Vanmetum þá ekki! 9. ágúst 2004 00:01 Stuð milli stríða Þóra Tómasdóttir hugsar til innbrotsþjófa þegar hún hlustar á útvarp. Vinir mínir hafa margoft skemmt sér á minn kostnað vegna tónlistarsafns míns sem þótti bæði aumkunarvert og óviðeigandi í mannfögnuðum. Eiginhagsmunaseggirnir lögðu það í sinn vana að taka með sér tónlist þegar ég kallaði til gleðskapar í mínum húsum og hreyttu í mig ónotum ef ég vogaði mér að skella mínum diskum í tækið. En ég lái þeim það ekki lengur. Ekki eftir að kolbrjálaður eiturlyfjasjúklingur réðst inn á heimili mitt í skjóli nætur og hrifsaði með sér allt sem hann taldi verðmætt. Þar á meðal græjur, sjónvarp og alla tónlist sem ég hafði sankað að mér frá barnsaldri. Óneitanlega var missirinn sár því skömmu áður fjárfesti ég í öfundsverðu sjónvarpstæki sem strákfjandinn hafði þarna af mér. Eftir á hugsa ég skítt með tækin , bráðum verð ég mjö mjö rík og kaupi mér ný og flottari. En geisladiskarnir, maður! Þessi illræmdi innbrotsþjófur er greinilega eini maðurinn á landinu með verðmætisskyn í lagi. Enginn hefur áður kunnað svo vel að meta diskasafnið mitt að hann bryti lög til að komast yfir það. Þjófurinn og ég eigum augljóslega margt sameiginlegt, smekklegt fólk sem á við erfiða siðferðisbresti að stríða. Að minnsta kosti hugsa ég til þín í þau fáu skipti sem lögin mín hljóma í útvarpinu. Í tækinu í bílnum mínum, manstu, þar sem þú gleymdir að koma við þegar þú rændir mig! Í dag á ég tvo geisladiska sem mér voru gefnir í sárabætur eftir innbrotið, einn heitir Hresst og hinn Rólegt. Vinir mínir kvarta ekki lengur yfir tónlistinni heldur sitja þeir alvörugefnir í aftursætinu og hlusta þenkjandi á þvæluna sem ég spila fyrir þá til skiptis. Ég hef komist að raun um að innbrotsþjófar og eiturlyfjasjúklingar eru stórlega vanmetnir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Stuð milli stríða Þóra Tómasdóttir hugsar til innbrotsþjófa þegar hún hlustar á útvarp. Vinir mínir hafa margoft skemmt sér á minn kostnað vegna tónlistarsafns míns sem þótti bæði aumkunarvert og óviðeigandi í mannfögnuðum. Eiginhagsmunaseggirnir lögðu það í sinn vana að taka með sér tónlist þegar ég kallaði til gleðskapar í mínum húsum og hreyttu í mig ónotum ef ég vogaði mér að skella mínum diskum í tækið. En ég lái þeim það ekki lengur. Ekki eftir að kolbrjálaður eiturlyfjasjúklingur réðst inn á heimili mitt í skjóli nætur og hrifsaði með sér allt sem hann taldi verðmætt. Þar á meðal græjur, sjónvarp og alla tónlist sem ég hafði sankað að mér frá barnsaldri. Óneitanlega var missirinn sár því skömmu áður fjárfesti ég í öfundsverðu sjónvarpstæki sem strákfjandinn hafði þarna af mér. Eftir á hugsa ég skítt með tækin , bráðum verð ég mjö mjö rík og kaupi mér ný og flottari. En geisladiskarnir, maður! Þessi illræmdi innbrotsþjófur er greinilega eini maðurinn á landinu með verðmætisskyn í lagi. Enginn hefur áður kunnað svo vel að meta diskasafnið mitt að hann bryti lög til að komast yfir það. Þjófurinn og ég eigum augljóslega margt sameiginlegt, smekklegt fólk sem á við erfiða siðferðisbresti að stríða. Að minnsta kosti hugsa ég til þín í þau fáu skipti sem lögin mín hljóma í útvarpinu. Í tækinu í bílnum mínum, manstu, þar sem þú gleymdir að koma við þegar þú rændir mig! Í dag á ég tvo geisladiska sem mér voru gefnir í sárabætur eftir innbrotið, einn heitir Hresst og hinn Rólegt. Vinir mínir kvarta ekki lengur yfir tónlistinni heldur sitja þeir alvörugefnir í aftursætinu og hlusta þenkjandi á þvæluna sem ég spila fyrir þá til skiptis. Ég hef komist að raun um að innbrotsþjófar og eiturlyfjasjúklingar eru stórlega vanmetnir!
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun