Hestamennska er uppeldisleg íþrótt 8. september 2004 00:01 Nú eru haustnámskeið að hefjast í reiðskólanum Faxabóli í Víðidal þar sem hestamaðurinn Tómas Ragnarsson heldur um taumana ásamt konu sinn Þóru Þrastardóttur. Þar er boðið upp á byrjendanámskeið, framhaldsnámskeið og einnig eru útreiðahópar fyrir vönustu þátttakendurna. Tómas er aðalkennarinn og hann hefur gott fólk sér til aðstoðar að sögn Þóru. Það eru aðallega börn og unglingar sem sækja námskeið skólans, meira að segja er stubbahópur fyrir 5-6 ára á laugardögum. En svo er líka hægt að panta sérnámskeið fyrir fullorðna. "Konur sem vilja kynnast hestamennskunni taka sig stundum saman og panta námskeið. Það eru mjög skemmtilegir tímar," fullyrðir Þóra. Í Faxabóli ríða krakkarnir á reiðdýnum sem eru að flestu leyti eins og hnakkar nema án virkis. Þóra segir þær algert undratæki og börnin ótrúlega fljót að tileinka sér rétta ásetu og stjórnun þegar þær eru notaðar. "Dýnan er þunn og börnin fá svo góða tilfinningu fyrir hreyfingum hestsins. Hún er líka létt og því eiga börnin auðvelt með að leggja hana á," segir Þóra og tekur fram að einn liður í náminu sé að gera börnin sjálfstæð í vinnubrögðum. "Þetta er heilmikið starf sem þau eru í," segir hún brosandi. En fá þau alltaf að sitja sama hestinn? "Nei, við leggjum mikið upp úr því að þau prófi sem flesta hesta því hver og einn kennir þeim svo mikið. Þau þurfa líka að finna mismun á góðu hrossi og lakara og það er mikilvægt að það sé ekki bara "gamli Gráni í Faxabóli" sem þau geti riðið heldur séu þau með sjálfstraustið í lagi þegar þau komast í tæri við aðra hesta." Auk verklegrar kennslu og útreiðartúra segir Þóra börnin fá bóklega fræðslu um hestinn og heim hans þannig að námið sé fjölbreytt. "Þetta er uppeldislega mjög væn íþrótt," segir hún, "því börnin læra að bera ákveðna ábyrgð og umhyggju fyrir skepnunni." Nám Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nú eru haustnámskeið að hefjast í reiðskólanum Faxabóli í Víðidal þar sem hestamaðurinn Tómas Ragnarsson heldur um taumana ásamt konu sinn Þóru Þrastardóttur. Þar er boðið upp á byrjendanámskeið, framhaldsnámskeið og einnig eru útreiðahópar fyrir vönustu þátttakendurna. Tómas er aðalkennarinn og hann hefur gott fólk sér til aðstoðar að sögn Þóru. Það eru aðallega börn og unglingar sem sækja námskeið skólans, meira að segja er stubbahópur fyrir 5-6 ára á laugardögum. En svo er líka hægt að panta sérnámskeið fyrir fullorðna. "Konur sem vilja kynnast hestamennskunni taka sig stundum saman og panta námskeið. Það eru mjög skemmtilegir tímar," fullyrðir Þóra. Í Faxabóli ríða krakkarnir á reiðdýnum sem eru að flestu leyti eins og hnakkar nema án virkis. Þóra segir þær algert undratæki og börnin ótrúlega fljót að tileinka sér rétta ásetu og stjórnun þegar þær eru notaðar. "Dýnan er þunn og börnin fá svo góða tilfinningu fyrir hreyfingum hestsins. Hún er líka létt og því eiga börnin auðvelt með að leggja hana á," segir Þóra og tekur fram að einn liður í náminu sé að gera börnin sjálfstæð í vinnubrögðum. "Þetta er heilmikið starf sem þau eru í," segir hún brosandi. En fá þau alltaf að sitja sama hestinn? "Nei, við leggjum mikið upp úr því að þau prófi sem flesta hesta því hver og einn kennir þeim svo mikið. Þau þurfa líka að finna mismun á góðu hrossi og lakara og það er mikilvægt að það sé ekki bara "gamli Gráni í Faxabóli" sem þau geti riðið heldur séu þau með sjálfstraustið í lagi þegar þau komast í tæri við aðra hesta." Auk verklegrar kennslu og útreiðartúra segir Þóra börnin fá bóklega fræðslu um hestinn og heim hans þannig að námið sé fjölbreytt. "Þetta er uppeldislega mjög væn íþrótt," segir hún, "því börnin læra að bera ákveðna ábyrgð og umhyggju fyrir skepnunni."
Nám Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira