Innlent

Slæmt fyrir jafnréttirbaráttuna

MYND/Gunnar V. Andrésson
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir Framsóknarflokkinn hafa tekið skref aftur á bak í jafnréttisbaráttu kynjanna og það eigi eftir að kosta flokkinn fylgi í næstu kosningum. Brotthvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr ráðherrastóli veiki ríkisstjórnina og hugmyndir um frekari breytingar á ráðherraliði flokksins haldi óvissu innan Framsóknarflokksins gangandi. Í gær var tilkynnt að Siv Friðleifsdóttir yrði látin víkja úr ríkisstjórn eftir 15. september næstkomandi. Ljóst er að sú ákvörðun mætir töluverðum mótbyr í ákveðnum hópum innan Framsóknarflokksins, sem hafa lýst því yfir upp á síðkastið að brotthvarf Sivjar yrði skref aftur á bak í jafnréttisbaráttu kynjanna. Undir það sjónarmið tekur Margrét Frímannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, sem segir jafnframt að ríkisstjórnin verði veikari fyrir vikið. Hún segir það ekki sitt að meta hæfni einstakra þingmanna Framsóknarflokksins til að gegna ráðherraembætti, hins telji hún þetta veikja jafnréttisbaráttuna. Hún segir að Framsóknarflokkurinn með sínar skýru reglur og kvótasetningu á embætti, eigi eftir að finna fyrir því rækilega á næstu mánuðum að þetta dragi úr fylgi þeirra og jafnframt ríkisstjórnarinnar. Margrét segir ómögulegt að spá hvað Halldór Ásgrímsson ætli sér í framtíðinni en telur yfirlýsingu hans fremur veikluleg og ekki til þess fallna að styrkja stöðu þeirra ráðherra sem ennþá eru starfandi og bíði nú allir eftir nýrri hrókeringu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×