Silkiblóm taka klakann með trompi 28. júlí 2004 00:01 Silkiblóm og silkitré er eitthvað sem getur sannarlega lífgað uppá heimili og gert það fallegt í leiðinni. Verslunin Soldis við Laugaveg 63 hefur nú boðið upp á silkiblóm og silkitré í hæsta gæðaflokki í tæplega sex ár. Að sögn annars eiganda Soldis, Bryndísar Tómasdóttur, hefur sala á silkiblómum aukist gríðarlega undanfarin ár. Það má ef til vill rekja til þess að gæði hafa aukist og eru silkiblóm nú orðin mun raunverulegri en þau voru hér áður fyrr. Nú er varla hægt að greina á milli alvörublóma og silkiblóma nema með snertingu. Hópurinn sem hefur dálæti á silkiblómum hefur aukist jafnt og þétt með betri blómum og fjölbreytnin er gífurleg í þessum iðnaði. "Fólk er bæði með silkiblóm inni og úti. Margir hafa silkiblóm útí garði og hafa jafnvel blómstrandi blóm með," segir Bryndís. Nú þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vökva og engin hætta er á að blómin deyi. "Trén sem við bjóðum uppá eru með náttúrulegan stofn og úr þurrkuðum, náttúrulegum við sem gerir allt yfirbragð miklu náttúrulegra. Ekki þarf þó að vökva tréð og stofninn helst óbreyttur," segir Bryndís. Margar konur vilja eiga brúðarvendi sína nú til dags og því gera þau hjá Soldis mikið af fallegum brúðarvöndum auk annarra fallegra vanda. Afskorin silkiblóm hafa verið að sækja í sig veðrið uppá síðkastið og margir velja þau í fallegar skreytingar. Soldis fylgist vel með stefnum og straumum í silkiblómabransanum og er alltaf með það nýjasta á boðstólnum. "Vinsælt er meðal unga fólksins nú til dags að hafa minimalískar og einfaldar skreytingar á borðum. Strá eða fallegar greinar er mikið notað og allt sem ólíkt er blómum," segir Bryndís en þær hjá Soldis geta glaðar frætt áhugasama um hvað sé í tísku hverju sinni. Vinsælust eru þó trén af öllum stærðum og gerðum; Fíkustré, Drekatré, Bonzai tré, Aloe Vera tré og hinir klassísku pálmar. Einnig eru fallegar rósir alltaf í tísku sem og burknar og hengiplöntur. Orkídeur virðast vera að færa sig upp á skaftið enda henta þær öllum. Þar gætir austurlenskra áhrifa og einfaldleika og margir velja sætan orkídeuvönd inná baðherbergið. Í mörgum fyrirtækjum eru nær eingöngu silkiblóm. Nú þarf enginn að hugsa um að vökva blómin og njóta þau sín vel í hvaða rými sem er. Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér silkiblómaþjónustu Soldis og má þar nefna Smáralind, Kringluna og Toyota-umboðið. Minnsta málið er að panta hjá Soldis en verslunin býður uppá mjög alhliða þjónustu. "Við mætum á staðinn og skoðum aðstæður. Síðan setjum við fram tillögu að skreytingu og göngum frá öllu saman ef viðskiptavini líkar við skreytinguna, sem oftast er raunin," segir Bryndís en Soldis býður jafnvel uppá ker og potta og því þarf viðskiptavinurinn ekki að leita neitt annað. Soldis er alltaf með sömu gerðir og liti af kerum og pottum ár eftir ár og því er alltaf hægt að bæta við pottasafnið. Silkiblóm eru alls ekki dýr í rekstri og þarf lítið sem ekkert að hugsa um þau. Þegar þau eru farin að rykfalla er hægt að taka upp rykkústinn eða einfaldlega setja þau út í rigninguna og leyfa henni að sjá um þrifnaðinn. Flóknara er það ekki og lítið gjald að greiða fyrir fallega og líflega uppsetningu allt árið um kring. lilja@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Silkiblóm