Dottað í drottningarstólnum 8. september 2004 00:01 "Ég á mér uppáhaldsstól sem ég sef í fyrir framan sjónvarpið," segir Sigríður Eyþórsdóttir, kennari og leikstjóri. "Ég held voða mikið upp á hann. Þetta er stóll sem foreldrar mínir áttu og var upphaflega hluti af sófasetti. Stóllinn kom til þeirra í Selvog, sem er næsti bær við Strandarkirkju, fyrir margt löngu og er orðinn talsvert meira en 100 ára. Hann hefur nú fengið upplyftingu síðan, en er ennþá ægilega virðulegur, með vínrauðu flauelsáklæði, snúrum og hvaðeina. Það kemur alltaf mikil værð yfir mig þegar ég sest í þennan stól, ég hreinlega svíf á braut," segir Sigríður hlæjandi. Þó að Sigríður segist vera mikil kertakona og finnist kósí að sitja við kertaljós á haustkvöldum nærist hún á birtunni. "Ég þarf birtu og sæki mikið í hana, en skammdegið er mér ekkert erfitt." Sigríður er kennari í Selmennt, sem er framhaldsskóli fyrir fatlaða, en leikstýrir líka leikhópnum Perlunni, sem er leikhópur þroskaskertra. "Þar eru þar miklir og góðir listamenn," segir Sigríður stolt. "Við erum einmitt nýkomin heim frá Bandaríkjunum, þar sem krakkarnir gerðu garðinn frægan. Við sýndum Vor eftir Stein Steinarr í enskri þýðingu Karls Guðmundssonar við tónlist eftir Ágúst Svavarsson. Síðan voru dansarnir eftir Láru Stefánsdóttur sem var með í för. Það er alveg óhætt að segja að við höfum komið, séð og sigrað í stórborginni," segir Sigríður, ánægð með hópinn sinn. Hún segir leiklistina vera sínar ær og kýr, svo og gönguferðir og útivist og að rækta eitthvað í kringum sig, hvort sem það eru nú plöntur eða mannfólkið sjálft. "Ég var byrjuð að leika áður en ég vissi hvað leiklist var og notaði tölurnar hennar mömmu til að setja upp heilu leikritin," segir Sigríður, hallar sér aftur í drottningarstólnum ... og er þegar farin að dotta. Hús og heimili Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Sjá meira
"Ég á mér uppáhaldsstól sem ég sef í fyrir framan sjónvarpið," segir Sigríður Eyþórsdóttir, kennari og leikstjóri. "Ég held voða mikið upp á hann. Þetta er stóll sem foreldrar mínir áttu og var upphaflega hluti af sófasetti. Stóllinn kom til þeirra í Selvog, sem er næsti bær við Strandarkirkju, fyrir margt löngu og er orðinn talsvert meira en 100 ára. Hann hefur nú fengið upplyftingu síðan, en er ennþá ægilega virðulegur, með vínrauðu flauelsáklæði, snúrum og hvaðeina. Það kemur alltaf mikil værð yfir mig þegar ég sest í þennan stól, ég hreinlega svíf á braut," segir Sigríður hlæjandi. Þó að Sigríður segist vera mikil kertakona og finnist kósí að sitja við kertaljós á haustkvöldum nærist hún á birtunni. "Ég þarf birtu og sæki mikið í hana, en skammdegið er mér ekkert erfitt." Sigríður er kennari í Selmennt, sem er framhaldsskóli fyrir fatlaða, en leikstýrir líka leikhópnum Perlunni, sem er leikhópur þroskaskertra. "Þar eru þar miklir og góðir listamenn," segir Sigríður stolt. "Við erum einmitt nýkomin heim frá Bandaríkjunum, þar sem krakkarnir gerðu garðinn frægan. Við sýndum Vor eftir Stein Steinarr í enskri þýðingu Karls Guðmundssonar við tónlist eftir Ágúst Svavarsson. Síðan voru dansarnir eftir Láru Stefánsdóttur sem var með í för. Það er alveg óhætt að segja að við höfum komið, séð og sigrað í stórborginni," segir Sigríður, ánægð með hópinn sinn. Hún segir leiklistina vera sínar ær og kýr, svo og gönguferðir og útivist og að rækta eitthvað í kringum sig, hvort sem það eru nú plöntur eða mannfólkið sjálft. "Ég var byrjuð að leika áður en ég vissi hvað leiklist var og notaði tölurnar hennar mömmu til að setja upp heilu leikritin," segir Sigríður, hallar sér aftur í drottningarstólnum ... og er þegar farin að dotta.
Hús og heimili Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning