Gerið boð á undan ykkur! 25. ágúst 2004 00:01 Skúli Gautason, leikari, tónlistarmaður, útvarpsmaður og Snigill nr. 6., kom stúlku einu sinni verulega á óvart: "Ég var á Interrail-ferðalagi og fékk þá skyndihugdettu að heimsækja stelpu sem ég þekkti í Ljubljana sem er í Slóveníu en var þá partur af Júgóslavíu. Þetta var talsvert ferðalag þar sem ég lenti meðal annars í gríðarlegu partíi á brautarstöðinni í Trieste sem endaði með því að óeirðalögreglan birtist skyndilega með táragas og grá fyrir járnum. Ég flýði inn á brautarstöðina og skutlaði mér, a la James Bond, inn í lest sem var að renna frá brautarpallinum. Það reyndist hins vegar vera nokkurt antiklímax að lestin var afskaplega hægfara sveitalest sem lullaði áfram og óeirðalögreglan hefði náð mér á fæti ef hún hefði viljað. Ég náði til Ljubljana á endanum og fann húsið þar sem Nena vinkona mín bjó. Þar var enginn heima. Ég settist á tröppurnar og hugsaði með mér: "Hér sit ég og get ekki annað, guð hjálpi mér, amen," og sem ég sagði amen kom þarna að kona. Ég sagði henni deili á mér og hún sagði mér að Nena og fjölskyldan væru í sumarfríi við ströndina. Konan kom þarna tvisvar í viku að vökva blómin svo ég var mjög heppinn að hitta á hana. Hún lýsti fyrir mér hvar þau væru en til þess að komast þangað þurfti ég fyrst að taka einhverja afdankaða sveitalest og svo rútu, fara úr henni á vissum stað, ganga þá eftir nákvæmum fyrirmælum í átt að ströndinni og þá tjölduðu þau alltaf þar á sama stað. Ég fylgdi þessum fyrirmælum og ég held að ferðalagið hafi tekið 2 daga. Þegar ég kom niður að ströndinni þá hengu einhver handklæði eða lök á milli tveggja greina. Ég lyfti þeim frá og þá stendur Nena þarna bara beint fyrir framan mig. Ég horfði á hana skælbrosandi og hún á mig á móti og svo gjörsamlega sturlaðist hún af skelfingu. Hún átti svo alls ekki von á mér að hún var handviss um að ég væri dauður og væri kominn að vitja hennar. Nena var miður sín í nokkra daga á eftir og ég held að hún hafi aldrei fyrirgefið mér þetta." Og hefur sagan einhvern boðskap? "Boðskapur sögunnar er sá að maður á að gera boð á undan sér." Ferðalög Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Skúli Gautason, leikari, tónlistarmaður, útvarpsmaður og Snigill nr. 6., kom stúlku einu sinni verulega á óvart: "Ég var á Interrail-ferðalagi og fékk þá skyndihugdettu að heimsækja stelpu sem ég þekkti í Ljubljana sem er í Slóveníu en var þá partur af Júgóslavíu. Þetta var talsvert ferðalag þar sem ég lenti meðal annars í gríðarlegu partíi á brautarstöðinni í Trieste sem endaði með því að óeirðalögreglan birtist skyndilega með táragas og grá fyrir járnum. Ég flýði inn á brautarstöðina og skutlaði mér, a la James Bond, inn í lest sem var að renna frá brautarpallinum. Það reyndist hins vegar vera nokkurt antiklímax að lestin var afskaplega hægfara sveitalest sem lullaði áfram og óeirðalögreglan hefði náð mér á fæti ef hún hefði viljað. Ég náði til Ljubljana á endanum og fann húsið þar sem Nena vinkona mín bjó. Þar var enginn heima. Ég settist á tröppurnar og hugsaði með mér: "Hér sit ég og get ekki annað, guð hjálpi mér, amen," og sem ég sagði amen kom þarna að kona. Ég sagði henni deili á mér og hún sagði mér að Nena og fjölskyldan væru í sumarfríi við ströndina. Konan kom þarna tvisvar í viku að vökva blómin svo ég var mjög heppinn að hitta á hana. Hún lýsti fyrir mér hvar þau væru en til þess að komast þangað þurfti ég fyrst að taka einhverja afdankaða sveitalest og svo rútu, fara úr henni á vissum stað, ganga þá eftir nákvæmum fyrirmælum í átt að ströndinni og þá tjölduðu þau alltaf þar á sama stað. Ég fylgdi þessum fyrirmælum og ég held að ferðalagið hafi tekið 2 daga. Þegar ég kom niður að ströndinni þá hengu einhver handklæði eða lök á milli tveggja greina. Ég lyfti þeim frá og þá stendur Nena þarna bara beint fyrir framan mig. Ég horfði á hana skælbrosandi og hún á mig á móti og svo gjörsamlega sturlaðist hún af skelfingu. Hún átti svo alls ekki von á mér að hún var handviss um að ég væri dauður og væri kominn að vitja hennar. Nena var miður sín í nokkra daga á eftir og ég held að hún hafi aldrei fyrirgefið mér þetta." Og hefur sagan einhvern boðskap? "Boðskapur sögunnar er sá að maður á að gera boð á undan sér."
Ferðalög Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira