Lífið

Púðar sen endast lengur

Þó að þú sért orðin/n leið/ur á púðunum þínum þá þýðir það ekki endilega að þú þurfir nýja. Góð leið til að athuga hvort púðinn sé orðinn lélegur er að setja hann á gólfið og brjóta hann saman. Ef þú ert með fjaðrapúða þá er gott að þrýsta öllu lofti úr honum. Þegar þú sleppir púðanum þá ætti hann að smella aftur í upprunalegu mynd sína. Ef hann gerir það ekki þá ættir þú að fjárfesta í nýjum. Fjaðrapúða ætti að þurrhreinsa einu sinni til tvisvar á ári. Púða úr gerviefni er yfirleitt hægt að þvo í vél en þú ættir alltaf að kíkja á meðferðarmiðann. Ef þú ferð vel með púðana þína þá endast þeir lengur!





Fleiri fréttir

Sjá meira


×