og silkitré er eitthvað sem getur sannarlega lífgað uppá heimili og gert það fallegt í leiðinni. Verslunin Soldis við Laugaveg 63 hefur nú boðið upp á silkiblóm og silkitré í hæsta gæðaflokki í tæplega sex ár. Að sögn annars eiganda Soldis, Bryndísar Tómasdóttur, hefur sala á silkiblómum aukist gríðarlega undanfarin ár. Það má ef til vill rekja til þess að gæði hafa aukist og eru silkiblóm nú orðin mun raunverulegri en þau voru hér áður fyrr. Nú er varla hægt að greina á milli alvörublóma og silkiblóma nema með snertingu. Hópurinn sem hefur dálæti á silkiblómum hefur aukist jafnt og þétt með betri blómum og fjölbreytnin er gífurleg í þessum iðnaði. "Fólk er bæði með silkiblóm inni og úti. Margir hafa silkiblóm útí garði og hafa jafnvel blómstrandi blóm með," segir Bryndís. Nú þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vökva og engin hætta er á að blómin deyi. "Trén sem við bjóðum uppá eru með náttúrulegan stofn og úr þurrkuðum, náttúrulegum við sem gerir allt yfirbragð miklu náttúrulegra. Ekki þarf þó að vökva tréð og stofninn helst óbreyttur," segir Bryndís. Margar konur vilja eiga brúðarvendi sína nú til dags og því gera þau hjá Soldis mikið af fallegum brúðarvöndum auk annarra fallegra vanda. Afskorin silkiblóm hafa verið að sækja í sig veðrið uppá síðkastið og margir velja þau í fallegar skreytingar. Soldis fylgist vel með stefnum og straumum í silkiblómabransanum og er alltaf með það nýjasta á boðstólnum. "Vinsælt er meðal unga fólksins nú til dags að hafa minimalískar og einfaldar skreytingar á borðum. Strá eða fallegar greinar er mikið notað og allt sem ólíkt er blómum," segir Bryndís en þær hjá Soldis geta glaðar frætt áhugasama um hvað sé í tísku hverju sinni. Vinsælust eru þó trén af öllum stærðum og gerðum; Fíkustré, Drekatré, Bonzai tré, Aloe Vera tré og hinir klassísku pálmar. Einnig eru fallegar rósir alltaf í tísku sem og burknar og hengiplöntur. Orkídeur virðast vera að færa sig upp á skaftið enda henta þær öllum. Þar gætir austurlenskra áhrifa og einfaldleika og margir velja sætan orkídeuvönd inná baðherbergið. Í mörgum fyrirtækjum eru nær eingöngu silkiblóm. Nú þarf enginn að hugsa um að vökva blómin og njóta þau sín vel í hvaða rými sem er. Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér silkiblómaþjónustu Soldis og má þar nefna Smáralind, Kringluna og Toyota-umboðið. Minnsta málið er að panta hjá Soldis en verslunin býður uppá mjög alhliða þjónustu. "Við mætum á staðinn og skoðum aðstæður. Síðan setjum við fram tillögu að skreytingu og göngum frá öllu saman ef viðskiptavini líkar við skreytinguna, sem oftast er raunin," segir Bryndís en Soldis býður jafnvel uppá ker og potta og því þarf viðskiptavinurinn ekki að leita neitt annað. Soldis er alltaf með sömu gerðir og liti af kerum og pottum ár eftir ár og því er alltaf hægt að bæta við pottasafnið. Silkiblóm eru alls ekki dýr í rekstri og þarf lítið sem ekkert að hugsa um þau. Þegar þau eru farin að rykfalla er hægt að taka upp rykkústinn eða einfaldlega setja þau út í rigninguna og leyfa henni að sjá um þrifnaðinn. Flóknara er það ekki og lítið gjald að greiða fyrir fallega og líflega uppsetningu allt árið um kring. lilja@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning