Sækir orku í eldhúsið ólífugræna 29. júlí 2004 00:01 Soffía Karlsdóttir söngkona hefur í mörgu að snúast og er nýbúin að frumsýna kabarettsýningu á Kaffi Reykjavík sem heitir CooCoos Kabarett. Hún sækir sér sálarró í eldhúsið sitt. "Ólífugræni eldhúskrókurinn minn er algjört uppáhald og þar slær hjarta heimilisins. Þar er ég með eldhúsborðið hennar Árnýjar ömmu minnar úr búi hennar og afa en borðið er sennilega frá 1950. Ég veit ekki hvað það er en ég er hrifin af því að hafa gamla hluti í kringum mig, hluti sem hafa sögu. Ég á til dæmis tvær gamlar Singer saumavélar en ég er sérstaklega hrifin af gömlum saumavélum." Græni liturinn á eldhúsinu á sér sínar skýringar: "Ég er hrifin af grænum lit, mér finnst hann svo róandi, ljúfur og afslappandi litur. Og passar svo vel við augun í mér", segir Soffía og hlær. "Ég hef gaman af því að elda og við Kalli sonur minn bröllum margt inni í eldhúsi. Stundum bökum við brauð eða pizzur og þá er allt eldhúsið lagt undir enda reynum við að hafa afslappaða stemningu hjá okkur. Mér hefur tekist að gera heimilið okkar hlýlegt og notalegt og þegar ég fæ fólk í heimsókn endum við yfirleitt inni í eldhúsi. Ég bý í Grafarvoginum og það virðist vera lengra úr miðbænum og í Grafarvoginn en þaðan og í bæinn. Ég hef stundum ætlað að standa fyrir skipulögðum rútuferðum til að koma fólki í heimsókn til mín. En ég finn að eldhúsið mitt græna er farið að segja til sín og fólki líður vel heima hjá mér." Soffíu er fleira til lista lagt en söngurinn og eldhúsið hefur örvandi áhrif á sköpunargáfuna."Ég mála og stunda ýmsa listsköpun og yfirleitt alltaf inni í eldhúsi. Þessa dagana er ég t.d. að semja texta fyrir plötu sem kemur út fyrir jólin. Mig langar að finna mitt eigið hjarta í textunum og vil hafa plötuna svona rauðvíns og kertaplötu. " Án efa mun heyrast bergmál úr eldhúsinu græna á plötunni. brynhildurb@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Soffía Karlsdóttir söngkona hefur í mörgu að snúast og er nýbúin að frumsýna kabarettsýningu á Kaffi Reykjavík sem heitir CooCoos Kabarett. Hún sækir sér sálarró í eldhúsið sitt. "Ólífugræni eldhúskrókurinn minn er algjört uppáhald og þar slær hjarta heimilisins. Þar er ég með eldhúsborðið hennar Árnýjar ömmu minnar úr búi hennar og afa en borðið er sennilega frá 1950. Ég veit ekki hvað það er en ég er hrifin af því að hafa gamla hluti í kringum mig, hluti sem hafa sögu. Ég á til dæmis tvær gamlar Singer saumavélar en ég er sérstaklega hrifin af gömlum saumavélum." Græni liturinn á eldhúsinu á sér sínar skýringar: "Ég er hrifin af grænum lit, mér finnst hann svo róandi, ljúfur og afslappandi litur. Og passar svo vel við augun í mér", segir Soffía og hlær. "Ég hef gaman af því að elda og við Kalli sonur minn bröllum margt inni í eldhúsi. Stundum bökum við brauð eða pizzur og þá er allt eldhúsið lagt undir enda reynum við að hafa afslappaða stemningu hjá okkur. Mér hefur tekist að gera heimilið okkar hlýlegt og notalegt og þegar ég fæ fólk í heimsókn endum við yfirleitt inni í eldhúsi. Ég bý í Grafarvoginum og það virðist vera lengra úr miðbænum og í Grafarvoginn en þaðan og í bæinn. Ég hef stundum ætlað að standa fyrir skipulögðum rútuferðum til að koma fólki í heimsókn til mín. En ég finn að eldhúsið mitt græna er farið að segja til sín og fólki líður vel heima hjá mér." Soffíu er fleira til lista lagt en söngurinn og eldhúsið hefur örvandi áhrif á sköpunargáfuna."Ég mála og stunda ýmsa listsköpun og yfirleitt alltaf inni í eldhúsi. Þessa dagana er ég t.d. að semja texta fyrir plötu sem kemur út fyrir jólin. Mig langar að finna mitt eigið hjarta í textunum og vil hafa plötuna svona rauðvíns og kertaplötu. " Án efa mun heyrast bergmál úr eldhúsinu græna á plötunni. brynhildurb@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira