Fitusog leysir ekki vandann 23. ágúst 2004 00:01 Það er ekki sama hvernig þú missir aukakílóin. Niðurstöður rannsókna sem birtust í virtu bandarísku læknatímariti benda til þess að það sé ekki nóg að fara í fitusog og minnka þannig magn blóðfitu og fækka kílóunum. Fylgst var með fimmtán of feitum konum sem gengust undir fitusog til að minnka líkamsfitu sína og léttast. Læknar fjarlægðu að meðaltali 11 kílógrömm af fitu af hverri konu og mældu því næst áhættuþætti í tengslum við skurðaðgerðina. Brottnám fitunnar hafði engin áhrif á insúlínnæmi, háan blóðþrýsting eða kólesteról. Það er því augljóst að leiðin til að minnka þessa áhættuþætti er eftir sem áður sú að hreyfa sig reglulega og taka mataræðið í gegn. Ein helsta ástæðan er sú að þegar hreyfing og hollt mataræði fara saman gengur á fituforðann í fitufrumunum, sem þá minnka smátt og smátt. Þegar fitan er sogin úr frumunum með utanaðkomandi afli minnka þær ekki heldur halda sínu fyrra ummáli og halda áfram að valda blóðþrýstingi og hafa áhrif á efnaskiptin. Að auki býr líkaminn yfir djúpt liggjandi fituforða sem hann gengur á sjálfur þegar fitu er þörf en ekki er hægt að ná til með fitusogi. Fitusog er því fyrst og síðast fegrunaraðgerð en gerir lítið fyrir heilsuna nema bættir lifnaðarhættir fylgi í kjölfarið. Eina lausnin á offituvandamálinu kemur að innan. Heilsa Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er ekki sama hvernig þú missir aukakílóin. Niðurstöður rannsókna sem birtust í virtu bandarísku læknatímariti benda til þess að það sé ekki nóg að fara í fitusog og minnka þannig magn blóðfitu og fækka kílóunum. Fylgst var með fimmtán of feitum konum sem gengust undir fitusog til að minnka líkamsfitu sína og léttast. Læknar fjarlægðu að meðaltali 11 kílógrömm af fitu af hverri konu og mældu því næst áhættuþætti í tengslum við skurðaðgerðina. Brottnám fitunnar hafði engin áhrif á insúlínnæmi, háan blóðþrýsting eða kólesteról. Það er því augljóst að leiðin til að minnka þessa áhættuþætti er eftir sem áður sú að hreyfa sig reglulega og taka mataræðið í gegn. Ein helsta ástæðan er sú að þegar hreyfing og hollt mataræði fara saman gengur á fituforðann í fitufrumunum, sem þá minnka smátt og smátt. Þegar fitan er sogin úr frumunum með utanaðkomandi afli minnka þær ekki heldur halda sínu fyrra ummáli og halda áfram að valda blóðþrýstingi og hafa áhrif á efnaskiptin. Að auki býr líkaminn yfir djúpt liggjandi fituforða sem hann gengur á sjálfur þegar fitu er þörf en ekki er hægt að ná til með fitusogi. Fitusog er því fyrst og síðast fegrunaraðgerð en gerir lítið fyrir heilsuna nema bættir lifnaðarhættir fylgi í kjölfarið. Eina lausnin á offituvandamálinu kemur að innan.
Heilsa Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira