Menning

Fjölbreyttasta landslag í heimi

Íslendingum býðst að kynnast töfrum Nýja Sjálands í sérstakri hópferð frá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn sem stendur frá 15. október til 6. nóvember. Þetta mun vera fyrsta sérferðin sem farin er héðan til beggja eyja Nýja Sjálands og komið er við í Singapore á leiðinni út. Ferðin er skipulögð af Ara Trausta Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi og Andy Dennis sem er nýsjálenskur og talar íslensku. Að sögn Ara Trausta verður blandað saman skoðun á skemmtilegu mannlífi og óvenjulegu náttúrufari sem hann lýsir svo: "Þarna er fjölbreyttasta landslag sem um getur í veröldinni eins og þeir kannast við sem hafa séð Hringadróttinssögu á hvíta tjaldinu. Þarna eru eyðimerkur og baðstrendur, regnskógar, dalir með blómlegum landbúnaði, jöklar, eldfjöll og hverir, alpafjöll og firðir sem slá þá norsku út." Hvarvetna verður gist á góðum hótelum og aldrei minna en tvær nætur á hverjum stað. Þeir Ari Trausti og Andy munu kynna ferðina í máli og myndum í Þingsal hótel Loftleiða kl. 20 í kvöld, 12. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×