Lífið

Að heiman

Þegar haldið er í frí er gott að skilja við húsið sitt þannig að fólk haldi að einhver búi í því. Þá reyna innbrotsþjófar og aðrir óæskilegir gestir síður að brjótast inn. Margt er hægt að gera til að láta fólk halda að einhver sé í húsinu þínu og um að gera að kynna sér það. Biddu vin eða ættingja um að passa húsið fyrir þig. Ef þau geta ekki búið í húsinu þá geturðu allavega beðið þau um að kíkja við nokkrum sinnum á meðan þú ert í burtu. Settu inn tímastillingar á ljósin. Þannig geturðu kveikt og slökkt á þeim sjálfkrafa á vissum tímum dagsins. Dragðu fyrir áður en þú ferð. Biddu svo þann sem kíkir á húsið að breyta gardínunum alltaf þegar þau koma við. Kveiktu á símsvaranum ef þú átt svoleiðis. Hafðu boðin venjuleg og alls ekki taka fram að þú sért í fríi. Ef bíllinn þinn er sýnilegur á götunni biddu þá vini þína að keyra hann nokkrum sinnum á meðan þú ert í burtu. Biddu þann sem passar húsið þitt um að vinna aðeins úti á meðan þú ert í burtu. Bara eitthvað smávegis svo hann sé sýnilegur. Biddu blaðberann um að hætta að bera blöðin til þín á meðan þú ert í fríi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×