Kaðlajóga fyrir alla 7. september 2004 00:01 Elín Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og fyrrverandi sundkona, er í fínu formi enda stundar hún og kennir kaðlajóga eða rope yoga, sem eru æfingar gerðar með böndum á sérstökum bekkjum. "Þetta eru öflugustu kviðæfingar sem ég hef komist í þó ég hafi æft mikið í gegnum árin," segir Elín. "Með þessu kerfi nær maður jafnvægi í líkamann með því að styrkja kviðinn og aftanáliggjandi lærvöðva, rassvöðva og innanlæri. Maður er líka að nálgast kviðvöðvana meira og á allt annan hátt en flestir gera. Það er vegna þess að við erum með þetta frábæra tæki, kaðlajógað, til að hjálpa okkur. Fólk er meðvitað um hvað það er að gera, staðsetur sig í núinu og er þar af leiðandi meðvitað um hverja hreyfingu. Í líkamsræktarstöðinni er fólk oft að gera eitt með líkamanum og annað með huganum og ekki óalgengt að fólk sé að lesa blað eða horfa á sjónvarp meðan það gerir æfingarnar sínar. Þannig næst ekki heildrænn árangur. Kaðlajógað þjálfar allt í senn, huga, líkama og sál." Elín segir að allir geti stundað kaðlajóga, líka þeir sem eru í slæmu formi. "Ég er með nemendur frá níu ára og upp í 83 ára. Það er heilmikil brennsla í þessu, en fólk gerir bara eins og það getur. Það breytist öll melting í líkamanum og þá er sama hvort um er að ræða fæðu eða tilfinningar." Þetta finnst blaðamanni athyglisvert en Elín segir það skipta meira máli fyrir sig hvernig hún borðar en hvað. "Í okkar kerfi snýst þetta um að blessa fæðuna í staðinn fyrir að blóta sér í hvert skipti sem maður borðar eitthvað óhollt, sem gerist auðvitað á bestu bæjum. En það veldur því bara að líkaminn herpist saman og nýtir enn síður næringarefnin sem þó eru í fæðunni." Elín er afrekskona í sundi og tók þátt í Ólympíuleikunum 1996 og 2000. "Ég hef nú ekki fylgst mikið með sundinu núna en ég hef horft á fimleikana, sem eru frábærir. Mér finnst hálf óraunverulegt að ég hafi sjálf verið þarna í tvígang," segir Elín, sem hefur lítið synt undanfarin ár. "En það var auðvitað alveg stórkostleg upplifun á sínum tíma." Heilsa Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Sjá meira
Elín Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og fyrrverandi sundkona, er í fínu formi enda stundar hún og kennir kaðlajóga eða rope yoga, sem eru æfingar gerðar með böndum á sérstökum bekkjum. "Þetta eru öflugustu kviðæfingar sem ég hef komist í þó ég hafi æft mikið í gegnum árin," segir Elín. "Með þessu kerfi nær maður jafnvægi í líkamann með því að styrkja kviðinn og aftanáliggjandi lærvöðva, rassvöðva og innanlæri. Maður er líka að nálgast kviðvöðvana meira og á allt annan hátt en flestir gera. Það er vegna þess að við erum með þetta frábæra tæki, kaðlajógað, til að hjálpa okkur. Fólk er meðvitað um hvað það er að gera, staðsetur sig í núinu og er þar af leiðandi meðvitað um hverja hreyfingu. Í líkamsræktarstöðinni er fólk oft að gera eitt með líkamanum og annað með huganum og ekki óalgengt að fólk sé að lesa blað eða horfa á sjónvarp meðan það gerir æfingarnar sínar. Þannig næst ekki heildrænn árangur. Kaðlajógað þjálfar allt í senn, huga, líkama og sál." Elín segir að allir geti stundað kaðlajóga, líka þeir sem eru í slæmu formi. "Ég er með nemendur frá níu ára og upp í 83 ára. Það er heilmikil brennsla í þessu, en fólk gerir bara eins og það getur. Það breytist öll melting í líkamanum og þá er sama hvort um er að ræða fæðu eða tilfinningar." Þetta finnst blaðamanni athyglisvert en Elín segir það skipta meira máli fyrir sig hvernig hún borðar en hvað. "Í okkar kerfi snýst þetta um að blessa fæðuna í staðinn fyrir að blóta sér í hvert skipti sem maður borðar eitthvað óhollt, sem gerist auðvitað á bestu bæjum. En það veldur því bara að líkaminn herpist saman og nýtir enn síður næringarefnin sem þó eru í fæðunni." Elín er afrekskona í sundi og tók þátt í Ólympíuleikunum 1996 og 2000. "Ég hef nú ekki fylgst mikið með sundinu núna en ég hef horft á fimleikana, sem eru frábærir. Mér finnst hálf óraunverulegt að ég hafi sjálf verið þarna í tvígang," segir Elín, sem hefur lítið synt undanfarin ár. "En það var auðvitað alveg stórkostleg upplifun á sínum tíma."
Heilsa Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Sjá meira