum við fram tillögu að skreytingu og göngum frá öllu saman ef viðskiptavini líkar við skreytinguna, sem oftast er raunin," segir Bryndís en Soldis býður jafnvel uppá ker og potta og því þarf viðskiptavinurinn ekki að leita neitt annað. Soldis er alltaf með sömu gerðir og liti af kerum og pottum ár eftir ár og því er alltaf hægt að bæta við pottasafnið. Silkiblóm eru alls ekki dýr í rekstri og þarf lítið sem ekkert að hugsa um þau. Þegar þau eru farin að rykfalla er hægt að taka upp rykkústinn eða einfaldlega setja þau út í rigninguna og leyfa henni að sjá um þrifnaðinn. Flóknara er það ekki og lítið gjald að greiða fyrir fallega og líflega uppsetningu allt árið um kring. lilja@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira