Innlent

Breyttar áherslur í Evrópumálum

Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, segir að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði áfram skoðuð með opnum huga. Hann segir að forsætisráðuneytið hafi ávallt frumkvæði í stórum málum. Áherslumunur formanna Sjálfstæðistæðisflokks og Framsóknarflokks í afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu hefur ekki farið leynt. Meðan Davíð Oddsson hefur nánast útlokað aðild í nánustu framtíð hefur Halldór Ásgrímsson viljað halda öllum möguleikum opnum. Hann segir nauðsynlegt að halda áfram athugunum um Evrópuvandamál, ýmislegt geti komið upp og menn verði að vera tilbúnir til að fara í ákveðnar breytingar ef slík staða kemur upp. Halldór bendir á að forsætisráðherra hafi nýlega skipað nefnd allra stjórnmálaflokka um Evrópumál og áfram verði unnið í henni. Samband Ungra framsóknarmanna ályktuðu fyrr í sumar að það þjónaði hagsmunum Íslands að hefja nú þegar vinnu við samningsmarkmið með aðild að Evrópusambandinu huga og skuli sú vinna hefjast að frumkvæði forsætisráðuneytisins. Halldór segir ljóst að Forsætisráðuneytið taki frumkvæði í öllum stórum málum. Hann segir þó liggja alveg skýrt fyrir að það sé ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar að ganga í Evrópusambandið. Þau mál verði þó áfram skoðuð með opnum huga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×