Lítil og nett vinnuaðstaða 18. ágúst 2004 00:01 Nú eru skólarnir að byrja og færist það í aukana að unglingar á menntaskólastigi þurfa að vinna mikla vinnu í tölvu. Margir skólakrakkar ferðast utan af landi í höfuðborgina til að feta skólabrautina og þurfa oft að sætta sig við fremur þröngan húsnæðiskost. Í litlum íbúðum getur oft reynst erfitt að skipta um skoðun, hvað þá að koma fyrir almennilegri vinnuaðstöðu. "Lykilatriðið er að einingin sé lítil, á hjólum og að allt dót tengt skólanum komist í hana. Skólafólk er yfirleitt með fartölvu þannig að góð brella er að fá sér litla einingu á hjólum sem er um það bil áttatíu sinnum sextíu sentimetrar. Gott er að hafa skúffur sitt hvoru megin við eininguna, sem getur þá haldið utan um alla pappíra og möppur sem fylgja skólanum. Hæðin fer svo eftir því hvort viðkomandi finnst gott að vinna í sófa eða í stól," segir Þórdís Zoëga, hönnuður Félags húsgagna- og innanhúsarkitekta. "Það er mjög mikilvægt að einingin sé ekki föst ef viðkomandi býr í litlu rými. Í lítilli íbúð með einu svefnherbergi, eldhúsi og baðherbergi er ekki gott að koma inn fastri vinnustöðu. Það góða við færanlega einingu er líka það að viðkomandi getur fært vinnuaðstöðuna í öll herbergi íbúðarinnar, allt eftir þörfum og stemningu. Stundum vill maður læra í eldhúsinu og stundum í stofunni. Fólk þarf síðan einungis að finna út hvar það vill helst læra, í sófa eða við stóla, og vinna einingu út frá því," segir Þórdís. Þórdís hefur reyndar ekki séð svona einingu hér á landi en efast þó ekki um að hún sé til einhvers staðar. Einnig bendir hún á að hægt er að skoða markaðinn og setja eininguna saman sjálfur. "Það er mikið úrval af skrifstofuvörum í til dæmis Pennanum og IKEA. Það sem er mikilvægt er að hjólin séu góð og stór og með bremsum. Síðan er hægt að kaupa kassa eða hólk og setja tilbúnar einingar inn í hann, eins og til dæmis plastskúffur. Breiddin fer í raun og veru eftir breidd fartölvunnar og músinnar og eins og einu A4 blaði." Í IKEA eru til svokölluð MIKAEL-tölvuborð. Borðið er úr birki og er úr hjólum. Ef um fartölvu er að ræða er hægt að leggja hana til hliðar þegar hún er ekki í notkun og nota tölvuborðið sem skrifborð. Einnig er mikið úrval af hillueiningum og skúffueiningum í IKEA sem hægt er að bæta inn í vinnuaðstöðu. Hús og heimili Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Sjá meira
Nú eru skólarnir að byrja og færist það í aukana að unglingar á menntaskólastigi þurfa að vinna mikla vinnu í tölvu. Margir skólakrakkar ferðast utan af landi í höfuðborgina til að feta skólabrautina og þurfa oft að sætta sig við fremur þröngan húsnæðiskost. Í litlum íbúðum getur oft reynst erfitt að skipta um skoðun, hvað þá að koma fyrir almennilegri vinnuaðstöðu. "Lykilatriðið er að einingin sé lítil, á hjólum og að allt dót tengt skólanum komist í hana. Skólafólk er yfirleitt með fartölvu þannig að góð brella er að fá sér litla einingu á hjólum sem er um það bil áttatíu sinnum sextíu sentimetrar. Gott er að hafa skúffur sitt hvoru megin við eininguna, sem getur þá haldið utan um alla pappíra og möppur sem fylgja skólanum. Hæðin fer svo eftir því hvort viðkomandi finnst gott að vinna í sófa eða í stól," segir Þórdís Zoëga, hönnuður Félags húsgagna- og innanhúsarkitekta. "Það er mjög mikilvægt að einingin sé ekki föst ef viðkomandi býr í litlu rými. Í lítilli íbúð með einu svefnherbergi, eldhúsi og baðherbergi er ekki gott að koma inn fastri vinnustöðu. Það góða við færanlega einingu er líka það að viðkomandi getur fært vinnuaðstöðuna í öll herbergi íbúðarinnar, allt eftir þörfum og stemningu. Stundum vill maður læra í eldhúsinu og stundum í stofunni. Fólk þarf síðan einungis að finna út hvar það vill helst læra, í sófa eða við stóla, og vinna einingu út frá því," segir Þórdís. Þórdís hefur reyndar ekki séð svona einingu hér á landi en efast þó ekki um að hún sé til einhvers staðar. Einnig bendir hún á að hægt er að skoða markaðinn og setja eininguna saman sjálfur. "Það er mikið úrval af skrifstofuvörum í til dæmis Pennanum og IKEA. Það sem er mikilvægt er að hjólin séu góð og stór og með bremsum. Síðan er hægt að kaupa kassa eða hólk og setja tilbúnar einingar inn í hann, eins og til dæmis plastskúffur. Breiddin fer í raun og veru eftir breidd fartölvunnar og músinnar og eins og einu A4 blaði." Í IKEA eru til svokölluð MIKAEL-tölvuborð. Borðið er úr birki og er úr hjólum. Ef um fartölvu er að ræða er hægt að leggja hana til hliðar þegar hún er ekki í notkun og nota tölvuborðið sem skrifborð. Einnig er mikið úrval af hillueiningum og skúffueiningum í IKEA sem hægt er að bæta inn í vinnuaðstöðu.
Hús og heimili Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning