Verklegt nám í ensku 28. september 2004 00:01 Enskuskólinn var stofnaður 1986 af Julie Ingham enskukennara."Við höfum alltaf lagt mestu áhersluna á talmálið og flokkum nemendur í sex aðalstig eftir talgetu. Innan hvers stigs eru þrjú meginnámskeið þannig að alls er hægt að fara í gegnum 18 sérnámskeið. Allir kennarar skólans hafa ensku að móðurmáli og sérmenntun í enskukennslu fyrir útlendinga. Nemendur koma í viðtal við kennarann áður en námið hefst þar sem geta þeirra er metin og út frá því ákveðið á hvaða stigi nemandinn á best heima." Hvert námskeið hefur ákveðið markmið og þá má segja að sé komið að verklega þættinum í náminu." Á byrjendanámskeiðunum fer kennarinn út með nemendurna og markmiðið er æft við raunverulegar aðstæður. Nemandinn hefur það kannski að markmiði að geta pantað sér mat á veitingahúsi og þá fer hann með kennaranum á veitingahús og pantar matinn sinn á ensku." Lengra komnir nemendur halda smáfyrirlestra þar sem þeir æfast í að nota orðaforðann sem þeir hafa safnað á námskeiðinu. "Í skólanum er afslappað andrúmsloft, takmarkaður fjöldi á hverju námskeiði og áhersla lögð á að nemendum líði vel og nái markmiðum sínum. Í ár erum við með umræðuhópa, til dæmis um kvikmyndir, til að hjálpa fólki að tjá sig á ensku um það sem það hefur áhuga á." segir Julie. "Að námskeiði loknu hjálpum við fólki að velja sér framhald og bjóðum því til dæmis aðstoð við að finna enskuskóla í Englandi ef okkur finnst það vera næsta skref." Af öðru starfi Enskuskólans má nefna námskeið fyrir börn á aldrinum fimm til fimmtán ára, bæði þau sem eru að flytja til enskumælandi landa og líka viðhaldsnámskeið fyrir börn sem hafa búið úti og vilja ekki gleyma málinu. Í Enskuskólanum er alltaf kennt á laugardögum en allar aðrar upplýsingar má finna á www.enskuskolinn.is Nám Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Enskuskólinn var stofnaður 1986 af Julie Ingham enskukennara."Við höfum alltaf lagt mestu áhersluna á talmálið og flokkum nemendur í sex aðalstig eftir talgetu. Innan hvers stigs eru þrjú meginnámskeið þannig að alls er hægt að fara í gegnum 18 sérnámskeið. Allir kennarar skólans hafa ensku að móðurmáli og sérmenntun í enskukennslu fyrir útlendinga. Nemendur koma í viðtal við kennarann áður en námið hefst þar sem geta þeirra er metin og út frá því ákveðið á hvaða stigi nemandinn á best heima." Hvert námskeið hefur ákveðið markmið og þá má segja að sé komið að verklega þættinum í náminu." Á byrjendanámskeiðunum fer kennarinn út með nemendurna og markmiðið er æft við raunverulegar aðstæður. Nemandinn hefur það kannski að markmiði að geta pantað sér mat á veitingahúsi og þá fer hann með kennaranum á veitingahús og pantar matinn sinn á ensku." Lengra komnir nemendur halda smáfyrirlestra þar sem þeir æfast í að nota orðaforðann sem þeir hafa safnað á námskeiðinu. "Í skólanum er afslappað andrúmsloft, takmarkaður fjöldi á hverju námskeiði og áhersla lögð á að nemendum líði vel og nái markmiðum sínum. Í ár erum við með umræðuhópa, til dæmis um kvikmyndir, til að hjálpa fólki að tjá sig á ensku um það sem það hefur áhuga á." segir Julie. "Að námskeiði loknu hjálpum við fólki að velja sér framhald og bjóðum því til dæmis aðstoð við að finna enskuskóla í Englandi ef okkur finnst það vera næsta skref." Af öðru starfi Enskuskólans má nefna námskeið fyrir börn á aldrinum fimm til fimmtán ára, bæði þau sem eru að flytja til enskumælandi landa og líka viðhaldsnámskeið fyrir börn sem hafa búið úti og vilja ekki gleyma málinu. Í Enskuskólanum er alltaf kennt á laugardögum en allar aðrar upplýsingar má finna á www.enskuskolinn.is
Nám Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“