Iðnaðarmenn í sólskini 25. ágúst 2004 00:01 Anna Sigríður Helgadóttir söngkona, segist vera heppnasta manneskja í heimi, því hún sér lífið líða hjá glugganum sínum á hverjum morgni. "Útsýnið úr glugganum í vinnuherberginu mínu er fjölbreytt og yndislegt. Fyrst ber að geta þess að ég sé Esjuna bera við himinn og kíki á hana á hverjum morgni til að vita hvernig dagurinn muni verða, hvernig litirnir eru og skýjafarið. Svo tek ég veðrið, er komin með hitamælinn sem ég fékk í sumargjöf út í gluggann og athuga hitastigið og gang himintunglanna. Næst tékka ég á því hvaða skip eru í slipp. Ég bý á Mýrargötu og húsið er alveg við slippinn. Ég á ættir til sjómanna eins og flestir, bræður mínir voru til sjós og mig langaði líka en það var hlegið að mér þegar ég sótti um. Svo auðvitað hef ég áhuga á skipum. Líkamsræktarstöðin sem ég fer í er í næsta húsi og heitir Slippurinn. Það er frábært að sjá fólk fara inn í líkamsræktarstöðina, svolítið sjúskað og niðurlútt, og koma svo út eins og nýútsprungnar rósir, ekki ósvipað skipunum í slippnum. Strákarnir í vinnugöllunum eru ekki amaleg sjón í góða veðrinu, fátt jafnast á við iðnaðarmenn í sólskini. Ég held að ég sé með lánsamari manneskjum í heimi að eiga heima á svona yndislegum stað og sjá svona líflegt mannlíf á hverjum morgni." Anna Sigga segist ekki raula neitt fyrir munni sér þegar hún nýtur útsýnisins. "Það þarf ekki að bæta neinu við þessa senu því það er músík í þessu öllu." Hús og heimili Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Anna Sigríður Helgadóttir söngkona, segist vera heppnasta manneskja í heimi, því hún sér lífið líða hjá glugganum sínum á hverjum morgni. "Útsýnið úr glugganum í vinnuherberginu mínu er fjölbreytt og yndislegt. Fyrst ber að geta þess að ég sé Esjuna bera við himinn og kíki á hana á hverjum morgni til að vita hvernig dagurinn muni verða, hvernig litirnir eru og skýjafarið. Svo tek ég veðrið, er komin með hitamælinn sem ég fékk í sumargjöf út í gluggann og athuga hitastigið og gang himintunglanna. Næst tékka ég á því hvaða skip eru í slipp. Ég bý á Mýrargötu og húsið er alveg við slippinn. Ég á ættir til sjómanna eins og flestir, bræður mínir voru til sjós og mig langaði líka en það var hlegið að mér þegar ég sótti um. Svo auðvitað hef ég áhuga á skipum. Líkamsræktarstöðin sem ég fer í er í næsta húsi og heitir Slippurinn. Það er frábært að sjá fólk fara inn í líkamsræktarstöðina, svolítið sjúskað og niðurlútt, og koma svo út eins og nýútsprungnar rósir, ekki ósvipað skipunum í slippnum. Strákarnir í vinnugöllunum eru ekki amaleg sjón í góða veðrinu, fátt jafnast á við iðnaðarmenn í sólskini. Ég held að ég sé með lánsamari manneskjum í heimi að eiga heima á svona yndislegum stað og sjá svona líflegt mannlíf á hverjum morgni." Anna Sigga segist ekki raula neitt fyrir munni sér þegar hún nýtur útsýnisins. "Það þarf ekki að bæta neinu við þessa senu því það er músík í þessu öllu."
Hús og heimili Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira