Innlent

Viðbygging á koppinn

Aftur er kominn skriður á undirbúning að viðbyggingu við Menntaskólann á Egilsstöðum, að því er fram kemur á vef Austur-Héraðs. Skipað hefur verið í nýja byggingarnefnd, en málið sigldi í strand síðasta vetur þegar upp kom ágreiningur milli heimasveitarfélaga Menntaskólans og ríkisins um skiptingu kostnaðar. "Ákveðið hefur verið að endurskoða ýmsa þætti við bygginguna, meðal annars að einfalda hönnun hennar með það að markmiði að lækka byggingakostnað án þess þó að rýra notagildið," segir á vefnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×