Innlent

Geir ávarpar allsherjarþingið

Geir H. Haarde fjármálaráðherra kemur nú í stað Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra við almenna umræðu 59. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Í gær stýrði Geir óformlegum samráðsfundi utanríkisráðherra Norðurlanda sem haldinn var í tilefni þingsins, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Meðal annars var fjallað um setu Norðurlanda í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og framboð Íslands. Síðdegis á morgun ávarpar fjármálaráðherra allsherjarþingið fyrir hönd landsins, auk þess að eiga "fjölda tvíhliða funda með utanríkisráðherrum annarra ríkja".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×