Guðrún Björg er að byrja í MH 1. september 2004 00:01 "Það er gaman að vera í nýjum skóla og með nýjar skruddur," segir Guðrún Björg Ingimundardóttir sem var að hefja nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Henni líst vel á umhverfið og andann í skólanum. En af hverju valdi hún MH? "Vegna viðhorfs skólans til lista. Ég hef verið í tónlistarnámi frá átta ára aldri og í MH er tónlistarkjörsvið sem ég nýti mér," segir hún og upplýsir að hún sé bæði að læra á píanó og túbu. Í framhaldinu er hún spurð hvort hún ætli í kórinn en því neitar hún og hefur meiri áhuga á leikstarfsemi skólans. "Ég hef tvisvar verið með atriði á Skrekki og svo var ég í hljómsveitinni í sýningu Hafnarfjarðarleikhússins á Meistaranum og Margarítu þannig að ég hef aðeins prófað að stíga á svið og langar að gera meira að því." Eftirlætisgreinar Guðrúnar í skólanum eru enska og saga og "allt sem tengist menningu og umheiminum," eins og hún orðar það sjálf. Enda þótt lesaðstaða sé í boði á bókasafni MH býst hún ekki við að nota hana mikið. "Mér finnst best að læra heima með eitthvað gott á fóninum," segir hún að lokum. Nám Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Það er gaman að vera í nýjum skóla og með nýjar skruddur," segir Guðrún Björg Ingimundardóttir sem var að hefja nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Henni líst vel á umhverfið og andann í skólanum. En af hverju valdi hún MH? "Vegna viðhorfs skólans til lista. Ég hef verið í tónlistarnámi frá átta ára aldri og í MH er tónlistarkjörsvið sem ég nýti mér," segir hún og upplýsir að hún sé bæði að læra á píanó og túbu. Í framhaldinu er hún spurð hvort hún ætli í kórinn en því neitar hún og hefur meiri áhuga á leikstarfsemi skólans. "Ég hef tvisvar verið með atriði á Skrekki og svo var ég í hljómsveitinni í sýningu Hafnarfjarðarleikhússins á Meistaranum og Margarítu þannig að ég hef aðeins prófað að stíga á svið og langar að gera meira að því." Eftirlætisgreinar Guðrúnar í skólanum eru enska og saga og "allt sem tengist menningu og umheiminum," eins og hún orðar það sjálf. Enda þótt lesaðstaða sé í boði á bókasafni MH býst hún ekki við að nota hana mikið. "Mér finnst best að læra heima með eitthvað gott á fóninum," segir hún að lokum.
Nám Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira