Lét æskudrauminn rætast 3. september 2004 00:01 Ólafur Gunnarsson rithöfundur á rennilegan gæðing, Cadillac árgerð 1964. Þrjú ár eru síðan hann eignaðist gripinn en hvað kom til? "Ég er af þeirri kynslóð sem alin er upp við tryllitæki af ýmsum toga. Þegar maður var að labba rúntinn í gamla daga sá maður þessa kagga silast hring eftir hring og það gljáði á þá í skini götuljósanna. Alla tíð síðan langaði mig að eignast amerískan stóran bíl. Í kringum 1973 kom olíukreppan og þá breyttist amerísk bílaframleiðsla. Bílarnir minnkuðu og það var bara Cadillac sem hélt áfram til 1976 að framleiða kagga. Ég var fjölskyldumaður með nýjar áherslur í lífinu en bíladellan yfirgaf mig samt aldrei fullkomlega og alltaf leit maður um öxl þegar þessir gæðingar fóru hjá. Svo ríður það yfir mig fyrir nokkrum árum eins og gerist oft með menn á miðjum aldri að þeir vilja láta drauma æsku sinnar rætast. Ég fór að kíkja í blöð eins og Hemmings motor news og þegar netið kom stækkaði sénsinn til muna. En ég þurfti ekki að leita langt. Árið 2001 sá ég bíl auglýstan í blaði af þeirri lögun og gerð sem mig langaði í. Hann var á Aðalbílasölunni en hafði verið fluttur inn til Seyðisfjarðar þremur árum áður. Þetta er mikill dýrindis gripur og þegar ég fékk hann var hann ekki ekinn nema 17.000 mílur sem er rétt yfir 30.000 kílómetrar. Upphaflegi eigandinn sem var í Pennsylvaníu hafði átt tíu Cadillac bíla, þessi hafði greinilega staðið áratugum saman. Þegar ég fór að fara yfir hann og athuga vatnsdæluna var þar íkornahreiður baka til og meira að segja hnetur. Ég hef keyrt hann á sumrin, svona 2.000-3.000 kílómetra á ári. Skrepp upp í Borgarnes, austur fyrir fjall, út á Suðurnes og víðar. Hann er 2 og 1/2 tonn að þyngd, svona álíka og þrír Súbarúar, með 340 hestafla vél og 5,60 m á lengd. Það er voða gaman að vera á löngum akstri. Maður bara líður um," segir rithöfundurinn að lokum. Bílar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ólafur Gunnarsson rithöfundur á rennilegan gæðing, Cadillac árgerð 1964. Þrjú ár eru síðan hann eignaðist gripinn en hvað kom til? "Ég er af þeirri kynslóð sem alin er upp við tryllitæki af ýmsum toga. Þegar maður var að labba rúntinn í gamla daga sá maður þessa kagga silast hring eftir hring og það gljáði á þá í skini götuljósanna. Alla tíð síðan langaði mig að eignast amerískan stóran bíl. Í kringum 1973 kom olíukreppan og þá breyttist amerísk bílaframleiðsla. Bílarnir minnkuðu og það var bara Cadillac sem hélt áfram til 1976 að framleiða kagga. Ég var fjölskyldumaður með nýjar áherslur í lífinu en bíladellan yfirgaf mig samt aldrei fullkomlega og alltaf leit maður um öxl þegar þessir gæðingar fóru hjá. Svo ríður það yfir mig fyrir nokkrum árum eins og gerist oft með menn á miðjum aldri að þeir vilja láta drauma æsku sinnar rætast. Ég fór að kíkja í blöð eins og Hemmings motor news og þegar netið kom stækkaði sénsinn til muna. En ég þurfti ekki að leita langt. Árið 2001 sá ég bíl auglýstan í blaði af þeirri lögun og gerð sem mig langaði í. Hann var á Aðalbílasölunni en hafði verið fluttur inn til Seyðisfjarðar þremur árum áður. Þetta er mikill dýrindis gripur og þegar ég fékk hann var hann ekki ekinn nema 17.000 mílur sem er rétt yfir 30.000 kílómetrar. Upphaflegi eigandinn sem var í Pennsylvaníu hafði átt tíu Cadillac bíla, þessi hafði greinilega staðið áratugum saman. Þegar ég fór að fara yfir hann og athuga vatnsdæluna var þar íkornahreiður baka til og meira að segja hnetur. Ég hef keyrt hann á sumrin, svona 2.000-3.000 kílómetra á ári. Skrepp upp í Borgarnes, austur fyrir fjall, út á Suðurnes og víðar. Hann er 2 og 1/2 tonn að þyngd, svona álíka og þrír Súbarúar, með 340 hestafla vél og 5,60 m á lengd. Það er voða gaman að vera á löngum akstri. Maður bara líður um," segir rithöfundurinn að lokum.
Bílar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira