Innlent

Framsóknarflokkurinn fundar

Núna klukkan fjögur hófst þingflokksfundur Framsóknarflokksins þar sem væntanlega verður tilkynnt um breytingar á ráðherraliði flokksins. Sem kunnugt er eftirlætur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokknum umhverfisráðuneytið í næsta mánuði þannig að Siv Friðleifsdóttir hættir sem umhverfisráðherra. Mikill þrýstingur er á Halldór Ásgrímsson, formann flokksins, að fela Siv annað ráðherraembætti en samkvæmt heimildum fréttastofunnar er líklegast að Siv missi ráðherradóminn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×