Innlent

Fiskveiðistefna ESB úrelt

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir Evrópusambandið aðhyllast nýlendustefnu gagnvart fiskveiðiþjóðum Norður-Evrópu. Hann segir fiskveiðistefnu sambandsins úrelta. Halldór flutti opnunarræðu á sjávarútvegsráðstefnu Íslandsbanka á Akureyri í dag. Hann fór hörðum orðum um fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Hann segir að öðruvísi sé hugsað um sjávarútveginn en auðlindir annarra þjóða innan Evrópusambandsins.Halldór sagði í ræðu sinni að fiskveiðistefna Evrópusambandsins væri í kreppu og að hún byggði á úreltum sjónarmiðum. Afleiðingar stefnunnar væru offjárfestingar, of stór og dýr floti og mikið brottkast afla. Allt leiði til þess að ómögulegt sé fyrir Íslendingar að sækja um aðild að sambandinu undir núverandi aðstæðum. Hann segir að hugsanlega megi semja um annað en að Evrópusambandið verði að stíga einhver skref í þeim efnum og sýna fram á það að þeir vilji hafa þetta öðruvísi ef það á að ná pólitískri niðurstöðu. Halldór segist ekki sjá nein merki þess að Evrópusambandið hafi áhuga á að taka tillit til óska Íslendinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×