Vanmetum þá ekki! 9. ágúst 2004 00:01 Stuð milli stríða Þóra Tómasdóttir hugsar til innbrotsþjófa þegar hún hlustar á útvarp. Vinir mínir hafa margoft skemmt sér á minn kostnað vegna tónlistarsafns míns sem þótti bæði aumkunarvert og óviðeigandi í mannfögnuðum. Eiginhagsmunaseggirnir lögðu það í sinn vana að taka með sér tónlist þegar ég kallaði til gleðskapar í mínum húsum og hreyttu í mig ónotum ef ég vogaði mér að skella mínum diskum í tækið. En ég lái þeim það ekki lengur. Ekki eftir að kolbrjálaður eiturlyfjasjúklingur réðst inn á heimili mitt í skjóli nætur og hrifsaði með sér allt sem hann taldi verðmætt. Þar á meðal græjur, sjónvarp og alla tónlist sem ég hafði sankað að mér frá barnsaldri. Óneitanlega var missirinn sár því skömmu áður fjárfesti ég í öfundsverðu sjónvarpstæki sem strákfjandinn hafði þarna af mér. Eftir á hugsa ég skítt með tækin , bráðum verð ég mjö mjö rík og kaupi mér ný og flottari. En geisladiskarnir, maður! Þessi illræmdi innbrotsþjófur er greinilega eini maðurinn á landinu með verðmætisskyn í lagi. Enginn hefur áður kunnað svo vel að meta diskasafnið mitt að hann bryti lög til að komast yfir það. Þjófurinn og ég eigum augljóslega margt sameiginlegt, smekklegt fólk sem á við erfiða siðferðisbresti að stríða. Að minnsta kosti hugsa ég til þín í þau fáu skipti sem lögin mín hljóma í útvarpinu. Í tækinu í bílnum mínum, manstu, þar sem þú gleymdir að koma við þegar þú rændir mig! Í dag á ég tvo geisladiska sem mér voru gefnir í sárabætur eftir innbrotið, einn heitir Hresst og hinn Rólegt. Vinir mínir kvarta ekki lengur yfir tónlistinni heldur sitja þeir alvörugefnir í aftursætinu og hlusta þenkjandi á þvæluna sem ég spila fyrir þá til skiptis. Ég hef komist að raun um að innbrotsþjófar og eiturlyfjasjúklingar eru stórlega vanmetnir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Stuð milli stríða Þóra Tómasdóttir hugsar til innbrotsþjófa þegar hún hlustar á útvarp. Vinir mínir hafa margoft skemmt sér á minn kostnað vegna tónlistarsafns míns sem þótti bæði aumkunarvert og óviðeigandi í mannfögnuðum. Eiginhagsmunaseggirnir lögðu það í sinn vana að taka með sér tónlist þegar ég kallaði til gleðskapar í mínum húsum og hreyttu í mig ónotum ef ég vogaði mér að skella mínum diskum í tækið. En ég lái þeim það ekki lengur. Ekki eftir að kolbrjálaður eiturlyfjasjúklingur réðst inn á heimili mitt í skjóli nætur og hrifsaði með sér allt sem hann taldi verðmætt. Þar á meðal græjur, sjónvarp og alla tónlist sem ég hafði sankað að mér frá barnsaldri. Óneitanlega var missirinn sár því skömmu áður fjárfesti ég í öfundsverðu sjónvarpstæki sem strákfjandinn hafði þarna af mér. Eftir á hugsa ég skítt með tækin , bráðum verð ég mjö mjö rík og kaupi mér ný og flottari. En geisladiskarnir, maður! Þessi illræmdi innbrotsþjófur er greinilega eini maðurinn á landinu með verðmætisskyn í lagi. Enginn hefur áður kunnað svo vel að meta diskasafnið mitt að hann bryti lög til að komast yfir það. Þjófurinn og ég eigum augljóslega margt sameiginlegt, smekklegt fólk sem á við erfiða siðferðisbresti að stríða. Að minnsta kosti hugsa ég til þín í þau fáu skipti sem lögin mín hljóma í útvarpinu. Í tækinu í bílnum mínum, manstu, þar sem þú gleymdir að koma við þegar þú rændir mig! Í dag á ég tvo geisladiska sem mér voru gefnir í sárabætur eftir innbrotið, einn heitir Hresst og hinn Rólegt. Vinir mínir kvarta ekki lengur yfir tónlistinni heldur sitja þeir alvörugefnir í aftursætinu og hlusta þenkjandi á þvæluna sem ég spila fyrir þá til skiptis. Ég hef komist að raun um að innbrotsþjófar og eiturlyfjasjúklingar eru stórlega vanmetnir!
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun