Verklegt nám í ensku 28. september 2004 00:01 Enskuskólinn var stofnaður 1986 af Julie Ingham enskukennara."Við höfum alltaf lagt mestu áhersluna á talmálið og flokkum nemendur í sex aðalstig eftir talgetu. Innan hvers stigs eru þrjú meginnámskeið þannig að alls er hægt að fara í gegnum 18 sérnámskeið. Allir kennarar skólans hafa ensku að móðurmáli og sérmenntun í enskukennslu fyrir útlendinga. Nemendur koma í viðtal við kennarann áður en námið hefst þar sem geta þeirra er metin og út frá því ákveðið á hvaða stigi nemandinn á best heima." Hvert námskeið hefur ákveðið markmið og þá má segja að sé komið að verklega þættinum í náminu." Á byrjendanámskeiðunum fer kennarinn út með nemendurna og markmiðið er æft við raunverulegar aðstæður. Nemandinn hefur það kannski að markmiði að geta pantað sér mat á veitingahúsi og þá fer hann með kennaranum á veitingahús og pantar matinn sinn á ensku." Lengra komnir nemendur halda smáfyrirlestra þar sem þeir æfast í að nota orðaforðann sem þeir hafa safnað á námskeiðinu. "Í skólanum er afslappað andrúmsloft, takmarkaður fjöldi á hverju námskeiði og áhersla lögð á að nemendum líði vel og nái markmiðum sínum. Í ár erum við með umræðuhópa, til dæmis um kvikmyndir, til að hjálpa fólki að tjá sig á ensku um það sem það hefur áhuga á." segir Julie. "Að námskeiði loknu hjálpum við fólki að velja sér framhald og bjóðum því til dæmis aðstoð við að finna enskuskóla í Englandi ef okkur finnst það vera næsta skref." Af öðru starfi Enskuskólans má nefna námskeið fyrir börn á aldrinum fimm til fimmtán ára, bæði þau sem eru að flytja til enskumælandi landa og líka viðhaldsnámskeið fyrir börn sem hafa búið úti og vilja ekki gleyma málinu. Í Enskuskólanum er alltaf kennt á laugardögum en allar aðrar upplýsingar má finna á www.enskuskolinn.is Nám Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Enskuskólinn var stofnaður 1986 af Julie Ingham enskukennara."Við höfum alltaf lagt mestu áhersluna á talmálið og flokkum nemendur í sex aðalstig eftir talgetu. Innan hvers stigs eru þrjú meginnámskeið þannig að alls er hægt að fara í gegnum 18 sérnámskeið. Allir kennarar skólans hafa ensku að móðurmáli og sérmenntun í enskukennslu fyrir útlendinga. Nemendur koma í viðtal við kennarann áður en námið hefst þar sem geta þeirra er metin og út frá því ákveðið á hvaða stigi nemandinn á best heima." Hvert námskeið hefur ákveðið markmið og þá má segja að sé komið að verklega þættinum í náminu." Á byrjendanámskeiðunum fer kennarinn út með nemendurna og markmiðið er æft við raunverulegar aðstæður. Nemandinn hefur það kannski að markmiði að geta pantað sér mat á veitingahúsi og þá fer hann með kennaranum á veitingahús og pantar matinn sinn á ensku." Lengra komnir nemendur halda smáfyrirlestra þar sem þeir æfast í að nota orðaforðann sem þeir hafa safnað á námskeiðinu. "Í skólanum er afslappað andrúmsloft, takmarkaður fjöldi á hverju námskeiði og áhersla lögð á að nemendum líði vel og nái markmiðum sínum. Í ár erum við með umræðuhópa, til dæmis um kvikmyndir, til að hjálpa fólki að tjá sig á ensku um það sem það hefur áhuga á." segir Julie. "Að námskeiði loknu hjálpum við fólki að velja sér framhald og bjóðum því til dæmis aðstoð við að finna enskuskóla í Englandi ef okkur finnst það vera næsta skref." Af öðru starfi Enskuskólans má nefna námskeið fyrir börn á aldrinum fimm til fimmtán ára, bæði þau sem eru að flytja til enskumælandi landa og líka viðhaldsnámskeið fyrir börn sem hafa búið úti og vilja ekki gleyma málinu. Í Enskuskólanum er alltaf kennt á laugardögum en allar aðrar upplýsingar má finna á www.enskuskolinn.is
Nám Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira