Tilbrigði við búvernd 19. ágúst 2004 00:01 Tvö lönd innan OECD hafa nú um tveggja áratuga skeið leyft vindum fríverzlunar og frjálsrar samkeppni að næða um landbúnað til jafns við annan atvinnurekstur. Þessi lönd eru Ástralía og Nýja-Sjáland. Reynsla þeirra af landbúnaði án styrkja á erindi við önnur OECD-lönd, þar sem landbúnaðurinn er enn á ríkisframfæri – og þá ekki sízt við okkur Íslendinga, því að hér heima er landbúnaðurinn enn sem jafnan endranær þyngri á fóðrum en alls staðar annars staðar í heiminum nema í Sviss og Noregi. Fram yfir 1980 naut landbúnaður í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi svipaðra sérkjara og tíðkuðust annars staðar um iðnríkin og tíðkast þar enn. Árið 1984 var svo komið, að beinir og óbeinir ríkisstyrkir til bænda á Nýja-Sjálandi námu þriðjungi af tekjum þeirra (þetta hlutfall hér heima er nú 70% skv. skýrslum OECD). Nýsjálenzka ríkisstjórnin sá í hendi sér, að þetta ástand gat ekki gengið til frambúðar, og ákvað þá að létta öllum hömlum af búvöruviðskiptum í einu vetfangi svo að segja og afnema jafnframt alla bústyrki og niðurgreiðslur. Þessi róttæka breyting var liður í frívæðingu þjóðarbúskaparins í heild þarna suður frá, en um þetta leyti var mjög af Nýja-Sjálandi dregið. Landið hafði verið meðal ríkustu landa heims um 1950, en það hafði sigið smám saman niður eftir listanum yfir þjóðartekjur á mann í iðnríkjum og var nú einum mannsaldri síðar nálægt botni listans. Ástralska ríkisstjórnin venti einnig sínu kvæði í kross, þótt ástandið væri skárra þar en á Nýja-Sjálandi. Kúvendingin í Ástralíu vakti þó minni athygli í útlöndum, þar eð Ástralar tóku sér ívið lengri tíma til verksins en grannar þeirra: Ástralar kusu að leysa málið í áföngum frekar en einum rykk, en þeir gengu eigi að síður vasklega til verks. Uppskurðurinn í landbúnaðarmálum beggja landa fór fram í sátt við bændur. Lykillinn að sáttinni var sá, að uppskurðurinn var hluti víðtækra umbóta, sem tóku til marga þátta efnahagslífsins í einu, svo að bændur þóttust sjá, að næstum allir sætu við sama borð. Það skipti sköpum. Því var spáð í upphafi, að 8.000 býli myndu leggjast í auðn án verndar, en svo fór þó ekki. Þegar upp var staðið, þurftu aðeins 800 bændur á Nýja-Sjálandi að bregða búi, eða 1% allra bænda. Það var allt og sumt. Svipað var uppi á teningnum í Ástralíu. Bændur í báðum löndum löguðu sig fljótt og vel að nýjum aðstæðum: þeir hættu að haga framleiðslu sinni eftir styrkjum og uppbótum úr ríkissjóði og löguðu hana heldur að óskum og þörfum neytenda. Frjáls markaður fékk að ráða ferðinni. Samsetning framleiðslunnar breyttist. Margir bændur hættu til að mynda sauðfjárrækt og hófu vínrækt í staðinn, og það tókst svo vel, að Ástralía og Nýja-Sjáland hafa á skömmum tíma skipað sér í röð fremstu vínræktarlanda heimsins. Sauðfjárstofninn á Nýja-Sjálandi minnkaði úr 70 milljónum fjár í 50 fyrstu tíu árin eftir 1984. Bændur hagræddu búrekstrinum á ýmsa lund. Birgjar þeirra snarlækkuðu til dæmis verð á aðföngum til bænda – vitandi það, að bændur voru ekki lengur á ríkisjötunni og þurftu því að horfa í hverja krónu eins og aðrir. Umskiptin voru samt ekki sársaukalaus. Landareignir bænda lækkuðu um fimmtung í verði, og má af því ráða, hversu búverndin hafði verið bökuð inn í verð á landi. En ástandið lagaðist fljótt aftur. Innan tíu ára hafði landbúnaðarframleiðslan aftur náð fyrri styrk, og hún hefur sum árin síðan vaxið örar en önnur framleiðsla á Nýja-Sjálandi, enda hafa bændur verið að nema ný lönd: vínrækt, ávaxtarækt, jarðhnetur o. s.frv. Galdurinn er þessi: markaðurinn sendir bændum arðvænlegri skilaboð en ríkisvaldið um það, hvað borgar sig og hvað ekki. Bændur kunna vel að bregðast við skilaboðum markaðsins. Framleiðni í landbúnaði – virðisaukinn á hvert ársverk – hefur nær tvöfaldazt á Nýja-Sjálandi síðan 1983, og hann hefur aukizt um helming í Ástralíu. Umhverfisspjöll af völdum landbúnaðar hafa minnkað til muna, þar eð ræktarland og áveitur nýtast nú betur en áður og áburðarnotkun hefur hjaðnað, enda hefur niðurgreiðslu áburðar verið hætt. Enginn skyni borinn bóndi í þessum tveim löndum hinum megin á hnettinum lætur sér það til hugar koma að lýsa eftir afturhvarfi til búverndarstefnunnar. Þeir dagar eru liðnir og koma trúlega aldrei aftur. Bændur eru þvert á móti stoltir af því að standa nú á eigin fótum. Þeim hefur aldrei gengið betur: þeir eru sjálfstætt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun
