Lífið

Draumahús Kormákar Geirharðssonar

Draumahús Kormákar Geirharðssonar er hús föður hans í Reykholti í Biskupstungum sem hann hefur nýverið látið byggja. "Í upphafi ætlaði pabbi að smíða sér sumarhús en af því það lenti inn á skipulagi mátti hann það ekki. Því ákvað hann að hafa sumarhúsið, heilsárshús. Í nánustu framtíð hugsar hann sér að flytja þangað til að búa og minnka þá við sig hérna í bænum. Það hlýtur að vera draumur hvers manns að búa á svona stað og ég tala nú ekki um þegar fólk er orðið eldra," segir Kormákur. Hann segir húsið vera óvenjulegt í laginu og vekji því nokkra athygli þarna austur í sveitum. "Þetta hús er rosalega flott og skrítið í laginu, ég tala nú ekki um í samanburði við hin húsin þarna í kring. Það hefur líka fengið ýmis nöfn á sig , eins og Örkin hans Nóa, Strumpahúsið og fleiri nöfn. Það vita allir í sveitinni hvar skrítna húsið er, þannig að ef þig langar til að kíkja þá bara spyrðu um skrítna húsið og þér verður pottþétt vísað á það," segir hann og hlær. Kormákur dásamar landslagið og veðrið í Biskupstungum og segir útsýnið úr húsinu vera geysilega mikið og fallegt. "Þetta er ekki í um nema klukkutíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni og fyrir utan það hvað veðrið er alltaf hlýtt og gott þarna er nær öll þjónusta við höndina. Við fjölskyldan förum oft í sveitina til að dvelja í húsinu en við erum með hestana okkar þarna og eru þeir bara rétt fyrir neðan húsið," segir Kormákur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×