Innlent

Jafnréttisáætlun verði höfð í huga

Stjórn Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi-suður hefur sent frá sér ályktun þar sem lögð er áhersla á að jafnréttisáætlun flokksins frá 1996 verði höfð í huga þegar ráðherraskipti eiga sér stað þann 15. september næstkomandi. Í ályktuninni segir að Framsóknarflokkurinn hafi á undanförnum árum verið öðrum stjórnmálaflokkum á Íslandi gott fordæmi hvað varðar jafnrétti og brýnt sé að flokkurinn haldi áfram á þeirri braut. Ályktunin er á svipuðum nótum og ályktun frá fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði frá því í gær og heilsíðuauglýsing sem 40 framsóknarkonur stóðu fyrir á þriðjudaginn þar sem skín í gegn að verið er að lýsa yfir stuðningi við Siv Friðleifsdóttur, án þess að það sé orðað með beinum hætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×