Tvö lönd innan OECD hafa nú um tveggja áratuga skeið leyft vindum fríverzlunar og frjálsrar samkeppni að næða um landbúnað til jafns við annan atvinnurekstur. Þessi lönd eru Ástralía og Nýja-Sjáland. Reynsla þeirra af landbúnaði án styrkja á erindi við önnur OECD-lönd, þar sem landbúnaðurinn er enn á ríkisframfæri – og þá ekki sízt við okkur Íslendinga, því að hér heima er landbúnaðurinn enn sem jafnan endranær þyngri á fóðrum en alls staðar annars staðar í heiminum nema í Sviss og Noregi. Fram yfir 1980 naut landbúnaður í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi svipaðra sérkjara og tíðkuðust annars staðar um iðnríkin og tíðkast þar enn. Árið 1984 var svo komið, að beinir og óbeinir ríkisstyrkir til bænda á Nýja-Sjálandi námu þriðjungi af tekjum þeirra (þetta hlutfall hér heima er nú 70% skv. skýrslum OECD). Nýsjálenzka ríkisstjórnin sá í hendi sér, að þetta ástand gat ekki gengið til frambúðar, og ákvað þá að létta öllum hömlum af búvöruviðskiptum í einu vetfangi svo að segja og afnema jafnframt alla bústyrki og niðurgreiðslur. Þessi róttæka breyting var liður í frívæðingu þjóðarbúskaparins í heild þarna suður frá, en um þetta leyti var mjög af Nýja-Sjálandi dregið. Landið hafði verið meðal ríkustu landa heims um 1950, en það hafði sigið smám saman niður eftir listanum yfir þjóðartekjur á mann í iðnríkjum og var nú einum mannsaldri síðar nálægt botni listans. Ástralska ríkisstjórnin venti einnig sínu kvæði í kross, þótt ástandið væri skárra þar en á Nýja-Sjálandi. Kúvendingin í Ástralíu vakti þó minni athygli í útlöndum, þar eð Ástralar tóku sér ívið lengri tíma til verksins en grannar þeirra: Ástralar kusu að leysa málið í áföngum frekar en einum rykk, en þeir gengu eigi að síður vasklega til verks. Uppskurðurinn í landbúnaðarmálum beggja landa fór fram í sátt við bændur. Lykillinn að sáttinni var sá, að uppskurðurinn var hluti víðtækra umbóta, sem tóku til marga þátta efnahagslífsins í einu, svo að bændur þóttust sjá, að næstum allir sætu við sama borð. Það skipti sköpum. Því var spáð í upphafi, að 8.000 býli myndu leggjast í auðn án verndar, en svo fór þó ekki. Þegar upp var staðið, þurftu aðeins 800 bændur á Nýja-Sjálandi að bregða búi, eða 1% allra bænda. Það var allt og sumt. Svipað var uppi á teningnum í Ástralíu. Bændur í báðum löndum löguðu sig fljótt og vel að nýjum aðstæðum: þeir hættu að haga framleiðslu sinni eftir styrkjum og uppbótum úr ríkissjóði og löguðu hana heldur að óskum og þörfum neytenda. Frjáls markaður fékk að ráða ferðinni. Samsetning framleiðslunnar breyttist. Margir bændur hættu til að mynda sauðfjárrækt og hófu vínrækt í staðinn, og það tókst svo vel, að Ástralía og Nýja-Sjáland hafa á skömmum tíma skipað sér í röð fremstu vínræktarlanda heimsins. Sauðfjárstofninn á Nýja-Sjálandi minnkaði úr 70 milljónum fjár í 50 fyrstu tíu árin eftir 1984. Bændur hagræddu búrekstrinum á ýmsa lund. Birgjar þeirra snarlækkuðu til dæmis verð á aðföngum til bænda – vitandi það, að bændur voru ekki lengur á ríkisjötunni og þurftu því að horfa í hverja krónu eins og aðrir. Umskiptin voru samt ekki sársaukalaus. Landareignir bænda lækkuðu um fimmtung í verði, og má af því ráða, hversu búverndin hafði verið bökuð inn í verð á landi. En ástandið lagaðist fljótt aftur. Innan tíu ára hafði landbúnaðarframleiðslan aftur náð fyrri styrk, og hún hefur sum árin síðan vaxið örar en önnur framleiðsla á Nýja-Sjálandi, enda hafa bændur verið að nema ný lönd: vínrækt, ávaxtarækt, jarðhnetur o. s.frv. Galdurinn er þessi: markaðurinn sendir bændum arðvænlegri skilaboð en ríkisvaldið um það, hvað borgar sig og hvað ekki. Bændur kunna vel að bregðast við skilaboðum markaðsins. Framleiðni í landbúnaði – virðisaukinn á hvert ársverk – hefur nær tvöfaldazt á Nýja-Sjálandi síðan 1983, og hann hefur aukizt um helming í Ástralíu. Umhverfisspjöll af völdum landbúnaðar hafa minnkað til muna, þar eð ræktarland og áveitur nýtast nú betur en áður og áburðarnotkun hefur hjaðnað, enda hefur niðurgreiðslu áburðar verið hætt. Enginn skyni borinn bóndi í þessum tveim löndum hinum megin á hnettinum lætur sér það til hugar koma að lýsa eftir afturhvarfi til búverndarstefnunnar. Þeir dagar eru liðnir og koma trúlega aldrei aftur. Bændur eru þvert á móti stoltir af því að standa nú á eigin fótum. Þeim hefur aldrei gengið betur: þeir eru sjálfstætt fólk.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun