Berjast með orðum 5. ágúst 2004 00:01 Það verður háð stríð á Gauknum í kvöld. Þeir sem mætast munu hins vegar ekki beita venjulegum vopnum heldur orðaflaumi í þeim tilgangi að særa andstæðing sinn. "Rímnastríðið fer þannig fram að um einvígi er að ræða og keppendur hafa 30 sekúndur til að særa andstæðing sinn með rímum. Þetta heldur síðan áfram þar til einn stendur uppi sem sigurvegari," segir Róbert Aron Magnússon betur þekktur sem Robbi Cronic en hann skipuleggur stríðið í kvöld. Robbi segir formið á keppninni svipað og sást í kvikmyndinni 8 Mile. "Erlendis er þetta helsti vettvangurinn fyrir unga rappara til að koma sér á framfæri. Þetta er í þriðja skiptið sem Rímnastríðið er haldið hér á landi og áhuginn fer sífellt vaxandi," segir Robbi og bætir því við að margir séu þó hræddir við þetta form. "Þetta reynir rosalega á þann sem er að keppa. Hann þarf að vera rosalega spontant enda mesta niðurlægingin fólgin í því ef að rappari frýs á sviðinu. Það er líka hræðilegt ef þeir geta ekki svarað neinu eða svara með orðum sem ríma ekki." Það er greinilega mikil pressa á keppendunum því auk þess að þurfa að semja allt á staðnum vita þeir ekkert hverjum þeir mæta í einvíginu eða hvað andstæðingurinn mun segja um þá. Keppnin verður á Gauknum í kvöld og opnar húsið klukkan 21. Það fer eftir fjölda keppenda hvenær keppnin hefst en eitt er víst að úrslitin hefjast klukkan 23 og er sjónvarpað beint á Popp Tíví. Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Það verður háð stríð á Gauknum í kvöld. Þeir sem mætast munu hins vegar ekki beita venjulegum vopnum heldur orðaflaumi í þeim tilgangi að særa andstæðing sinn. "Rímnastríðið fer þannig fram að um einvígi er að ræða og keppendur hafa 30 sekúndur til að særa andstæðing sinn með rímum. Þetta heldur síðan áfram þar til einn stendur uppi sem sigurvegari," segir Róbert Aron Magnússon betur þekktur sem Robbi Cronic en hann skipuleggur stríðið í kvöld. Robbi segir formið á keppninni svipað og sást í kvikmyndinni 8 Mile. "Erlendis er þetta helsti vettvangurinn fyrir unga rappara til að koma sér á framfæri. Þetta er í þriðja skiptið sem Rímnastríðið er haldið hér á landi og áhuginn fer sífellt vaxandi," segir Robbi og bætir því við að margir séu þó hræddir við þetta form. "Þetta reynir rosalega á þann sem er að keppa. Hann þarf að vera rosalega spontant enda mesta niðurlægingin fólgin í því ef að rappari frýs á sviðinu. Það er líka hræðilegt ef þeir geta ekki svarað neinu eða svara með orðum sem ríma ekki." Það er greinilega mikil pressa á keppendunum því auk þess að þurfa að semja allt á staðnum vita þeir ekkert hverjum þeir mæta í einvíginu eða hvað andstæðingurinn mun segja um þá. Keppnin verður á Gauknum í kvöld og opnar húsið klukkan 21. Það fer eftir fjölda keppenda hvenær keppnin hefst en eitt er víst að úrslitin hefjast klukkan 23 og er sjónvarpað beint á Popp Tíví.
Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira